Eining - 01.11.1968, Side 2

Eining - 01.11.1968, Side 2
2 EINING Mdttur tilfinningalífsins BÓKINNI íslenzkt þjóðerni, eftir 21^ Jón J. Aðils, er rætt um tilfinn- ingalífið á þessa leið: ,,Eitt af því, sem meðal annars er talið síðastliðinni öld til gildis, er það, að hún hafi tekið í sína þjónustu tvö þau sterkustu öfl, sem veröldin á til í eigu sinni: gufuna og rafmagnið (atom- orkan þá ekki komin til sögunnar). En þegar vel er að gætt, þá er þetta ekki allskostar rétt. Mannkynið hefur frá alda öðli haft enn máttugra afl til um- ráða og það eru mannlegar ástríður og tilfinningar. Þegar þær rísa í almætti sínu og knýja fram byltingar í lífi þjóð- anna, þá eru þær í verkunum þúsund sinnum sterkari en bæði rafmagnið og gufan í sameiningu. Og af öllum þessum byltingum eru þær, sem standa í sam- bandi við trúarlífið, enn æstastar og óviðráðanlegastar, af því að ástríðurn- ar brjótast þar um með mestum þunga. skáldsins, og þannig á ljós okkar að lýsa mönnunum. — Statt upp og skín þú. Þess þarfnast heimurinn. Upphaflega, þegar friðarhöfðinginn var nýfætt barn, var boðskapur jólanna þessi: „yður er í dag frelsari fæddur.“ Hann var strax nefndur frelsari mann- anna, og á engu öðru getur framtíðar- von manna um varanlegan frið og bræðralag á jörðu grundvallast en því, að mennirnir tileinki sér Kristslund- ernið. Þá verður peningahyggjan og valdagræðgin ekki framar alveldi á jörðu. Þá linnir ofbeldisaðgerðum. Þá verður réttlætið mælisnúran á breytni manna, og þá verður ekki „kærleikur- inn kaldur,“ en kaldur verður hann ávallt þar sem rangsleitni ríkir. Lund- erni Krists útilokar rangsleitni og óheiðarleik. Þess vegna grundvallast á því framtíðarvelferð mannkynsins. Upp- haflega var jólabarnið nefnt frelsari, og í fylling tímans mun Kristur reynast frelsari heimsins, þegar menn læra að feta í fótspor hans og einhvern tíma skilja þeir, að um annað er ekki að velja, vilji þeir á annað borð bjargast. Enn einu sinni dreifir jólabirtan skammdegisdrunganum. Enn einu sinni minna jólin á, að mannkyni er frelsari fæddur. Og enn á ný segjum við allir hver við annan: Gleðileg jól! Séu þessar byltingar látnar afskipta- lausar og enginn gaumur gefinn, þá vaxa þær og breiðast út þangað til að ekki verður við neitt ráðið. Sé þeim mót- spyrna veitt og leitast við að bæla þær niður, þá fer oftast svo, að þær sópa burt öllum stíflum, sprengja af sér öll bönd og breiða dauða og eyðileggingu frá sér á alla vegu. En takist með lagi að stýra þeim og stjórna, þá eru þær ómetanlegt framkvæmdaafl í höndum þeirra, sem kunna rétt með að fara. Ein af þessum nafnkunnu byltingum var siðaskiptabyltingin. Hún leiddi til upplausnar og eyðileggingar eða til framfara og farsældar, allt eftir því, hvernig henni var tekið. Þar sem hún að mestu var látin sjálfráð og afskipta- laus, gróf hún um sig í kyrrþey og breiddist út, þangað til hún var búin að kippa fótunum undan eldgömlum trúarkreddum og siðareglum og um- skapa þjóðfélagið frá innstu rótum, án þess að menn svo að segja veittu því eftirtekt. Þar sem höfðingjarnir reyndu að sporna við henni og bæla hana niður, reis hún við þeim eins og öldurót í út- sæ, óx þeim yfir höfuð og keyrði allt í kaf. En þar sem þjóðhöfðingjarnir tóku hana í sína þjónustu og beittu sér fyrir hana, hóf hún þá upp til enn meiri vegs og valda, bar þá að því takmarki, sem þeir höfðu sett sér að ná, og ruddi fyrir þeim brautina betur en nokkurt einvala- Hð.“ — Bls. 136, 137. Þetta er ærið athyglisvert spjall um tilfinningamáttinn. Hálfblindaðir af efnishyggju hafa sumir menn belgt sig upp og talað ýmist hæðnislega eða fyrir- litlega um „tilfinningaklökkva, siða- vendni“ og þess háttar. Ávextirnir af slíkri hugsanastefnu hafa ekki heldur látið standa á sér. Uppeldi kynslóðar- innar misheppnast gersamlega, þar sem vanrækt er að virkja tilfinningaorkuna. Ungt fólk getur orðið frótt um eitt og annað, jafnvel lærður lýður, en það verður meira og minna rótlaust og taumlaust, þegar ræktun og tamning til- finningalífsins er vanrækt. Nú glíma menn í mörgum menningarlöndum við þetta óheillavænlega los, alls konar óstillingu og uppþot. Þeir uppalarar, sem ekki skilja þetta eru illa verki sínu vaxnir. Við allt siðferðisuppeldi einstaklings og þjóðar verður tilfinningalífið mátt- ugast til mótunar og tamningar, og til- finningalífið verður að tengjast sem bezt hinu göfugasta, sem mannsandinn þekkir, en það er ekki áþreifanlegt. Það er hið ósýnilega og eilífa skapandi al- mætti. Það eitt getur gefið sálarlífi æskumannsins, og allra manna, hina lífsnauðsynlegu kjölfestu í ólgusjó mannlegrar tilveru. Að heiðra föður og móður Þessu boðorði fylgdi fyrirheit um langlífi og velfarnað. Líklega felst í boð- orðinu trúfesta við feðradyggðir og góða siði og menningu. Steingerður Guðmundsdóttir er trú föðurarfi. Faðir hennar, Guðmundur skáld Guðmundsson orti hin formfögru, hugþekku og ljúfu ljóð, sem þjóðin hefur sungið og syngur, ljóð, sem hafa eilífð- argildi, eins og t. d. „Friðarins Guð“ og fleiri. Morgunblaðið hefur birt stöku sinn- um lítil ljóð eftir Steingerði Guðmunds- dóttur. Þau eru formföst og vel gerð. Orðin fá en þeim mun efnismeiri. Þetta er ólíkt ræktarleysi umskiptinga af- skræmingar-tímabilsins. Mbl. birti 25. ágúst sl. ljóð Stein- gerðar: Mætan kvist af meiði jarðar mund í blindni sundur hjó Dauðinn gisti dalinn þar sem Draumurinn bjó. Þjáning risti þjóðar reiði — þræll í sama knérunn vó. Dauðinn kyssti Drauminn — á dalinn hélu sló. Steingerður Guðmundsdóttir. Hér er saga af miklum viðburði sögð í mjög fáum, yfirlætislausum, en efnis- miklum orðum. Því látlausari sem þau eru, þeim mun meiri þungi. Þannig yrkir Steingerður Guðmundsdóttir og á þakkir skilið fyrir trúfestu sína við góðan feðraarð. Fátt hefur skemmt íslenzku þjóðinni betur frá upphafi vega hennar en hin margbreytilega formfagra ljóðagerð.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.