Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 14

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 14
14 EINING A félagsbrestum aö finna bót, til friöar meö óörum aö stilla, aö brúa veraldar Vondafljót og vinna bug á því illa sé öndvegishlutverk hvers og eins, sem helgar sig rannsóknarstarfi. Án þess veröur aöeins til mæöu og meins öll miölun á lærdómsstarfi. Ljóðin, Kona, Frá Hektori í Hades, Kvæöi um Krist, eru falleg ljóð, svo að eitthvað fleira sé nefnt. En ekki mun það þykja kurteist að end- urprenta hér um of ríflegan skerf ljóðanna. Vona ég þó að fyrirgefið verði, þótt bætt sé enn við einu ljóð- inu. Það heitir, Fjórtán ára stúlka. Dreymandi sól og sumartíö, sveimandi firnindin blá og víö, baöandi öll í logalind, laðandi sál á efsta tind, efandi þaö, sem sælast sá, sefandi geig og dulda þrá, harmurinn sár í brjósti býr, barmurinn þó svo undur hlýr Syngjcmdi margan yndisóö, yngjandi kólnaö hjartablóö, vegandi hvorki tál né tign, tregandi bernskuvötnin lygn, skoöandi himins björtu brú, boöandi nýja sælutrú, flögrandi létt sem ástin ung, ögrandi líkt og báran þung. Glitandi bjartri rööulbrún, ritandi geislvm fööurtún, viljandi engum eykur þraut, yljandi heims á kaldri bra.it, blikandi kyndir hjartcms hyr, hikandi þó viö gleöidyr, breytandi leik sem lengst og innst, leitandi þess, er hvergi finnst. Fagnandi mær svo mild og heiö, magnandi lífsins dýra seiö, örvandi drengja hetjuhug, hörfandi þó meö lítinn dug, knýjandi fast á frelsishöll, flýjandi gæfuhnoöin öll, iöandi, broshýr, björt og glæst, biöjandi þess, sem aldrei fæst. Lífinu gefur hún von og vídd. Vífinu shulu til heiöurs prýdd ómandi hús og hallargöng, hljómandi loft meö gleöisöng; seiðandi Ijúfan yl úr ís, eyöandi myrkri vorsins dís, Aðdragandi jóla Sjálfsagt hefur þessi aðdragandi misjöfn áhrif á okkur öll. Sumt er þar næsta furðulegt, eins og t. d. stór- flóð hins prentaða máls. Ekki skal hér amast við blessuðum bókunum, þótt hófsemi sé þar lítil, en svo er það öll blaðadyngjan. Einum smælingja, eins og undirrituðum, blöskrar bunkinn hjá sér og nlýtur hann þó að vera drjúg- um stærri hjá mörgum. Hvað svo þegar þetta er allt lagt saman hjá öllum landsmönnum? Hvílík feikn! óhugnan- leg pappírseyðsla, og mikill hluti þess auglýsingar, að miklu leyti gagnslaus- ar auglýsingar, og stundum margar greinar um sömu bókina. Fyrir kemur að rit, sem er nokkrir tugir blaðsíðna, er helmingur auglýsingar eða vel það. Allt kemur þetta niður á kaupendum vörunnar, en þar virðist vandinn ekki mikill, aðeins verkfall og krafa um hærrr. kaup, en verzlun eykur dýrtíð- ina með ýmsu móti. Auðvitað eru auglýsingar sjálfsagð- ar, einnig þetta blað þiggur auglýs- ingar, en hófleysi keyrir svo fram úr hófi fyrir jólin. Hvað fær ríkisútvarp- ið fyrir klukkustundar auglýsingalest- ur eða meira á aðeins einu kvöldi? Það er sama og þrjú 20 mínútna útvarps- erindi og hvert uni sig 2400 orð, og í auglýsingunum kostar hvert orð 8—10 krónur. Hér er nefnt aðeins eitt kvöld. — Hver borgar svo brúsann? Þeir sem vöruna kaupa. Allur hlýtur þessi óstjórnlegi auglýsingakostnaður að leggjast á vöruna, sem menn eiga að geta veitt sér efir þörfum, án þess að þeir séu minntir svo ákaft á það. Um jólaleytið flytur ríkisútvarpið heiminum• glit og gull og rós, geiminum skærasta stjörnuljós. Þökk sé skáldi, sem þannig yrkir um kventöfra. Það er sem glóandi gull andspænis öllu ástarsulli og bulli sumra lausmálgu og sóðalegu rithöfundanna. Hér hefur nú verið sýnt dálítið úr bókinni, til réttlætingar lýsingu henn- ar í upphafi þessa spjalls. Með bölc þessari hefur Þóroddur Guðmundsson ekki borið neitt það á skáldaþing, sem óvirðir hina fögru list né niðuriægir tign lífsins. Þvert á móti leggur hér „glampa af glóð,“ sem lýsir og yljar. Pétur Sigurösson. alltaf ýmislegt gott, eins og reyndar alltaf, þegar ruslið er vinsað frá, en mjög er sumt af því misjafnlega áheyri- legt. T. d. naut ég þess að heyra Pál Sergþórsson lesa eitt kvöldið jólaljóð. en að láta sumar leikkonurnar lesa ís- lenzk ljóð, er hrein hörmung, til þess eru þær víst alltof lærðar, lesturinn verður of uppgerðarlegui', en slíkt hæf- ir ekki íslenzkri ljóðagerð. Sá lestur á að vera látlaus. Ég gleymi aldrei þvi fyrirbæri, að fyrir mörgum árum heyrði ég mann lesa í útvarpið langt og mikið kvæði. Ég hefði viljað borga fyrir að heyra manninn lesa það aftur svo vel var það gert, en viti menn, svo sigldi maðurinn til að fullnuma sig í upplestri, og þegar hann kom aftur, var ekkert varið í upplestur hans. Þá er það óskemmtilegt við aðdrag- anda jólanna, að heyra í útvarpinu all- ar síðustu vikurnar fyrir jólin, marg- endurteknar áskoranir til manna, að greiða opinber gjöld sín. Á hvað benda þessar erfiðu mnheimtur? Fátækt eða menningarskort? Ef einhverjir eru svo fátækir að þeir geta ekki greitt þessi gjöld, ættu þeir vissulega að ver laus- ir við þau, en svo allir hinir, sem þarf að sarga við og hafa í hótunum við ? Sennilega er megnið af þeim tekjuhærri menn, en sumir þeirra, sem árlega greiða gjöld sín möglunarlaust og án allra áskorana, og þá er það þeim van- virða að bregðast skyldunni við þjóð- félagið, sem býr vel að þeim að flestu leyti. Einnig er ömurlegt að heyra í útvarp- inu dag eftir dag fyrir jólin áminning- ar til manna um „þurfandi og bág- sta.clda“ í höfuðstað velferðar-ríkisins, þar sem mikill fjöldi manna lifir næst- um kóngalífi, fyllir alla skemmtistaði, bíó, leikhús, sönghallir og veitingahús oft í viku hverri, reisir sér konung- legar hallir og lætur næstum allt eftir sér, eyðir hundruðum milljóna króna í áfengis- og tóbakskaup og fyrir annan munað, og lifir óhófslífi yfirleitt. Eitchvað meira en lítið er bogið við þjóðskipulagið og eftirlitið með líðan manna í höfuðstað velferðarríkisins, ef innan um allar lystisemdirnar og íburðinn þar þurfa að hírast bágstaddar fjölskyldur. Ef til vill er þetta ofvaxið mínum skilningi, en hverjar eru þá hinar rétt- lætanlegu afsakanir og hinu gildu rök varðandi slíkt? P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.