Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 14

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 14
14 EINING HREINSAÐ „RÆNINGJABÆLI“ Sá kom ei í hieminn að rjúfa rétt, sem ruddi musterið forðum. sé hneykslið á staðinn heilaga sett, guð hjálpi þeim lýðum og storðum. §|^| annig kveður Einar Benediktsson í hinu stórbrotna kvæði sínu Meistari Jón. Á veggnum, rétt hjá þar, sem ég sit við ritvél mína, hangir myndskreytt dagatal, sem kirkja í Bandaríkjunum hefur gefið út. Myndin sem nú blasir við mér er af viðburðinum, þegar Krist- ur hreinsaði musterið, rak prangarana þar út með miklum myndugleika og sagði: Hús drottins á að vera bænahús, en þið hafið gert það að ræningjabæli. Þeir eru ekkert hýrir á svip karlarnir á myndinni, er þeir hrifsa til sín pen- ingapoka sína og hverfa á brott. Já, pen- ingana. Karlarnir voru þarna til að pranga og græða. Peningurinn var það þá og peningurinn er það enn, sem er undirrót allrar þeirrar svívirðu, sem verst saurgar mannheim. Vissulega ætti bústaður manna á jörðu að vera bústaður friðar og rétt- lætis, eins konar musteri guðs friðar, en háskalegir prangarar hafa gert hann að ræningjabæli. Þar hafa hreiðrað um sig hin risavöxnu hneyksli: Vopnasala og vígbúnaður, og þar af leiðandi blóðugar styrjaldir, þá áfengissala og eiturlyfja- sala, sala glæpaskáldsagna, glæpakvik- mynda, sorprita og alls konar óþverra. Svo eru á stjái heilir herskarar margvís- legra glæpamanna. „Sé hneykslið á staðinn heilaga sett, guð hjálpi þeim lýðum og storðum." Nú þyrfti Guð alls réttlætis að senda þjóðunum miklar andanshetjur, eldsálir vaxnar þeim vanda að „ryðja musterið/' Enn hrópar þörfin til himins, um að hrekja hneykslin af heilögum stað, þvo svívirðuna af ásjónu jarðar. Óglæsilegt er að lesa þau Norðurlanda- blöð, sem mest fjalla um stöðugt vax- andi eiturlyfjanotkun og hið óviðráðan- lega áfengisböl. Jafnvel gætnir læknar — yfirlæknar gerast hvað eftir annað svo stórorðir að tala um „helvíti, sem menn hefðu ekki haldið að til væri á jörðu.“ Þannig eru stórar fyrirsagnir sumra blaðagreina. Enn einn yfirlæknir talar um nauðsyn á „ofstælásfuílri her- feró“ gegn hvers konar ölvunarmeðul- um. Auðvitað blöskrar mönnum ýmis- legt sem gerist daglega. Á götu einnar stórborgar Norður- landa, missir 15 ára stúlka stjórn á sér um hábjartan dag, fær æðiskast. Rann- sókn leiðir í ljós, að tveir strákar höfðu fengið tvær kornungar stúlkur til að reykja vissa eiturtegund. Þeir fara svo með stúlkurnar í einhverja íbúð, sem þeir höfðu aðgang að. Þar er reykingun- um haldið áfram að morgni. Æðiskast 15 ára stúlkunnar kemur svo upp um allt saman. Stúlkurnar tvær og sex ung- ir menn á aldrinum 15 til 21 árs eru svo öll flutt í fangelsi um þriggja vikna tíma. I nefndri íbúð fannst eitthvað af eiturlyfjum. Þetta er aðeins eitt lítið dæmi, en nóg er af þess konar fregnum í blöðunum víðs vegar um heim, og stundum þarf ekki langt að leita. Fyrir skömmu var í einhverju blaði lýst kvöldlífi í Austur- stræti, þar sem unglingar æddu um drukknir, jafnt strákar sem stelpur nið- ur að fermingaraldri, með hróp og köll og óþverra orðbragð. Kona nókkur í dálkum Velvakanda skrifar 21. sept. sl. og segist ekki ætla að þreyta neinn á „skammalestri um blessað æskufólkið," en segir samt að „nú geti hún ekki orða bundizt," og bæt- ir við: „Ég ferðast daglega með strætis- vögnunum allan ársins hring, og á hverju hausti bregður mér jafnillilega við eftir rólegheit sumarsins, þegar skólaæskan kemur í bæinn og fyllir vagnana. . . . Nú er enginn friður leng- ur, hávaðasamir og ókurteisir krakkar og unglingar ryðjast um vagnana með frekjulátum og dónalegu orðbragði, bölva og klæmast." — Já, hver kannast ekki við þessa plágu í strætisvögnunum. Ekki eru fallegri lýsingarnar á æðis- gengnum uppþotum ungmenna í Sví- þjóð með vissum millibilum, en óþarft er að nefna aðeins unga fólkið. Lýsingin á siðferði manna víða um lönd er ekk- ert glæsileg. Stutt er síðan að sagt var hér í blaðinu frá búðaþjófnaðinum í Bandaríkjunum, sem er ekkert smáræði, og 9. sept. 1967 segir Tíminn frá svip- uðum faraldri í Svíþjóð: Stolið fyrir milljónir króna. Á síðasta ári voru gripnir í Svíþjóð hvorki meira né minna en 10 þúsund búðarþjófar, en það mun þó aðeins vera lítið brot af öllum þeim búðarþjófum, sem eru þar í landi og stela á hverju ári fyrir milljónir króna. I Epa- og Grand- vöruhúsunum einum saman var til dæm- is stolið fyrir um 10 milljónir sænskra króna á síðasta ári eða rúmlega 83 millj- ónir íslenzkra króna. 14.5% af þjófun- um, sem náðust, voru húsmæður, en í frétt um þetta efni í sænska blaðinu Ex- pressen, segir að húsmæðurnar hafi þó yfirleitt ekki verið atvinnuþjófar, að sögn öryggisþjónustu Epa og Grand. 30.2% búðarrottanna, eins og þjóf- arnir eru kallaðir, voi’U námsmenn, síð- an komu aðrar „atvinnustéttir“ með 29.2% og húsmæðurnar voru í þriðja sæti með 14.5%. Menntamenn létu held- ur ekki sitt eftir liggja og ku hafa átt til að stinga einhverju smávegis í töskur sínar í búðarferðum, en hlutfallstala þeirra var: 4.3%. Eftirlaunafólk var einnig heldur fátt, eða 5.9%. Hverjir stela svo dýrustu hlutunum? Það virðist ekki fara eftir stéttum held- ur aldri. Fólk á aldrinum 20—29 ára hnuplar dýrmætustu hlutunum, eða að meðaltali fyrir 30.56 kr. sænskar (245 kr. íslenzkar). I næsta flokki eru 30—39 ára með 24.04 kr. sænskar (195 kr. ís- lenzkar) og þá 50—59 ára með 20.63 kr. sænskar (165 kr. íslenzkar). Unglingar undir 15 ára stela venju- lega ,,aðeins“ fyrir 9.40 kr. sænskar (76 kr. ísl.), en aftur á móti eru þjófn- aðir mun tíðari í þeim aldursflokki.“ Víða er hreinsunar þörf, eða svo finnst Dwight D. Eisenhower, hinum fyrrv. fræga hershöfðingja og forseta Banda- ríkjanna, að sé í hinu mikla þjóðfélags- musteri þeirrar ágætu þjóðar. Um það ritar hann í Reader’s Digest, ágúst 1967. Vissulega viðurkennir hann mikla kosti þjóðarinnar, bæði yngri og eldri kynslóðarinnar, en sér með skörpum augum geigvænlegu sjúkdómseinkennin. Ritgerð hans heitir:

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.