Eining - 01.11.1968, Side 11

Eining - 01.11.1968, Side 11
EINING 11 DRAUMUR JÓLANNA Á jólunum verðum við aftur ungir, sem. aldur er tekinn að hrjá. Þá fæðist ávallt hið eina mesta, sem allar mannssálir þrá: Vonin og trúin á friðinn og frelsið, þá fagna börnin — og við með þeim. Ljóshafið flæðir um allt og alla, og okkur dreymir um nýjan heim, svo leysist mannanna mikli vandinn og miskunn drottins þerri öll tár. — Gefi oss öllum Guðssonar andinn gleðileg jól — og friðarins ár. P. S. 3. Næst er að víkja að starfi safnaðanna að líknarmálum, þjónustustarfinu, diakonia. Það orð hefur verið mjög uppi í umræðum um hlutverk kirkjunnar á alþjóða vettvangi. á vegum alkirkjuráðsins. Á því sviði er þörf fræðslu, aðstoðar og hvatningar. Því miður hefur ekki farið mikið fyrir þvílíkri safnaða- þjónustu í íslenzku kirkjunni. Með öðrum þjóðum, og ekki sízt á Norðurlöndum, hefur hún verið miklu öflugri, þótt ekki verði það rakið hér. I sænsku kirkjunni er þjónustu- starfi ætlaður ákveðinn sess í reglugerð um stjórn safnað- anna frá 1961. Þar er komizt svo að orði, að söfnuðunum beri að „efla kiústilega starfsemi meðal barna og unglinga, aldurhniginna, sjúkra og annarra, er þarfnast umönnunar". Með því er þjónustustarfinu, og þar með einnig við þá er þjást af völdum drykkjuskapar, ætlað ákveðið hlutverk í starfsemi safnaðanna. Reynslan sýnir, bæði hér og erlendis, að þörf er að vekja athygli á þessu hlutverki kristilegrar þjónustusemi, og að þörf er skipulegra samtaka, sem geta leiðbeint, útvegað nauðsynleg hjálpargögn og samræmt starfið og eflt. Þess vegna er þörf á kristilegum bindindissamtökum. 4. Bindindisstarfsemin má ekki vera einhliða né einangruð ofstækishreyfing. Hún þarf að taka tillit til allra mannlegra viðhorfa, miða að því að móta persónuleik manna til alhliða siðrænnar uppbyggingar. Kristindómurinn með áherzlu sinni á manngöfgun og sið- ferðilega þroskun einstaklingsins og siðræna mótun sam- félagsins í samræmi við kærleiksboðorðið er bezti grundvöll- urinn undir þá alhliða uppeldisstarfsemi, sem á að vera aðall heilbrigðrar bindindisboðunar og áfengisvarna. Þess vegna er einnig þörf kristilegrar bindindisstarfsemi. 5. Síðasta atriðið stendur í sambandi við þetta. Víða hefur dregið úr kristilegum áhrifum í bindindisstarfseminni, jafnvel meðal góðtemplara hefur hið trúarlega orðið að víkja í skuggann innan stórstúkna margra landa. Sem betur fer hefur ekki farið svo enn hér á landi að öllu leyti, þótt greina megi á vissum sviðum tilhneigingar í þá átt. Hinn trúarlegi eldur er nauðsynlegur til að halda vakandi áhuga og eldmóði þeim, sem einkenndi bindindishreyfinguna á upp- hafsskeiði hennar og lengi fram eftir. Bindindisstarfsemin þarf að glæðast kærleiks- og sannleiksanda kristindómsins. Björn Magnússon. Hin heilaga glóð J ólaguðsp j allið Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill drott- ins stóð hjá þeim og dýrð drottins ljómaði í kring- um þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðn- um, því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur drottinn, í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggjandi í jötu. Og í sömu svipan var með englin- um fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á. Og er englarnir voru farnir frá þeim til himins, sögðu hirðarnir hver við annan: Vér skulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og drottinn hefur kunngert oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbarnið liggjandi í jötunni. En þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við þá um barn þetta. Og allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðarnir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hugleiddi þau með sjálfri sér. Og hirðarnir sneru aftur og veg- sömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá. — Lúk. 2,8—20. Moiorförerens Afholds- forbund í Noregi 40 ára Þetta ágæta félag bindindis- og umferðarmenn- ingar í Noregi, skammstafað MA, varð 40 ára 25. október sl. Það voru glaðir og reifir menn, sem þar gengu til afmælisfagnaðar, og ekki að ástæðu- lausu, því að frá upphafi hefur það farið sína sigurför og unnið geysilega mikið og þarft verk í landinu. Það hefur átt snjalla og tilþrifamikla foringja, sem hafa verið lífið og sálin í stöðugt vaxandi framförum þess. Meðal annars hefur fé- lagið stundað góðaksturskeppni árlega á mörgum stöðum í landinu og hefur slíkt vakið athygli allrar þjóðarinnar og stuðlað mjög að bættri umferðar- menningu. MA rétti okkur á Islandi leiðbeinandi hönd, þegar við vorum að byrja að ala upp okkar Bindindisfélag ökumanna. BFÖ á íslandi sendir MA beztu kveðjur og hug- heilar heillaóskir (de beste lykönskninger om uaf- brudt sejersgang i de kommende ár).

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.