Eining - 01.11.1968, Síða 12
12
E I N 1 N G
NÍUNDA NORRÆNA
BINDINDISNÁMSSKEIÐIÐ
*
SLENDINGUM er það bæði löng og
kostnaðarsöm för að fara til
funda eða námsskeiða alla leið til Lo-
foten í Norður-Noregi. Að þessu sinni
var líka aðeins einn frá Islandi á náms-
skeiðinu þar nyrðra. Förin þangað var
þó eftirsóknarverð á marga vegu. Þeim
mörgu námsskeiðsgestum, sem fóru sjó-
leiðina frá Björgvin og alla leið norður,
mun hafa fundizt mikið til um þá sigl-
ingu, því að sigla innan skerja við
strendur Noregs er sannkölluð ævin-
týraför.
Islendingar hafa þó ekki látið sitt
eftir liggja að fara utan til þinga, funda
og móta í nágrannalöndunum. I sumar
sem leið fóru 40 héðan til móts ung-
templara í Svíþjóð og var sagt frá því
í síðasta blaði. Þá fóru 15 héðan til
Svíþjóðar og sátu þar þing Musteris-
riddara reglunnar. Það var í Umeá dag-
ana 1.—5. ágúst sl. og væri það út af
fyrir sig gott frásagnarefni. Þetta þing
sátu um 1000 þátttakendur. Einn Is-
lendinganna var Kristinn Vilhjálmsson
starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur,
einmitt maðurinn, sem fór alla leið
norður til Lofoten. Hann dáðist mjög
að forustumanni alþjóðareglu musteris-
manna, en hann er Norðmaður, Thorleif
Hanssen. Hann hafði flutt margar ræð-
ur á þessu þingi þeirra, allar þróttmikl-
ar og snjallar. Hann er afreksmaður
hinn mesti, varð 79 ára einmitt einn
þingdaginn. Hann kom til Islands fyrir
nokkrum árum.
En það er námsskeiðið í Kabelvág í
Lofoten, sem er hér frásagnarefnið.
Kristinn Vilhjálmsson taldi för sína
þangað mikinn feng, að fá að kynnast
landi og lýð þar norðurfrá. Þar er lands-
lag fagurt, stórt í sniðum og svipmikið,
og landið elur ávallt upp íbúa sína að
einhverju leyti.
Kristinn sagði slík þing sem þetta
námsskeið vera mjög gagnleg og góð,
þau víkkuðu sjóndeildarhringinn, þar
kynntust samherjar frá ýmsum löndum,
þar væri margvísleg og nytsamleg
fræðsla veitt, fyrirlestrar fluttir og
málin rædd.
Námsskeiðið var dagana 17.—24.
júlí, fulla átta daga. Móttökusamkvæmi
var þó kvöldið fyrir hinn 17., en morg-
uninn eftir var aðalopnunarfundurinn
í húsakynnum námsskeiðsins, Vágan
Lýðháskóla í Kabelvág. Aðalræðuna
flutti þá amtmaðurinn í Norður-Noregi,
Ole Avatsmark. Meðal annars kynnti
hann þenna landshluta. ömtin eða fylk-
in eru þrjú þarna norðurfrá og Nord-
land er næst stærst þeirra, um 38.000
ferkm., íbúar 245.000, atvinnuvegirnir
aðallega landbúnaður og sjávarútvegur
fram að síðustu árum, en þar eins og
víðast annars staðar gerir nýi tíminn
ýms furðuverk í atvinnumálum. Hann
minnti á, að í öllu hinu mikla umróti
síðustu áratuga, hefði Góðtemplararegl-
an miklu hlutverki að gegna, en mætti
þá ekki stirðna og storkna í gömlum
búningi, en vera reiðubúin til að sníða
starfsaðferðir sínar eftir nútímans þörf.
Þá talaði einnig Karstein Laupstað
rektor lýðháskólans og lýsti ánægju
sinni yfir því, að geta veitt móttöku í
húsakynnum skólans þessum 130 náms-
skeiðsgestum frá öllum löndunum í
norðrinu, og bauð þá velkomna. Ræðu-
menn voru fleiri. Síðar fyrrihluta þessa
dags kynnti svo Karl Wennberg, fram-
kvæmdastjóri Norræna Góðtemplara-
ráðsins, tilhögun þessa bindindisnáms-
skeiðs.
Hér verður ekki fjölyrt um fyrirlestra
og fræðslustarf námsskeiðsins, en einna
markverðust þótti Kristni Vilhjálms-
syni fyrirlestur norska félagsmálaráð-
herrans, Egils Aarvik og önnur erindi
um land og lýð. Sixten Pettersson, um-
dæmistemplar frá Norrbotten í Svíþjóð
flutti og mjög markvert erindi um leið-
toganámsskeið og tilhögun þeirra. Þau
þyrftu að standa yfir nokkuð langan
tíma. Þótt byrjað væri með 100 þátt-
takendum, mætti svo velja úr 50, og að
síðustu ef til vill aðeins 10. 1 starfinu
væri allt komið undir góðri forustu.
Nauðsynlegt taldi hann að stúkurnar
héldu sína vikulegu fundi, hve fámennir
sem þeir væru og slökuðu aldrei á, höfða-
talan væri ekkert aðalatriði.
Kristinn sagði, að í Góðtemplararegl-
unni í Svíþjóð hefði þeim ungmennum
fjölgað miklu meira, sem væru í nánum
tengslum við stúkur hinna eldri, en
hinum sem væru meira fráskildir. Áreið-
anlega er það mikilvægt að bilið milli
yngri og eldri kynslóðarinnar brúist
sem bezt og að samstarfið verði gott,
báðum aðilum til framdráttar.
Maðurinn sem Kristinn dáði þó allra
Vágan lýðháskólinn í Kabelvág.