Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 13

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 13
EINING 13 Raddir œskumanna Góðtemplarar á Siglufirði gefa stöku- sinnum út blaðið Reginn. í blaðinu 1. febr. 1968 eru birtir stílar eftir 8 unglinga úr 12. bekk barnaskólans. Stílarnir eru um áfengis- og tóbaksneyzlu. Viðurkenning er veitt fyr- ir þá beztu. Það er Áfengisvarnanefnd Siglufjarðar, sem árlega gengst fyrir því að unglingarnir skrifa þessa stíla. Tveir af þeim fara hér á eftir. Áfengi og tóbak. Áfengis og tóbaks ætti enginn að neyta, hvorki ungir né gamlir. En því miður gera það nú samt alltof margir. Það vantar ekki að um það sé talað hvað það sé óhollt og dýrt, t. d. að reykja, en því í ósköpunum hættir þá ekki fullorðna fólkið fyrst, og talar svo um fyrir bömun- um, svo að þau sjái, að því sé alvara. Mjög mikið hefur verið rætt og ritað um það, hvað það sé skaðlegt að reykja, því að í tóbakinu er nikótín, sem er slæmt eitur, og getur valdið bæði krabbameini og krans- æðastíflu, fyrir nú utan það hvað það er mikil peningaeyðsla. Maður sem reykir einn pakka á dag, eyðir um 10 þúsund krónum á ári í reykingar, og drekki hann svo áfengi líka, þá eru þetta miklir peningar, sem eytt er frá heimilunum. Mér finnst þó enn ljót- ara að menn drekki, því þá slaga þeir og ráða þá oft ekki við sjálfa sig, segja og gera allt annað en þeir hefðu gert ófullir. Hugsið ykkur alla þá glæpi og slys, sem alltaf er verið að segja frá í blöðum og út- varpi, svo að segja daglega. Flestir glæp- irnir eru framdir undir áhrifum áfengis. Ég gæti trúað að margur maðurinn hugsaði til þess eftir á, hve feginn hann vildi gefa allt til að þetta hefði ekki komið fyrir. Það hlýtur líka að vera voðalegt fyrir börn þess- ara manna, að verða að upplifa það, að pabbi þeirra verði einhverjum að bana í ölæði. Annars er ég bara hissa á því, að þeir sem ráða mestu yfir þjóðinni skuli leyfa að flytja áfengið, þennan útlenda óþverra, inn í landið. Óttar Bjarkan Bjamason. -X -X -K Reglusemi. Við erum nú kom- in á þann aldur, að við erum farin að skilja fullkomlega hvað orðið „reglu- semi“ raunverulega þýðir. Reglusemi er til í ýmsum mynd- um, en fyrirliði allr- ar reglusemi er al- gjört bindindi á á- fengi og tóbak. Þótt við séum ennþá á æskuskeiði, höfum við samt allflest séð margt fólk, sem neytir bæði áfengis og tóbaks. Ýmsir unglingar hugsa sem svo: ja, það getur ekki verið svo hættulegt að reykja sígarettur. Ég ætla alls ekki að venja mig á reykingar, en hvað verður: Fyrr en varir eru eiturefni tóbaksins búin að ná valdi á líkama þínum, og þá er erfiðara að spyrna við fótum. Svipaða sögu er að segja um áfengið. Þessi glæri vökvi, sem við sjáum í skrautlegum glerumbúðum, virðist vera ósköp saklaus, en í rauninni er hann dul- búinn óvættur, sem getur breytt góðum og heiðarlegum manni í villtasta dýr. Það er ekki ætlun neins, sem neytir fyrsta sopans, að láta þennan grímuklædda gest stjórna orðum sínum og athöfnum, en því miður fer leikurinn oft þannig. Við höfum svo oft heyrt um alls konar afbrot og slysfarir, sem rekja má til áfeng- isneyzlu. Við skulum byrja nógu ung að vinna fyrir bindindishugsjónina, þá mun önnur reglusemi koma á eftir. Hér á Siglufirði er og hefur verið starf- andi barnastúka um fjölda ára, undir leið- sögn mjög dugandi manna. Þessu göfuga málefni eigum við ungmennin að ljá okkar lið eftir þroska og getu, og reyna að hjálpa til að skilja tilgang bindindisstarfsins. Sigurborg J. Hilmarsdóttir. AÐFINNSLLR Margir amast við aðfinnslum og kalla þær nöldur. Að ræða og rita um skugga- hliðar mannlífsins er ekkert eftirsókn- arvert, miklu ánægjulegra er, að láta hugann dvelja við björtu hliðina, og það er jafnvel heilsusamlegra, en hvað svo um ábyrgðina? Páll postuli ritaði samherja sínum, Tímóteusi, áþessa leið: „Prédika þú orð- ið, gef þig að því í tíma og ótíma; vanda um, ávíta, áminn með öllu langlyndi og fræðslu. Því að þann tíma mun að bera, er menn þola ekki hina heilnæmu kenn- ingu, heldur kitlar þá á eyrunum og þeir munu hópa að sér kennurum eftir eigin fýsnum sínum, og þeir munu snúa eyrum sínum burt frá sannleikanum, og snúa sér að ævintýrum.“ Áfengissýkin versti sjúk- dómurinn segir skóldið Halldór Kiljan Laxness. Norska bindindismannablaðið Folket birtir í síðasta áramótaheftinu mynd af skáldinu og kafla um bók hans, nýút- komna í Svíþjóð, er þar heiti Hemma pd Island. „Þar er margt vel sagt,“ segir í greinarstúf þessum. Á Islandi sé ara- grúi af skáldum. Þar hafi menn ritað bækur tvö hundruð árum áður en danska ríkið varð til, og um 500 árum áður en menn í Þýzkalandi og á Norður- löndum vissu hvernig bók leit út, hafi verið sægur af skáldum á íslandi. Mikið komi nú út þar af lélegum og illa gerð- um bókum, prófarkalestur vanræktur, tungan vanhelguð og málið gert fátæk- legt. Þegar skáldið minnist á fæði á Is- landi, segir hann að þar fáist ekki góður ostur, en harðorðastur er hann um áfengissýkina, hún sé verst allra sjúk- dóma, „sjálfvalin sjálfsmorðstilraun.“ Fleiri merkir menn hafa sagt hið sama. Þökk sé þeim öllum. Spámaðurinn Esekíel segist hafa fengið svofellda fyrirskipun frá Guði: „Manns-son, ég hef skipað þig varð- mann yfir Israelsmenn. Þegar þú heyr- ir orð af mínum munni, skalt þú vara þá við í mínu nafni. Ef ég segi við hinn óguðlega: Þú skalt deyja! og þú varar hann ekki við og segir ekkert, til þess að vara hinn óguðlega við óguðlegri breytni hans, til þess að bjarga lífi hans, þá mun hinn óguðlegi að vísu deyja fyrir misgjörð sína, en blóð hans mun ég krefja af þinni hendi.“ Það hefur aldrei verið létt verk, sem vandlæturum hefur verið fengið að vinna. Skáldin slá oft á sama streng og spámenn og postular. Einar Benedikts- son kveður: „Hver illgresi banvænu biður hlíf, hann bælir og traðkar í eyði. Sé drepinu hlúð, visnar heilbrigt líf, og hefndin grær á þess leiði.“ Margt og mikið skaðlegt, jafnvel „ban- vænt“ er umborið, og uppskeran líka oft hörmuleg, — ófagur gróður á „leiði“ hins heilbrigða lífs.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.