Eining - 01.11.1960, Blaðsíða 6
6
EINING
EINING
Mánaðarblað um áfengismál, bindindi og önnur
menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgöamaður: Pétur Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá rikinu og Stórstúku
Islands, kostar 30 kr. árg., 3 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982, Reykjavík.
Simi: 15956.
nœpan.
enn
Ef einhver, sem færi með hégóma og lygar, hræsnaði fyr-
ir þér og segði: „Ég skal spá þér víni og áfengum drykk.
— það væri spámaður fyrir þessa þjóð“. — Mika 2, 11.
Þau minna oft á sig, þessi orð spámannsins: Þaö væri
spámaðvr fyrir þessa þjóS, sá sem lofaði víni og áfengum
drykk.
Dagblöð, spalla glaðklakkaralega og lofsamlega um vín-
stúkur og áfengan drykk. — Það eru blöð við hæfi menn-
ingar þessarar aldar.
Ranglátt væri að bera íslenzkum blöðum á brýn, að þau
vilji ekki birta greinar um bindindi, en ótrúlega eru þau
oft fundvís á alls konar snöp um áfenga drykki víðs vegar
um heim. Þótt stundum komi fyrir aðeins örfá orð um
áfengisneyzlu, í alllöngu blaðaviðtali við menn, þá eru þau
orð valin í mjög áberandi yfirskrift. Éfirleitt hafa blöð
mikla hneigð til þess að meðhöndla þetta mál af léttúð
og á þann hátt, að miklu fremur eflir það drykkjusiði
en að það dragi úr þeim.
Að þessu sinni fengu blöðin nú heldur en ekki fréttamat:
Ein glæsiknæpan að rísa upp til viðbótar hinum, og hún
skal verða þríefld. Þrír áfengis-„barir“ skuli þar vera, og
allt með hinum mesta glæsibrag.
Gæti ekki hin oddhvassa vísa klerksins átt við einnig hér:
Afburðug mjög og ægifríð,
yfirstéttin á hverri tíð,
ljóma varpar á löst og glys
leiðir fólkið til helvítis.
Éfirstétt þessarar aldar mætti vel kalla þá menn, sem
fjármagnið hafa í hendi sér. Þeir geta reist skrautknæpur
og hafa ráð á að varpa Ijóma á löst og glys. Þeir ráða
mestu um .mótun siða og samkvæmislífs, veizluhalda og þess
háttar, margs þess er eflir spillinguna, því að spillingin
hefur jafnan verið gróðalind vissrar manntegundar, og það
raunalega er, að „yfirstéttin“, ráðamenn þjóða, er oftast að
verulegu leyti á valdi þessa hræðilega afls, peningavaldsins.
Það er því allaf satt, að fégræðgin er rót alls hins illa. .
Morgunblaðið varði heilli litprentaðri blaðsíðu til þess að
setja í bláan ramma þessa merkisfrétt um nýja klúbbinn
— þriggja„bara“glæsiklúbbinn, sem væri að bætast við í
Reykjavík. Þó það væri nú, að gengið væri sómasamlega
frá slíkum merkisviðburði. Oft er alls ekki unnt að koma
sjúklingi í sjúkrahús vegna húsnæðisleysis, en handa dans-
andi og drekkandi fólki er alltaf hægt að reisa hallir.
Já, enn einn ávöxtur hinnar nýju áfengislöggjafar okkar.
Hvað megnar fræðsla, upplýsing, menning og bindindis-
starfsemi gegn þessari þróun. Gamla illræmda knæpan held-
ur á ný hröðum skrefum innreið sína í landið, aðeins spari-
klædd að þessu sinni og þeim mun meira tælandi og afvega-
leiðandi, og því verri bölvaldur í þjóðfélaginu.
Króna og dollar hefur ævinlega blindað menn, og þeir,
sem hagsmunahyggjan blindar, sjá aldrei annað en krónu
eða dollar. Þeir sjá ekki slysin, glæpina, siðleysið og hrun
heimilanna, sem iðja þeirra veldur. Þeir sjá ekki þótt tár
og blóð renni sem afleiðing verka þeirra. — Nei, þeir ei*u
og hafa ævinlega verið blindir böðlar þjóðar sinnar og
menningar. Spillingin er spilling, þótt hún flíki skrautklæð-
um. Verk hins vonda eru jafnan augljós, jafnvel þótt hann
taki á sig ljósengilsmynd, eins og ritningin orðar þetta.
Augljóst mál er það, hvað okkur bindindismönnum ber
nú að gera, þar sem þessu fer látlaust fram. Við verðum
að hefja á ný látlausa bannlagabaráttu, og hún þarf að
verða sterk alþjóðasamtök. Bannstefnunni vex stöðugt fylgi
í Bandaríkjunum og svo mun víðar fara. Aðeins hörð átök
eiga við rangsleitni og kúgun. Það var rangsleitni og kúg-
un, sem vakti upp sumar þær pólitísku stefnur, sem margur
hefur nú kvartað sáran undan. Rangsleitni og kúgun skapar
alltaf uppreisn.
Áfengissalan hefur verið og er hinn skaðvænlegasti kúg-
ari allra menningarþjóða, og hún beygir sig ekki fyrir öðru
en hörðu. Konan, sem eitt sinn gekk með reidda exi í hendi
um götur borganna í Bandaríkjunum og braut gluggarúð-
urnar í áfengisknæpunum, vakti meiri athygli en mörg
bindindisprédikun eða fræðsla. Hún birti lítið um, þótt
henni væri stungið í Steininn. Hún flutti boðskap sinn
þannig, að menn hlutu að skilja og neyddust til að gefa
honum gaum.
Okkur ber að standa vörð um heill og framtíðarvelferð
uppvaxandi kynslóðar, og það gerum við bezt með því að
útrýma áfengissölunni gersamlega. Meðan smitberinn fær
að leika laus, ræður enginn við pestina. Vilja sérfróðir
menn og einnig ráðamenn þjóðarinnar gera sér þetta ljós.?
— Pestinni verður ekki útrýmt, nema smitberinn sé af-
króaður.
Pétur Sigurösson
r
Afengisneyzla og heilastarfsemin
Eftir Esra læknir Pétursson
Drykkjuskapur er illkynjuð nautn og sjúkdómur, sem
er alvarlegt læknisfræðilegt viðfangsefni, hvort sem um ó-
hófsdrykkju eða beina ofdrykkju er að ræða.
Árlega drepur hann þúsundir manna og gerir milljónir
manna að andlegum og líkamlegum vesalingum. Samkvæmt
rannsóknum Yale-háskólans í Ameríku hefur áfengisneyzl-
an í Bandaríkjunum aukizt um 10% á s.l. 10 árum 65
miljónir manna eða þriðjungur þjóðarinnar neytis áfengis
meira eða minna að staðaldri, og af þeim eru röskar 4
millj. ofdrykkjumenn, en 15 milljónir drekka þannig að
þeim er mikil hætta búin.
Ofdrykkjumenn þjást af sjúkdómi, sem er eins illkynj-
aður og krabbamein, og þó að því leyti verri að hann
eyðileggur sálarlífið ekki síður en líkamann.
Læknar eru ekki hikandi þegar um krabbamein er að
ræða, sem búið er að sjúkdómsgreina, heldur leggja mikla
áherzlu á það, að viðeigandi aðgerð sé látin fara fram
sem fyrst.
Ofdrykkjan drepur að jafnaði ekki eins fljótt og krabba-
meinið, en þeim mun ömurlegri verður líðanin sem þetta
dregst meira á langinn.
Þar sem ofdrykkjan er illkynjaður sjúkdómur, er það
siðferðileg skylda læknisins að segja við sjúkling sem
drekkur of mikið: „Þú ert ofdrykkju.maður, og þú þarfn-