Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 7

Eining - 01.01.1963, Blaðsíða 7
EINING 7 í endurcninningum sínum minnist Sigfús Blöndal oft á templara. Hann minnist einnig á hús þeirra í Hafnar- firði, þótt lítið sé. Hann segir á bls. 69: „Á hverju sumri fórum við börnin með foreldrum okkar nokkurra daga skemmtiferð til Hafnarfjarðar og Bessastaða, — samt held ég ekki að við höfum farið þangað tvö fyrstu sumrin, sem við bjuggum í Reykja- vík, 1885 mun hafa verið fyrsta sum- arið. Þá var nefnilega Magnús móður- bróðir minn setztur að í Hafnarfirði sem timburmeistari og húsasmiður. Hann var þá fyrir nokkru kominn úr siglingu, hafði fullkomnað sig í smíðum erlendis, var nú giftur og í talsverðum uppgangi efnalega. Magn- ús hafði reist sér fallegt hús nálægt Hamrinum, þessum náttúrlega borg- arkastala og hallarstæði Hafnarfjarð- ar, og nokkru síðar stóð hann fyrir byggingu Góðtemplarahússins þar í grendinni, og var lengi einn af helztu mönnum þeirrar reglu.“ i=i Stúkan Frón 35 ára Hún var stofnuð 10. desember 1927, og nú bauð hún nokkrum gestum á hátíðlegan afmælisfund sinn 6. des- ember sl. Þar var gott að koma. f sér- stökum spurningaþætti, þar sem nokkrir embættismenn stúkunnar báru fram svörin, var flutt yfirlit yfir sögu og starfsemi stúkunnar. Stúkan Frón á það sameiginlegt við dugnaðarbónda, að hún grundvallar tilveru sína, eins og hann búsins, á tveim meginþáttum: Öruggri fjár- málastjórn og vinnu. Hún hefur geng- ist fyrir bindindismálafundum og mót- um, á Akranesi 30. maí 1937, í Hafnarfirði 4. apríl 1938, í Grxndavík 3. júlí 1938, í Keflavík 11. júní 1939, á Strönd á Rangárvöllum 2. júlí 1939, í Keflavík 14. sept. 1952, og upphafið átti hún að Þingvallar- fudinum 14. og 15. ágúst 1937. Fleira mætti auðvitað nefna. T.d. var hún fyrsta stúka landsins, sem fékk útvarpað stúkufundi. í stúkuna hafa innritast og vígst 1036 félagar frá upphafi. Nú eru þeir 110, sá elzti 78 ára, en sá yngsti 19 ára. Alls hafa fundir verið 835. Og þá eru það fjármálin. I lok þessa árs eru sjóðir stúkunnar Fróns þess- ir: Stúkusjóður kr. 94,200,00. Fræðslu og skemmtanasjóður kr. 22,500,00, úr honum er varið fé til fræðslu og menningarauka á fundum stúkunnar o. fl. Þriðji er styrktarsjóðurinn, kr. 297,500,00, úr honum má veita fé til þess að styrkja og gleðja félaga stúk- unnar, einkum sjúka eða fátæka, og til að styrkja félaga til dvalar áhvíld- ar- eða hressingarheimili. Einnig til ýmiss konar náms og eflingar félags- lífi og bindindisstarfsemi. Síðastliðin 8 ár hefur stúkan boðið til sín árlega á skemmtifund blindu og sjóndöpru fólki úr borginni, en allt hið venjulega starf verður ekki talið. Áreiðanlega eru konur þessara Frónsbúa meðal beztu félaga stúkunn- ar, ko,m rausn þeirra glögglega í ljós, er til veitinganna kom á afmælis- fundinum. Þar var rausnarlega fram- borið. Allt slíkt er jafnan verk fórn- fúsra handa, nauðsynlegt og mikils- virði til að hressa upp á hversdags- leika daganna. Blessist þú og þitt starf, st. Frón, um komandi ár. -X~ Nokkrar ályktanir Bandalags kvenna 1 Reykjavík Á aðalfundi Bandalags kvenna í Reykjavík dagana 12. og 13. nóv. 1962 voru samþykktar ýmsar markverðar til- lögur og ályktanir. Um áfengismál þessar: Fundurinn skorar á dómsmálaráð- herra, að láta ekki að vilja veitinga- manna um það að lengja vínveitinga- tímann um klukkustund og leggja nið- ur hinn svonefnda þurra dag, eins og veitingamenn vilja. Telur fundurinn, af fenginni reynslu, að slík breyting muni aðeins auka drykkjuskapinn og þau vandræði, sem honum fylgja, og draga úr starfsgetu manna. Auk þess virðist ekki til mikils mælst, að þeir, sem ekki neyta áfengis, fái einn dag í viku, aðgang að vínlausum veitinga- húsum. Vegna þráláts orðróms, skorar fund- urinn á forstjóra áfengisverzlunar rík- isins, að ganga ríkt eftir því við starfs- fólk verzlunarinnar, að það selji ekki áfengi öðrum en þeim, sem samkvæmt 16 gr. áfengislaganna hafa rétt til þess að kaupa það. Beinir fundurinn því til forstjórans, að hafa nefnda lagagrein á áberandi stað í vínbúðum, svo að bæði starfsfólk og kaupendur sjái hvað eru lög, og hverjum má selja áfengi. Fundurinn ítrekar enn einu sinni margítrekaðar samþykktir sínar til Al- þingis, ríkisstjórnar og borgarstjórnar um það að veita ekki áfengi í opinber- um veizlum. Telur fundurinn, að slík ákvörðun mundi hafa hin heppilegustu áhrif á skemmtanalíf þjóðarinnar, því að enn í dag er í gildi málshátturinn gamli: „Hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. Fundurinn vill víta þær framkvæmd- ir, að staðsetja áfengisverzlanir í sam- býlishúsum, samanber áfengissöluna að Laugarásvegi 1. Telur fundurinn furðu- legt, að eindregin mótmæli fólksins í næsta nágrenni, hafi ekki verið tekin til greina. Er þó augljóst, að staðsetning vínsölu við hlið mjólkur- og matvöru- verzlana hlýtur að teljast í hæsta máta óviðfeldin". Hér skal svo aðeins minnt á tillög- ur fundarins um eftirlit með útivist barna á kvöldum. Á slíku er full þörf. Ekki nægir að semja lög um eitt og annað og alls konar eftirlit. Lögum og reglum verður að framfylgja. Þá er tillaga um hinar illræmdu og margumtöluðu „sjoppur“, varðandi lok- unartíma þeirra á kvöldum og fl. varð- andi þær Til dæmis, að sjoppum í námunda við barna- og gagnfræða- skóla verði tafarlaust lokað. Allmargar tillögur um tryggingamál, um skóhi- heimili handa stúlkum, sem illa eru á vegi staddar, skólamál, heilbrigðismál, verðlags- og verzlunarmál, minnzt þar m. a. á hreinlæti í matvörubúðum, er þar sjálfsagt einnig átt við brauðbúðir. Því miður er oft litið svo á, að tillög- ur þinga ýmissa félagasamtaka orki ekki miklu, en þær sýna þó alltaf vak- andi áhuga fjölda manns á ýmsum vel- ferðarmálum þjóðarinnar, og alltaf læt ur eitthvað undan síga í slíkri sókn. □ ^Liíninaáíe infyóleyái Hinn útvalda flokk hef ég aldrei þekkt og enga stjórn, sem er réttlætið sjálft Allar bera þær sína sekt og siðferði þjóða er minna en hálft. Skilningi mínum það ofvaxið er, hve illa margt hjá þeim stjómendum fer Og eitt er í dæminu ennþá til: hins alvalda stjórn ekki heldur ég skil. Svo skammt nær á öllu skilningur minn, en skilningur ef til vill meiri er þinn. P. S.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.