Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 6

Eining - 01.07.1968, Blaðsíða 6
6 EINING ÆST OG VEGVILLT KYNSLÓÐ Seint í janúar 1968 flutti Páll V. Kolka læknir þróttmikið útvarpsspjall um daginn og veginn. Blaðið leyfir sér að birta hér nokkrar línur úr erindi læknisins: „Allmikið af ungu kynslóðinni hefur iosnað úr öllum þessum tengslum og reikar því um veglausa auðn. En mað- urinn er samkvæmt eðli sínu félagsvera og ungur utangáttalýður hefur ekki í önnur hús að venda en til jafnaldra og því er að alast upp í öllum allsnægta- þjóðfélögum ný stétt, sem er laus við öll önnur siðaboð en þau, sem hún setur sér sjálf, og þau draga annars vegar dám af frumskóginum, en hins vegar af þeim hóruhúsadaun, sem leggur af miklu af bókmenntum og kvikmyndum nútímans og eldri kynslóðin hefur gert sér að féþúfu. Djúpt í eðli mannsins er líka þörfin fyrir að ganga á vit þess dularfulla og trúin á það hefur fylgt honum frá upp- hafi vega hans. Sumar skemmtanir ungs fólks minna á ofsalegar trúarathafnir frumstæðra þjóðflokka. En þetta er ekki nóg. Það gengur yfir vestrænan heim, einkum meðal háskólafólks, óhugnanleg alda eiturnautnar, einkum hughvarfalyfsins LSD, sem sviptir manni úr sambandi við dagvitundina og skapar leiðsluástand í heimi furðulegra og stundum ógnþrung- inna drauma.“ Þá vék læknirinn að styrjöldinni í Vietnam og sagði, meðal annarra orða: „Enginn núlifandi maður hefur í seinni tíð sætt slíku aðkasti frá alls konar galdrabrennulýð innan lands og utan eins og Johnson Bandaríkjafor- seti. Hann er þó sá forseti, sem af mestri djörfung hefur beitt sér fyrir bættri almenningsfræðslu, útrýmingu heilsu- spillandi húsnæðis, auknum sjúkra- tryggingum og ellitryggingum fátækl- inga, baráttu gegn glæpahringum, að- gerðum gegn því atvinnuleysi, sem eink- um hefur bitnaðásvertingjumþarílandi og auk þess reynt að tryggja þeim aukin borgararéttindi og betri menntunar- skilyrði. Mér þykir ekki ólíklegt, að framtíðin muni vegna umbótabaráttu Johnsons í innanríkismálum skipa honum á bekk með Abraham Lincoln, sem líka varð að berjast gegn hatrammri andstöðu, og var að lokum myrtur af ofstækismanni.“ Gott var, að einhver átti kjark til að taka þannig í strenginn, sem læknirinn hefur gert með þessum orðum. o--------------------------------------0 UNDUR LÍFSINS Margt er þar og margt er hér, margt af stefnu hrekur; margt fyrir augu’ og eyru ber, sem undrun hugans vekur. Ég undrast mína ævibraut, auðnu’ og blóma-grundir, samtvinnaða sælu’ og þraut, sorg og gleðistundir. Ég undrast fjall og fossa-hreim, feikna djúpið bláa, hnatta mergð í háum geimi’ og hagablómið smáa. Ég undrast þungan eldfarstraum, ægis-báru kvika, bratta hamra, flúða-flaum, fold, er daggir blika. Ég undrast stormsins ægi-mögn, ógn er mörgum færir, eldfjallanna regin-rögn, er risabjörgin hrærir. Ég undrast fiska lagar-leið, er leika’ í straumi tærum, fugla kvik um háloft heið með hreimi undra skærum. Ég undrast klaka-harðan-hjúp, er hylur jörð um vetur, bratta fossa, f jöll og djúp er fært í dróma getur. Ég undrast hversu vorsól væn vekur allt af dvala; með skrúði blóma skikkjan græn skreytir grund og bala. Ég undrast grasa feikna fjöld, fold er klæðir alla, á sumri vefa vegleg tjöld, visna’ á hausti’ og falla. Ég undrast hversu lifnar líf af lífi’ í náttúrunni og móðurástin, — mesta hlíf, — miðlar umhyggjunni. Alvizkan í öllu skín, einum hrós skal velja. Endist varla ævin mín undrin mörgu’ að telja. Ég er um loft, um lög og svörð um lífsins undrin fræddur. En undrið mesta’ á móður Jörð, er maðurinn sálu gæddur. Á því samt mig undrar títt, orsök stærstu meina, hversu margir meta lítt hið mikla sanna, hreina. Undra margir elta hjóm, aukast vörusvikin; — oft er stundin auð og tóm eftir nautna-blikin. Undra-margir safna seim, sjá ei annað betra; — þeir ætla’ að lifa hér í heimi’ hundrað tugi vetra. Undra-margir girnast glaum, gleðina sjaldan finna; sumir meta meira draum en að magna þrótt og vinna. Undra-margir öðrum lá, allt til hneisu finna, samt er oft þeim sjálfum hjá saknæmt ekki minna. Ágirndin og öfund leið illa fylgju reiðir; annarra finnst gatan greið, grýttar eigin leiðir. Oft ég hugsa um það má, þó orsök varla finni, hve undra margföld meinin þjá menn í veröldinni. Birtast mundi betri tíð og batna heimsins gengi, ef andi Krists og boðorð blíð betri hljómgrunn fengi. Einar Sigurfinnsson (frá Iðu, f. 14. sept. 1884) Yrkisefni Góðskáldið örn Arnarson lætur ekki Odd sterka líta stórum augum á yrkis- efni nútímaskáldanna. I sjöttu rímu seg- ir hann: Skortir kyruji sköpunar skáldfyglinga nútíöar, aUtaf syngja og alls staöar um ástarsting og kvennafar. Ekki verður sagt, að ást karls og konu sé lágkúrulegt yrkisefni, og hafa góðskáld oft gert henni verðug skil, en alloft er hún samt meðhöndluð svo í skáldsagnamoði, sérstaklega nútímans, að þeim göfuga þætti manneðlisins er að lítil sæmd, en snillingar traðka tæp- ast á helgidómum.

x

Eining

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eining
https://timarit.is/publication/833

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.