Eining - 01.11.1960, Blaðsíða 7

Eining - 01.11.1960, Blaðsíða 7
EINING 7 4 ast viðeigandi og rækilegrar meðferðar nú þegar, án tafar. Þú getur ennfremur aldrei neytt áfengis í nokkurri mynd héðan af“. Fæstir ofdrykkjumenn á byrjunarstigi sjúkdómsins gera sér grein fyrir því, að þeim er mikil hætta búin og viður- kenna ekki fyrir öðrum og sízt fyrir sjálfum sér, að þeir séu alkóhólistar. Árum saman neita þeir staðreyndunum, Esra Pétursson. » þó að þeir séu ölvaðir og stundum dauðadrukknir 2—3 daga samfleytt í viku hverri. Jafnvel eftir að læknirinn hefur sagt þeim það, efast þeir um sjúkdómsgreininguna, og leita þá annað í þeirri von að þeir fái þar svar, sem þeim líkar betur. Allir læknar ættu að styðja sjúkdóms- greininguna, ef hún er réttmæt, sem hún oftast nær er. Þeir mega minnast þess hversu sviksamlegir ofdrykkju- menn eru, og hversu ákaft þeir leitast við að blekkja sjálfa sig og aðra í þessum efnum. Ef þeim er réttur litli fingur- inn þá taka þeir alla hendina. Segi læknirinn við sjúkling- inn: „Þetta er ekki rétt, það er nú ekki hægt að kalla þig ofdrykkjumann“, þá hefur læknirinn oft ekki kynnt sér aðstæðurnar svo rækilega sem skyldi, veit ekki hvað felst í hugtakinu ofdrykkjumaður, eða kýs að afla sér ekki óvin- sælda. Ofdrykkjumenn eru þeir, sem háðir eru áfengisnautn. geta ekki án hennar verið, hafa reynt að hætta en ekki tek- izt það, og áfengið er farið að hafa óeðlileg áhrif á. Skiptir hér ekki meginmáli, hvort atvinna þeirra bíður tjón af eða ekki. Sumir þeirra eiga sín eigin fyrirtæki, eru forstjórar eða það hátt settir, að þeir eru látnir óáreittir, þótt þeir væru umsvifalaust reknir úr vinnu, ef þeir væru lægra settir í atvinnulegu tilliti. Oft getur fyrirtækið eða stofn- unin rekið á reiðanum hjá þessum mönnum og draslazt áfram svo vikum og mánuðum skiptir án þess að þeir komi þar nokkuð nærri, og benda þeir á þetta sér til afsökunar og sönnunar um það, að þeir séu alls ekki ofdrykkjumenn. Hér á landi gildir þetta líka að verulegu leyti um þá, sem lægra eru settir, mönnum líðst allt, ef hægt er að segja að þeir hafi verið drukknir, aumingjarnir, því að hvergi er umburðarlyndið jafnmikið og hér á landi að þessu leyti. Það er ekki nema gott um umburðarlyndið að segja, svo fremi það stuðli ekki að því að menn haldi áfram að blekkja ^JJin Leila^a gíóL Þér munuð öðlast kraft, er heilagur andi kemur yfir yður, og þér munuð verða vottar mínir í Jerú- salem og allri Júdeu og Samaríu og til yztu endi- marka jarðarinnar. Þessi eru orð meistarans, eins og Postulasagan hermir þau. Þau eru ekki möi'g, en þau eru þeim mun meira íhugunarefni. Við nútímamenn ættum að hugfesta þau rækilega. Okkur hættir til að fjölga tækjum, fjölga hjólum mannfélagsvélarinnar, fjölga félögum og stofnunum, en hvað svo um kraftinn til þess að knýja öll hjólin? Vantar okkur ekki einmitt kraftinn, sérstaklega þenna mesta kraft — kraft og kærleikans? Við lítum stöðugt vonaraugum til vísinda og lær- dóms. Jesús sagði ekki við lærisveina sína, ykkur skortir lærdóm og vísindaleg rök, svo gott sem þetta er, en hann sagði að þeir þyrftu að öðlast kraft, og svo skyldu þeir vitna um sannleikann. Ekki fyrst og fremst færa fram vísindaleg rök, heldur vitna knúðir af anda og krafti, og án anda og kraftar verður allur vitnisburður árangurslítill. Þetta ættum við að hugfesta, hvort sem við boð- um fagnaðarerindi Krists eða bindindi, að við eig- um að vitna um sannleikann, vitna um hið rétta og sanna, vitna knúðir þeim sannfæringarkrafti, sem sannfærir menn. Til þess þarf hina heilögu glóð, eldinn hið innra, anda Guðs. sjálfa sig og álíta að allt sé í lagi, löngu eftir að það er orðið í megnasta ólestri. Orsakir ofdrykkju eru næstum eins margar og mennirnir eru margir. Hinir og aðrir hafa reynt að finna eina megin- orsök eða undirrót, og hafa varpað fram ýmsum kenningum þar að lútandi, meira eða minna órökstuddum. Orsakir of- drykkju einstaklinga eru ekki einungis breytilegar, heldur og heilla þjóða, og þess hvaða drykkjusiðir og drykkju- venjur eru viðhafðar. Dr. Jellinek, formaður áfengisvarnarnefndar sameinuðu þjóðanna, hefur athugað orsakirnar í mörgum löndum og komizt að raun um, að þær eru mjög breytilegar frá einni þjóð til annarrar. 1 sambandi við athuganir má benda á þrjá aðalflokka orsakanna. Þeir eru í fyrsta lagi taugaveiklun, í öðru lagi ávani, og í þriðja lagi frumstætt gjálífi. Orsakir, sem heyra ekki und- ir einhvern þessara þriggja aðalflokka, koma fyrir, en eru miklum mun fátíðari. Þeir ofdrykkjumenn, sem eru taugaveiklaðir eða þung- lyndir að eðlisfari, leita sér lækninga og huggunar í áfeng- isnautninni gegn þessum sjúkdómum. Þessi hópur manna er sennilega nokkuð stærri á Norðurlöndum, í Englandi og í hinum vestræna heimi, en í öðrum löndum, og hafa sumir höfundar hneigzt til þess um of að einblína á þessar orsakir. Taugaveiklunin lýsir sér aðallega sem truflun á tilfinningalífinu og starfsemi ósjálfráða taugakerfisins, en þetta er mjög háð hvað öðru. Ber oft mikið á einu eða fleiri eftirfarandi sjúkdómseinkennum: kvíða, hræðslu, eirð-

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.