Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 3

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 3
EINING 3 SUMARMÁL Ritstjórn blaósiZunnar: Guðmundur I>érarinsson og Einar Hannesson. Cjatl'ul-íLt ásu ! Ungtemplarasíðan vill óska öllum félögum sinum gæfu og gengis á nýja árinu. — Við vonum að þetta ár færi okkur marga sigra og marga félaga að starfið verði heiilaríkt og ánægjulegt. Þess er ekki að dyljast, að oft hefur verið og er þungt fyrir fæti. Bindindi er jafnvel talið ofstæki og það þrátt fyrir þau mörgu voðaslys, sem af á- fenginu hafa hlotizt. Tíðarandinn er okkur mótsnúinn og vill ekki muna hið gamla spakmæli: „Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gæt að þér“. Eigi að síður hafa sannindi þessa máltækis ekki þverrað. Skemmtihald okkar og þá ekki sízt margar útiskemmtanirnar setja ljótan blett á menningu okkar. — Einmitt á því sviði er eitt stærsta verk- efni „íslenzkra ungtemplara“. Stefna okkar hlýtur að verða sú, að skapa heil- brigðara og prúðmannlegra skemmt- analíf, gleði án taumleysis, því hóf er bezt í alla'n máta. Mörg félagsleg verkefni blasa við okkur á nýja árinu. Við þurfum að hressa upp á félagsstarfið. Fá hina ungu félaga til að vera virkir. Leik- starf, dægi-advalir, tómstundaiðkanir. ferðalög og margt fleira er vel fallið til að byggja upp félagsstarfið. Þá má og minna á Jaðar, sem tengja þarf sem mest sumarstarfinu. Hvar er kjörnara að eyða nokkrum frístundum og hafa hvíidarstundir, sinna útilífi og íþrótt- um. Staðurinn er friðsæll og heillandi og hefur upp á margt að bjóða. Áhugamálin eru mörg, en starfið hlýtur að byggjast mikið á okkar eigin dugnaði og þeim fjárhagslega stuðningi og velvilja. sem okkur er sýndur. ,Með ósk um að starf okkar verði árangursríkt í að skapa heilbrigða, þróttmikla, starfsfúsa og víðsýna æsku ljúkum við þessu nýársrabbi. Mót norrænna ungtemplara Fjórtánda mót Norrænna nngtemplara verður haldið í KoJding í Danmörku dagana 7. til 11. júlí í sumar. Mót af þessu lagi eru þriðja livert ár og til skiptis í þjóðlönd- um Norðurlanda. Seinasta mót var haldið í Finnlandi árið 1960 og tóku tveir fulltrúar frá Islenzkum ungtempiurum þait í þvi móti. Norræna ungtemplarasambandið efnir til mótsins í Kolding, en Danskir ungtemplar- ar bera hita og þunga undirbúningsins i Kolding. íslenzkir ungtemplarar eru unt þessar mundir að hefja undirbúning að þátttöku í mótinu. Væri ánægjulegt, ef að álitlegur hópur sækti mótið héðan að þessu sinni. Góð fundarmenning Til þess að skapa góða fundarmenningu, e,r nauðsynlegt að tryggja það, að erindi eða umræður verði ekki langdregnar. Er æski- legt að stjórn eða nfendir hafi undirbúið sem bezt þessa hluti. Þá er nauðsynlegt að sá, sem stjórnar fundi, sé röskur og ákveð- inn, og að fundarefni sé fjölbreytt og gott. Ákjósanlegt er, að á hverjum fundi taki umræður ekki lengri tíma en eina klukkn- stund og annarri klukkustund sé varið ti) annars efnis. Mikilsvirði er, að nefndir vinni sem bezt, sérstaklega nefnd sú, sem ákveður fundarefni; skemmti- og fræðsluat- riði fundanna. Alþjódlegar tjaldbúón Mið-Evrópusamband ungtemplara tilkynn- ir, að alþjóðlegar æskulýðstjaldbúðir verðt í St. Servan, sem er í nágrenni St. Malo i Frakklandi, dagana 26. ágúst tii 2. septcm- ber n. k. Boðið er þangað ungtemplurum livaðanæva úr lieiminum. jham œóla Horfðu fram æska og líttu á daginn í dag, há dulúðgu tímans hrönn, sem um fætur þér streymir. Á uppljómuð stræti, á þysmikinn þjóðarbrag, á þúsundir tækja, á allt sem að lærdóm geymir. Hér er þin fátæka þjóð, sem í þúsund ár, þraukaði soltin við Inafísa, eldgos og fár. Þjóð, sem að nú í gullæði dagsins sér gleymir. Björt hafa ævintýr gerzt, það er gleði vors dags, gluggarnir, skipin og strætin því vitni bera. Öldin er gjöful, en horfir þá allt til hags, jú, hér er sótt fram og þarflegt er margt að gera. Og þó máttu ekki ærast af gullsins glit, né ganga af hofmóði tendruð á Bakkusar vit, þá fölnar sú gyliing er sýnist svo seiðandi vera. Hvað skal vor menning. Er hamingju þá ei hætt, ef hvarflar frá inanndóms og drengskapm björtum leiðum? Takmarkalaust hefur fégimin um okkur flætt og fælt oss að nokkru frá sókn vorri trúmennsku og eiðum. en brátt munt þú sjálf verða að hafa hér stjórnvöl í hönd og heill okkar varðar, hve stefna þín reynist vönd, hve mikið þú átt af hugsjónum vona heiðum. Ögrandi, hlæjandi, gljástrokin gyllingin skín og gróðafíkn samtíðar hrópar með freistandi orðum. Erlendar stefnur og stórveldi kalla til þín og stórhuga þirni vilja fjötra í sínum skorðum. En vita það áttu að hugurinn fleygur og frjáls, skal forðast að láta smeygja sér snöru um háls. Og hafðu ei magann að guð þó að gott sé á borðum. Horfðu fram æska um heiðríkju víðsýnið bjart og hræðstu ekki að ganga á brattasta tindinn. Þvi þaðan er fegurst að líta á landsins skart, þar Ijómar skærust og tignust fjallkonumyndin. Frá fjallsbrún að strönd við sæ og við blómlega byggð. skal bundið þitt framtak, kugsjón, ástúð og tryggð. Það á að vera þér Ijúfasta svalalindin. G. Þ.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.