Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 11

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 11
EINING 11 ari, Sigurgeir Albertsson, trésmíðameistari, Óskar Pétursson, verkstjóri, Valdimar Örnólfsson, menntaskólakennari. Endurskoðendur: Helgi Tryggvason, kennari, Ingimar Jóhannesson, fulltrúi. Þessir fulltrúar sátu þingið: Frá Áfengisvarnaráði: Frú Guðlaug Narfadóttir. „ Áfengisvarnanefnd kvenna: Frú Sesselja Konráðsdóttir, frú Fríður Guðmundsdóttir og frú Sigríður Björnsdóttir. ” Alþýðusambandi Islands: Guðgeir Jónsson. ” Bindindisfélagi kennara: Marínó L. Stefánsson, kennari, Helgi Tryggvason, kennari. ” Bindindisfélagi ökumanna: Sigurgeir Albertsson. ” Félagi menntaskólakennara: Magnús G. Jónsson, mennta- skólakennari, Valdimar Örnólfsson, menntaskólakennari. ” Hvítabandinu: Frú Jóna Erlendsdóttir og frú Þuríður Þor- valdsdóttir. ” Hjálpræðishernum á íslandi: Svava Gísladóttir og Óskar Jónsson. ” Iþróttasambandi Islands: Benedikt G. Waage og Axel Jónsson. ” Kristilegu félagi ungra kvenna: Frú Guðlaug Sverrisdóttir og frú Betsý Halldórsson. ” Kvenfélagasambandi Islands: Frú Aðalbjörg Sigurðardóttir og frú Ólöf Sigurðardóttir. ” Kvenréttindafélagi Islands: Frú Jakobína Mathiesen og frú Lára Sigurbjörnsdóttir. ” Landssambandi framhaldsskólakennara: Jón Sætran, kenn- ari og Frank Halldrósson, kennari. ” Landssambandi KFUM: Helgi Elíasson. ” Náttúrulækningafélagi Islands: Árni Ásbjarnarson. ” Prestafélagi Islands: Björn Magnússon, prófessor. ” Sambandi bindindisfélaga í skólum: Róbert Jónsson. „ S. D. Aðventistum á Islandi: Jón H. Jónsson, kennari. ” Stórstúku Islands: Benedikt S. Bjarklind, stórtemplar, Ind- riði Indriðason, rithöfundur. Auk þessara fulltrúa sátu þingið þrír frá Áfengisvarnaráði: Séra Kristinn Stefánsson, áfengisvarnaráðunautur, Magnús Jóns- son, bankastjóri, Fétur Björnsson, erindreki. — Frá einstöku aðildarfélögum landsambandsins komu engir fulltrúar, og hefur ýmislegt valdið því. En þátttakan mátti heita góð alla vega. Ályktanir og tillögur þingsins voru þessar: Fimmta þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu varar al- varlega við þeirri hættu, sem stafar af aukinni áfengissölu og fjölgun áfengisveitingastaða. Einnig vekur það athygli á því, hversu áfengistízka hefur magnazt á síðustu þrem árum, þar sem nær þykir sjálfsagt, að í samkvæmum sé vín haft um hönd, hvort heldur er á vegum einstaklinga eða opinberra stofnana, og blöð, útvarp og leikhús stuðla að þessari tízku með því er þau flytja, og á það bæði við um fréttaefni blaðanna og það, sem flutt er í nafni listanna. Telur þingið þjóðina leiðast með þessu inn á stórhættulega braut, sem hefur áður komið þjóðum á kné, og er enn að leiða hnignun og margs konar ógæfu yfir ýmsar þjóðir heims. Þingið bendir á, að allar niðurstöður vísindalegra rannsókna á afleiðingum áfengisneyzlu, jafnvel í hve litlum mæli sem er, sýna að hún er skaðleg heilsu, dómgreind og ekki sízt starfs- hæfni manna og viðbragðsflýti, er einkum veldur slysum og tjóni við stjórn og meðferð véla og ökutækja. Telur þingið í þessu sambandi sérstaka ástæðu til að benda á ískyggilega fjölg- un ölvunarbrota við akstur, og hina miklu fjölgun ökuslysa, sem eiga að miklum hluta rót sína að rekja til áfengisneyzlu. Þingið vekur athygli á því, að þessi þróun í áfengismálunum hlýtur að leiða til þess, að tala áfengissjúklinga fer ört vaxandið og því ber nauðsyn til þess, að styrkja þær stofnanir, er vinna að lækningu og gæzlu áfengissjúkra manna, bæði karla og kvenna. Telur þingið í því sambandi mikilvægt starf Bláa bands- ins, svo og þeirra hæla fyrir áfengissjúklinga, er rekin eru af opinberri hálfu. Heitir þingið á ríkisvaldið að efla þá starfsemi enn meir, sbr. ákvæði áfengislaga um áfengisvarnir. Þingið vill þó leggja enn ríkari áherzlu á það, að efla enn meir þá þætti áfengisvarna, er miða að því að sporna gegn neyzlu áfengra drykkja. Heitir þingið á Alþingi og ríkisstjórn að efla starf áfengisvarnaráðs og áfengisvarnanefnda, m. a. með því að leggja áfengisvarnaráði til aukið starfsfé, svo unnt verði að ráða a. m. k. einn erindreka að auki til starfa á vegum þess, er einkum geti gefið sig að því að leiðbeina ungu fólki um holla tómstundaiðju og skemmtanir, þar sem áfengisneyzla sé úti- lokuð. Þakkar þingið allt það, sem þegar hefur verið unnið að þeim málum, bæði af bæjarfélögum, kirkjunni, góðtemplara- reglunni KFUM og K, skátafélögum og öðrum þeim, er þeim mál- um hafa sýnt skilning og aðstoð. Þingið telur ennfremur sérstaka ástæðu til þess, að efla og styrkja meir en verið hefur starfsemi allra þeirra félaga, er starfa að bindindismálum, jafnframt sem það þakkar stuðning áfengisvarnanefnda og áfengisvarnaráðs og annarra þeirra fé- lagasamtaka, sem með þátttöku sinni í Landssambandinu gegn áfengisbölinu og á annan hátt hafa stutt að framgangi bindind- ismálsins. Vill þingið undirstrika nauðsyn þess, að öll frjáls sam- tök um eflingu bindindis hljóti ríflega aukinn styrk til starf- semi sinnar, bæði með hækkun á framlagi samkvæmt ákvörðun áfengisvarnaráðs og á hinu beina framlagi ríkissjóðs til Stór- stúku íslands. Þingið hvetur til aukinnar áherzlu á fræðslu um skaðsemi áfengis og lýsir þakklæti fyrir framtak Stórstúku íslands og bréfaskóla SÍS um námskeið í þeim fræðum, og væntir þess að þau fræðslubréf, sem gefin verða út í því sambandi, verði tekin til notkunar í skólum landsins, og í öllu fullnægt kröfum fræðslu- laga og áfengislaga um kennslu í þeirri grein. Þingið þakkar starf tryggingafélags bindindismanna, Á- byrgðar, og telur það geta orðið til mikils styrks bindindis- málinu. Skorar það á alla bindindismenn að láta það njóta við- skipta sinna, og efla með því þann þátt í starfsemi bindindis- manna. Þingið skorar á alla góða menn, konur og karla að ljá lið málstað bindindisins með eigin fordæmi og góðum orðum, og stuðla að sínu leyti eftir megni að útrýmingu alls þess böls, er af áfengisneyzlu leiðir. Fimmta þing Landssambandsins gegn áfengisbölinu mælir fastlega gegn því, að vínveitingatími vínveitingahúsanna verði lengdur frá því sem nú er, hvort heldur er með því að lengja veitingatímann á hverju kvöldi, þegar vínveitingar eru leyfðar, eða með því að leyfa vínveitingar á miðvikudagskvöldum. Þingið þakkar framtak bæjarstjórnar Akureyrarkaupstaðar um það, að lokað var útsölu áfengisverzlunarinnar á staðnum með- an minnzt var 100 ára afmælis Akureyrarbæjar, og að engar vín- veitingar voru hafðar um hönd í sambandi við þessi hátíða- höld. Vill þingið benda á fordæmi Akureyrar í þessum efnum, og jafnframt að ríkissjómin hefur ekki veitt áfengi 1. janúar né 17. júní undanfarin ár, og skorar það fastlega á ríkisvald og bæjarfélög að fella niður vínveitingar í opinberum veizlum. Þingið skorar á sýslunefndir, að taka upp í lögreglusamþykkt- ir ákvæði, er takmarki mjög aðgang unglinga undir 16 ára aldri að almennum skemmtisamkomum, t. d. með því að banna þeim aðgang nema í fylgd með foreldrum sínum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.