Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 12
12
E I N I N (\
Hér eru vitnin
Nóbelsverðlaunaskáldið Halldór Kilj-
an Laxness hefur sagt, að áfengissýkin
sé verst allra sjúkdóma, „sjálfvalin
sjálfsmorðstilraun."
Hvað eftir annað hafa prestar látið
þau orð falla í útvarpsræðum, að áfeng-
isdrykkjan væri hið allramesta böl þjóð-
arinnar. Prestar komast oftast ekki hjá
því, að kynnast þessu allverulega.
Janúarhefti Kirkjuritsins 1968 birti
erindi eftir Laufeyju Sigurðardóttur frá
Torfufelli, sem hún flutti í Akureyrar-
kirkju 9. marz 1967. Þar er vitnisburð-
ur hennar um slysa- og glæpavaldinn
mikla. Meðal a. o. segir frúin:
„Á árinu sem leið var selt vín (áfeng-
ir drykkir) fyrir 525 milljónir.
Með hvaða tölu skyldi þurfa að marg-
falda þá upphæð ef öll kurl kæmu til
grafar, allar þær veigar er komu til
landsins eftir öðrum leiðum? Eigi veit
ég hvað sá reikningur yrði hár, en hitt
er víst, að enginn reikningsheili getur
reiknað allt það tjón, sem af drykkju
leiddi á liðnu ári.
öll slysin og óhöppin, mannslífin,
heimilisbölið, liarmana oy tárin, slíkt
verður aldrei metið, tjónið er stærra en
svo.
Það er þyngra en tárum taki, en
þetta verðum við að horfast í augu við,
og taka afstöðu til, bæði þú oy ég.
Sá Guð er skóp oss ábyrgð vits og vilja.
Hann virðir trúarþor að sanna og skilja.
Og trúin á Guð er eina bjargráðið.
Kirkjan á enn sem fyrr sterka menn og
sanntrúaða er vísa veg trúar og siðgæð-
is, en eigum við ekki öll að hjálpa til að
skapa svo sterkt almenningsálit gegn
þessum voða, að þjóðin nái réttum átt-
um á Stórasandi ógæfunnar?“
Góður vitnisburður. — Þannig mæla
heilbrigðar sálir, sem lifa ekki með
„kalið blóð.“ — Öll eigum við að leggj-
ast samtaka gegn þjóðarbölinu og skað-
valdinum versta.
1 síðasta árgangi Hlínar er ágætt er-
indi eftir velmenntaða prestsfrú, Janet
Ingibergsson. Einnig hennar vitnisburð-
ur er hiklaus. Frúin mælir á þessa leið:
„Ég álít það (áfengið) vera mesta
böl þessarar kynslóðar. Hvaða afbrot
heyrum við um, svo að ekki sé minnst
á áfengi í því sambandi?“
Morðum hefur fjölgað á hinum síðari
árum hjá okkar fámennu þjóð. Hefur
ekki oftast eða alltaf áfengispúkinn ver-
ið þar með í verki ?
Mörg og merk eru vitnin um allan
heim, sem vitnað hafa gegn hinum
margseka glæpavaldi, en þótt þau séu
tugir þúsunda eða hundruð þúsunda, þá
daufheyrist menningardómstóll mann-
kynsins við öllum þeim sannleiksvitn-
um. — Svartur blettur á menningunni,
eins og styrjaldirnar.
Hve lengi ætla þjóðirnar að umbera
þann skaðvald, sem flest ódæðisverkin
vinnur? Við spyrjum og spyrjum, og
hrópum út í heyrnarlausan heiminn.
-K-K -)< -K-K
Mikilvirk dyggð
Þótt í fari frækins manns
finnist ýmsir gallar,
stjórni góðvild gerðum hans,
greiðast flækjur allar.
Öll él birta um síðir
Alla tíð stenst enginn kvilli,
oft þó lengi gleði spilli.
Lubbatízku ljóti siður
leggst vonandi bráðum niður.
P. S.