Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 3

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 3
E I N I N G 3 SUMARMÁL fíitstjórn blaösiðunnar: Guðmundur I’órarinsson og Einar Hannesson. Anægjulepr afmælisfagna5ur Frá afmælishófi ÍUT. Eins og skýrt var frá í seinasta blaði, áttu samtökin íslenzkir ungtemplarar 10 ára afmæli á Sumardaginn fyrsta. Þá voru einnig nýliðin 10 ár frá stofnun ungtemplarafélagsins Hrannar í Reykjavík, forustufélag lUT. Þessara tímamóta var minnzt með afmælisfagn- aði lUT í Templarahöllinni á Sumar- daginn fyrsta og Hrönn fagnaði afmæl- inu á árshátíð félagsins þar á síðasta vetrardagskvöldi. Þá efndi félagið til Iþróttahátíðar að Hálogalandi laugar- dagskvöldið 27. apríl s. 1. Hingað voru komnir í heimsókn í til- efni þessara tímamóta fjórir forustu- menn ungtemplara á hinum Norður- löndunum, en þeir voru Tore Söraa, rit- ari Norræna ungtemplarasambandsins, Bent Jóhansen, formaður danskra ung- templara, Alf-Cato Gaaserud, formaður norskra ungtemplara og Lars-Erik Grubbström, formaður Sænska ung- templarasambandsins. Fluttu þeir kveðjur og árnaðaróskir íslenzkum ung- templurum og færðu góðar gjafir. Afmælishóf íslenzkra ungtemplara sóttu auk ungtemplara, Geir Hallgrims- son, borgarstjóri og flutti hann ung- templurum kveðjur og þakkir fyrir þeirra störf, og ýmsir forystumenn bindindishreyfingarinnar. Aðalræðuna flutti séra Árelíus Nielsson, fyrv. for- maður ÍUt. Auk ávarpa hinna erlendu gesta, töluðu Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar, séra Kristinn Stefáns- son, áfengisvamaráðunautur, Jóhann Björnsson, forstjóri Ábyrgðar og Guð- mundur Þórarinsson, umdæmisgæzlu- maður ungmennastarfs, sem fluttu kveðjur og árnaðaróskir. — Afmælis- hófið sóttu um 100 manns. Veizlustjóri var Gunnar Þorláksson, ritari lUT. Þrír menn voru sérstaklega heiðr- aðir fyrir störf í þágu samtakanna. Voru það séra Árelíus Nielsson og Gissur Pálsson, rafvirkjameistari, en þeir voru kjörnir heiðursfélagar ÍUT. Sune Persson, Svíþjóð, hlaut sérstaka viður- kenningu fyrir mikilvæg störf í þágu IUT fyrr á árum. Á árshátíð Hrannar var flutt bráð- skemmtileg revía, sem Karl Helgason, félagi í Hrönn hafði samið. Vakti revían mikinn fögnuð viðstaddra. Á íþrótta- hátíð Hrannar var keppt í handbolta, körfubolta og knattspyrnu. Þá sýndu þrír þekktir frjálsíþróttamenn, m. a. Jón Þ. Ólafsson, hástökk og þrístökk. Iþróttaflokkar úr Reykjavík, Kópavogi og Keflavík tóku þátt í íþróttahátíðinni. Þess má geta í þessu sambandi að íþróttamenn Hrannar munu taka þátt í 3. deildar keppni í knattspyrnu í sum- ar. Norrænu f/estirnir taliS frá v.: Lars-Erik Grubbström, Tore Söraa, Alf-Cato Gaaserud og Bent Johansen.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.