Eining - 01.11.1960, Blaðsíða 8
8
EININC
arleysi, óróa, geðofsa, þunglyndi, titringi, svitakófum, höf-
uðverkjum, maga- og hjartakvillum, minnistruflunum,
kláða o.s.frv.
Þessi einkenni hverfa í bili við áhrif áfengisins, léttir
mönnum mjög við það og leita aftur og aftur í vaxandi
mæli fróunar og svölunar í hinni forneskjulegu guðaveig.
Áhrifin eru sljóvgandi og róandi fyrst í stað, og minnka
viðbrögð ósjálfráða taugakerfisins sem kvíðinn og óttinn
orsaka, og sem valda aftur auknum kvíða. Hræðsla, ótti
og kvíði eru óþægilegar, stundum allsárar kenndir, og fylg-
ir þeim aukin vöðva- og taugaspenna. Þessi spenna, hvort
heldur um er að ræða einstakling eða þjóð, skapar vanda-
mál, sem þarf að leysa, óþægilega kennd, sem krefst úr-
lausnar. Ölvunin leysir þensluna í bili, og meðal annars
þess vegna hefur áfengið svo mjög verið haft í hávegum.
Þegar taugaveiklaðir ofdrykkjumenn hætta að drekka, þarf
að bæta þeim upp áfengismissinn með því að hjálpa þeim
til þess að vinna bug á taugaveikluninni. Annars verður
þeim lífið óbærilegt, enda hafa sjálfsmorð verið tíðari
meðal þeirra en hjá öðrum mönnum.
í öðrum flokknum eru ávana ofdrykkjumenn, sem ekki
eru taugaveiklaðir að upplagi, en vanizt hafa á ofnautn
vegna starfa síns eða félagslífsins í hópi þeirra kunningja
og vina, sem þeir umgangast. 1 þessum flokki eru sölu-
menn, viðskiptamenn, þjónar, hljóðfæraleikarar, blaða-
menn stjórnmálamenn, sendiráðsmenn og aðrir, sem gegna
störfum á stöðum, þar sem áfengi er mjög um hönd haft.
Hafi þeir ekki stundað drykkjuskapinn lengur en 10 til 15
ár, dugir þeim venjulega að hætta við vínið og er þeim
þá borgið. Hafi þeir hins vegar drukkið lengur en 10—15
ár, eru þeir orðnir taugaveiklaðir af völdum áfengisins,
og þarf þá að taka það með í reikninginn þegar þeir hætta
að drekka.
f þriðja flokknum eru geðvilltir og frumstæðir gjálífs-
menn (psychopathar). Þeir eru hvorki glæpamenn né geð-
veikir, þó að þeir hafi hneigð til annars eða hvoru tveggja.
Það er því líkast að í þá vanti þær hömlur, sem siðaðir
menn í nútíma þjóðfélagi eiga að hafa, og sem gerir þá sið-
aða. Þeir hafa forneskjulegt lundarfar, víkingsskapgerð, trúa
á mátt sinn og megin, og á það að önnur lög og reglur
gildi fyrir þá en aðra menn. Þeir drekka ekki af beinni
þörf fyrir áfengi, heldur vegna þeirrar frumstæðu hvatar
að skemmta sjálfum sér, oft á kostnað og án nokkurs tillits
til annarra. Margir þessara manna þjást af uppeldisskorti
á háu stigi, hafa ýmist verið aldir upp við of strangt upp-
eldi eða of mikið eftirlæti, eða hafa farið á mis við holl
uppeldisáhrif frá heimilum sínum, skólum og trúarfélögum
eða kirkju. Stafar þetta stundum af skapgerðarágöllum og
skilningsleysi foreldranna eða drykkjuskap þeirra, einnig
vegna langvinnra sjúkdóma, fjarveru, dauðsfalla eða frá-
skilnaðar þeirra, nema önnur holl uppeldisleg áhrif komi
til og vegi þá upp á móti slíkum áföllum. Sem betur fer
á það sér oft stað.
Áfengið hefur slæm áhrif á líkama mannsins, en mis-
munandi mikil á ýmis líffæri. Verstu áhrifin koma fram
í miðtaugakerfinu, heilanum og þar næst í lifrinni. Menn
hafa lengi vitað að langvinn ofdrykkja getur valdið varan-
legum og óbætanlegum skemmdum á heilanum. Með aldr-
inum deyr dálítið af heilafrumunum eða þær verða síður
starfhæfar og er þetta eðlileg hnignun, sem á sér stað hjá
flestum mönnum, þegar árin færast yfir þá. Hafi þeir ver-
ið vel gefnir upphaflega, ber oft lítið á þessu, jafnvel á
sjötugs- og áttræðisaldri. Hjá ofdrykkjumönnum gengur
þessi hnignun og hrörnun heilans miklum mun örar og ber
iðulega á minnis- og andlegu skerpuleysi hjá þeim, þegar á
fertugs- og fimmtugsaldri. Þá fer það einnig hér nokkuð
eftir því, hvað þeir hafa haft af miklu að taka upphaflega.
Drykkjumenn eru rétt fyrir ofan meðallag hvað gáfnafar
áhi’ærir að meðaltali ,en þeir eru samt líka margir illa
gefnir.
Hnignun heilans af völdum áfengisins lýsir sér sem upp-
lausn persónuleikans, minnisleysi, skortur á aðlögunarhæfni
og almenn gáfnatregða. Þeir hætta algerlega að taka nokkr-
um framförum en lifa á fornri frægð og á því, sem þeir
hafa verið búnir að læra eða afkasta áður en ofdrykkjan
hófst.
Við krufningu kemur í ljós mikil rýrnun á heilaberk'mum
eða heilayfirborðinu. I nýrri og ágætri bók hefur Courville
lýst ástandi miðtaugakerfis ofdrykkjumanna við krufningu
á Los Angeles County spítalanum. Hann segir að ein hin
athyglisverðustu áhrif margendurtekinnar ölvunar og of-
drykkju sé vaxandi rýrnun framheilans. Þessi rýrnun virð-
ist stafa af eituráhrifum áfengisins sjálfs, en ekki af bæti-
efnaskorti, eins og haldið hefur verið fram til þessa. ,,Þetta
tel ég, samkvæmt reynslu minni“, segir hann ennfremur,
„vera algengustu orsök heilarýrnunar á fimmtugs- og sex-
tugsaldri".
Heilaskemmdir finnast jafnvel hjá ungum ofdrykkju-
mönnum á þrítugsaldri, samkvæmt athugunum þeirra Jum-
örkin, Wilson og Snyder. Með heilalínuritum, heilablæstr:
og sálfræðilegum prófum sýndu þeir, að 7 ungir hermenn,
sem þeir rannsökuðu, voru með heilaskemmdir. Með heila-
blæstri má iðulega finna einkenni rýrnunar á heilaberki
eldri ofdrykkjumanna. Pulvinage fann t.d. slíka rýrnun hjá
17 ofdrykkjumönnum, sem hann rannsakaði.
Enginn vafi leikur á því að endurtekin ofdrykkja, svo-
kallað helgarfyllirí, veldur oft varanlegum heilaskemmdum.
Hversu miklar almennar og víðtækar þessar skemmdir eru
hjá óhófs- og ofdrykkjumönnum hefur ekki verið rannsakað
til hlítar enn sem komið er. Sé hins vegar haft í huga, að
heilarýrnun er lokasiig langvinnrar, hægfara hrörnunar
geysimikils fjölda heilafruma, verður ekki komizt hjá því
að álykta, að fyrir hvern einn ofdrykkjumann með slíka
mælanlega og augljósa heilarýrnun, hljóti að vera fleiri
tugir manna með minni háttar skemmdir, sem ekki er hægt
að sýna fram á. Núverandi mælingaraðferðir á heilastarf-
semi eru nokkuð ónákvæmar ennþá, og ekki er hægt að
sýna fram á rninni háttar frumutap, sem hlýtur eigi að síð-
ur að koma fyrir hjá mönnum, sem drekka mikið ýmist að
staðaldri eða einstöku sinnum.
Til viðbótar beinum eituráhrifum áfengis á heilann eru
önnur atriði og atvik, sem auka jafnframt heilaskemmd-
irnar. Súrefnisskortur vegna þrota þess á heilaæðum, sem
áfengið veldur, hin tíðu höfuðhögg og slys með meiri eða
minni blæðingum og marblettum á heilann og næringar-
efnaskortur, sem oft fylgir í kjölfar langvarandi drykkju
vegna lifrar- og magabólgu og lystarleysis af þeirra völd-
um. B-bætiefnaskortur er mjög alvarlegur, þar eð hann
er aðal orsökin, auk eituráhrifa áfengisins sjálfs, til áfeng-
isgeðveiklunar í ýmsum myndum, svo sem Werniches heila-
skemmda og Karsakofs-veiki, auk ofdrykkjuæðis og brenni-
vínskrampa. Þó að þessar meira eða minna skammvinnu
geðveilur séu ekki algengar, eru þær heldur engan vegin
fátíðar. Sumir ná sæmilegum bata síðar, en þriðjungur
Werniches og Karsakoffs-sjúklinga nær sér aldrei aftur
hvað sem gert er, heldur verða andlegir aumingjar eða