Eining - 01.11.1968, Page 4

Eining - 01.11.1968, Page 4
4 EINING N G U F - þingið I framhaldi af frásögn okkar af þingi Norræna ungtemplarasambandsins í sumar í seinasta blaði, má geta þess til viðbótar, að þar var ákveðið, að NGUF efndi árlega til námsskeiös fyrir þátt- takendur frá öllum Norðurlöndunum. I samþykktum þingsins er fjallað um bindindismál og mannréttindamál í svipuðum tón og í samþykktum 10. árs- þings ÍUT, sem eru hér á síðunni. Þá var gerð ályktun um fjármál alþjóð- legra æskulýðssamtaka. Þar er lýst harðri gagnrýni á það háttalag, sem tíðkast hafði um árabil, að ýmsir aðilar með annarleg sjónarmið kostuðu að ein- hverju leyti alþjóðlega æskulýðsstarf- semi, eins og t. d. leyniþjónusta Banda- ríkjanna, sem upp komst á sínum tíma. Merkum áfanga náð... Framhald af 3. bls. verði unnt að koma í veg fyrir tjón af völdum áfengis meðan neyzla þess til nautna er viððurkennd. Með tilliti til þessa vill fUT leggja áherzlu á, að allir þurfa að leggjast á eitt til þess að leysa þetta vandamál og teljum við að ríki og bæjarfélögum beri að ganga á undan með því að sýna gott fordæmi og hafa ekki áfengi um hönd í opinberum veizlum. fUT vill sömuleiðis vekja athygli á þeirri ábyrgð, sem hljóðvarp, sjónvarp og blöð hafa og hvetur þingið þessa aðila til þess að auka fræðslu um eiturlyfjavandamál- ið og vera á verði gagnvart þeirri leyndu auglýsingu, sem áfengisneyzla fær oft í formi skemmtiþátta og kvikmynda." Skaðsemi sígarettureykinga. „Ársþing íslenzkra ungtemplara 1968 vill ítreka fyrri samþykktir um skað- semi tóbaksreykinga og hvetja almenn- ing til þess að beita áhrifum sínum gegn þeim bölvaldi, sem sígarettureykingar eru gagnvart heilsu manna. Telur þing- ið það vera skyldu ábyrgra aðila að sporna á allan hátt gegn sígarettureyk- ingum og í því efni skorar þingið á ríkis- stjórnina að banna tóbaksauglýsingar.“ Skoraði þingið á Norræna ráðið að taka þessi mál til meðferðar og verði unnið að því að efla Æskulýðssjóð Evrópu, sem stofnaður hefur verið, til þess að hann geti í ríkum mæli styrkt æskulýðs- samtökin í Evrópu og reyndar víðar, t. d. í þróunarlöndunum, í þeirra mikil- væga hlutverki til hagsbóta fyrir þjóð- irnar. Bent er á, hve þetta starf sé brýnt og þörfin fyrir það fari vaxandi með hverju ári. Jaðarsmótið 1968. Jaðarsmótið var haldið um eina helg- ina í ágúst. Þá voru tjaldbúðir að Jaðri og skemmtikvöld bæði kvöldin og léku Hljómar frá Keflavík og Ma’estro úr Kópavogi fyrir dansinum. Á sunnudag var guðsþjónusta, séra Sigurður Hauk- ur Guðjónsson prédikaði. Síðar um dag- inn voru skemmtiatriði. Mikil óheppni var, hve veður var slæmt um þessa helgi. En þrátt fyrir það sóttu mótið 800 ung- menni, og tókst að halda strikinu og olli því sú aðstaða að Jaðri, að þátttak- endur, sem höfðu tjaldað, gátu gist inni að Jaðri. Var þétt setinn bekkurinn að- faranótt sunnudagsins og er líklegt að aldrei hafi fleiri en þá gist inni að Jaðri. Æskulýðsleiðtoganámsskeið í Noregi. Sigþór B. Karlsson, félagi í Árvak í Keflavík sótti æskulýðsleiðtoganáms- skeið í Noregi í ágústmánuði og mun hann segja frá námsskeiðinu í næsta tölublaði. Þessi var farkostur forfeðra okkar um höfin. Auðsóttari er förin nú á flugvélunum og reyn- ir mun minna á karlmennskuna. Frú Barbara Castle, umferðarmálaráðherra Breta. Morgum mannslífum bjargað Aðvaranir og frœðsla dugðu ekki Umferðarmálaráðherra Breta, frú Bar- bara Castle, gekk rösklega fram í því að fá löggjöf til varnar ölvun við akstur. 9. okt. 1967 varð frumvarp um slíkt að lögum í Bretlandi og heita þau lagaákvæði „Brit- ain’s new Road Safety Act.“ Samkvæmt þessum lögum getur lög- reglumaður látið grunaðan ökumann anda í þar til gerða blöðru. Ef blaðra þessi sýn- ir með ákveðnum lit, að ökumaðurinn hef- ur neytt áfengis, getur lögreglumaðurinn farið með hann til læknisrannsóknar. Reyn- ist hann sekur, er hann dæmdur í meira en 15 þúsund króna sekt eða fjögurra mánaða fangelsi, eða hvorutveggja. Mest var það þessum lögum að þakka að á fimm dögum um jólaleytið 1967 urðu um- ferðarslysin í landinu aðeins 3.096 í stað 4.239 árið 1966, og dauðaslysin þessa daga 1967 aðeins 98 í stað 158 árið áður. Þannig spöruð 60 mannslíf. Hér varð ljóst, eins og oft áður, að helzt eru það hömlurnar, sem ná nokkrum mark- verðum árangri, góð orð nægja oftast ekki, því miður, hvatningar og viðvaranir koma lítt að haldi við kæruleysi og óbilgirni. Þar verður hönd laganna að grípa í tauminn, traustum og góðum tökum. Bindindisfélag ökumanna í ýmsum lönd- um, ekki sízt á Norðurlöndum, hafa mjög ýtt undir löggjöf til varnar ölvun við akst- ur. Tryggingafélög bindindisfélaga öku- manna, eins og t.d. Ansvar í Svíþjóð, hafa unnið mikið og þarft verk í þessum efnum og verið þar brautryðjendur. I sambandi við hið geigvænlega áfengis- böl í flestum löndum, verður að koma til langt um markvissari löggjöf en sú, sem við nú höfum. Heimild: Alert.

x

Eining

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.