Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 1

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 1
26. árg. Reykjavík júlí—ágúst 1968 7.-8. tbl. Tilveni' undrið „Nemið staðar," segir spámaðurinn, og meira: „litist um.“ Og enn meira er okkur ætlað, ekki aðeins að nema staðar og litast um, heldur einnig að hugsa. Þreyttur lagðist ég, gamall maður, á legubekkinn í stofu minni og beindi sjónum mínum að afsteypu af litlu og mjög fríðu barnsandliti. Listaverkið hangir á veggnum yfir bekknum. Litli drengurinn sefur vært og yfir þessu fríða andliti hvílir slík undursamleg ró, að hún fyllir huga minn rósemd, og þægilegar hugsanir sækja á. Ég fer að hugleiða tilveru-undrið mikla, t. d. komu barnsins í heiminn. Það leiðir hugann að mörgu öðru, gróðr- armættinum, blómunum og allri þeirri dýrð, en einnig að hreiðri fuglsins. Þar staðnæmist ég og horfi á eggið í hi'eiðr- inu. Það virðist vera dauður hlutur, en allt í einu rifnar skurnið og agnarsmátt höfuð kemur í ljós, og svo fullskapaður fuglsungi, lítil lífvera, sem nýtur góðr- ar umhyggju foreldra. Frá hreiðrinu hvarflar hugurinn að vöggu nýfædda barnsins. Ósköp er þessi mannvera lítil, en þó fullskapaður mannslíkami, undursamlegur í allri gerð. Sé hann grandskoðaður, hver smáögn og öll hans gerð, er þar ekki um að ræða neitt smáræðisfurðuverk. Fyrir fáum mánuðum var ekkert af þessu stórkostlega meistaraverki til orðið. Á þessu stutta tímabili gerði sköpunar- máttur lífsins þessa litlu mannveru í allri sinni geysilegu fjölbreytni og eðlis- gerð, í móðurlífi. Og þessa fullgerðu, litlu mannveru gat konan fætt af sér. Ef við aðeins nemum staðar, litumst um og hugsum, er þá unnt að komast hjá því að lúta lotningarfyllst tilveru-undr- inu mikla? Vilji menn kalla þenna sköpunarmátt lífsins eitthvað annað en Guð, þá er þeim það frjálst, en er það ekki heilsustyrkjandi og hugsvalandi, að höndla í vitund sinni þenna eilífa og alls staðar nærverandi lífskraft sem sinn himneska föður? Mundi ekki líf manna á jörðu verða friðsamara og léttbærara,, ef allir lytu lotningarfyllst þessu tilveru-undri. Til þess þarf aðeins heppilega hugs- un. Pétur SigurSsson. Hii) eilifa undur Beint á móti glugga skrifstofu minn- ar er umfangsmikil og allhá birkihrísla. Allan veturinn hefur vindurinn hrist blaðlausar og naktar greinar hennar. Líkja mætti henni næstum við hold- lausa beinagrind, sem aðeins væri til greftrunar hæf, en svo varð skyndileg breyting, er norðurhvel jarðar hafði á ný snúið sér allrækilega til sólar. Þá tók að streyma á dularfullan hátt nýtt líf um hinar nöktu greinar hríslunnar og iðjagrænir blaðaángar birtust á öllum Framh. á bls. 2.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.