Eining - 01.11.1968, Page 16
16
E I N I N G
Frá unglingareglunni
Aldarfjórðungsafmœli „Einingarinnar“
Barnastúkan LJÖSIÐ nr. 156 í Lang-
holtssókn í Reykjavík starfaði vel síðast
liðinn vetur, eins og undan farin ár.
Fundir voru reglulega á hálfs mánaðar-
fresti allan starfstímann og sýndu börn-
in frábæran áhuga í störfum. Komu þau
ætíð með einhver félagsleg atriði á
hverjum fundi og mörg þeirra mjög at-
hyglisverð.
Stúkan hefur alltaf haft þann sið að
bjóða foreldrum og venzlamönnum
barnanna á einn fund á ári, venjulega
í marz, — foreldrafund, eins og við
köllum hann, — og koma þá félagarnir
fram í beztu hlutverkunum, sem þeir
hafa flutt um veturinn. Fundir þessir
eru jafnan vel sóttir og börnunum til
mikils sóma.
Barnastúkan LJÓSIÐ er enn eina
stúkan, sem starfar á vegum kirkjunn-
ar. Þegar Bindindisráð kristinna safn-
aða var stofnað fyrir nokkrum árum,
hóf Langholtssöfnuður í Reykjavík
strax þessa félagsstarfsemi og hefur
haldið henni óslitið síðan. Er nú þess að
vænta, að hinir aðildarsöfnuðirnir í
Bindindisráði kristinna safnaða og
helzt sem allra flestir söfnuðir þjóð-
kirkjunnar — taki fordæmi Langholts-
safnaðar til fyrirmyndar og stofni til
slíkra félagsstarfa innan vébanda sinna
í haust eða vetur. íslenzkir söfnuðir eru
enn alls ekki nógu virkir í bindindis-
starfinu.
Við þökkum LJÓSINU fyrir ágæt
störf og óskum því allra heilla á kom-
andi árum. Og Langholtssöfnuði þökk-
um við mjög athyglisvert fordæmi, sem
æskilegt er að hefði sem víðtækust áhrif.
í haust sendi dr. Beck ritstjóra
Einingar afrit af grein, sem
hann hafði sent dagblaði í Rvík
nokkru eftir síðustu áramót, en
einhvern veginn hefur greinin
tapast hjá blaðinu. Til þess nú
að láta ekki vin minn Richard
Beck hafa skrifað greinina til
einskis, fer hún hér á eftir og
er þökkuð hið bezta. — P.S.
Með útkomu nóvember-desemberheft-
is „Einingarinnar" síðastliðið haust
voru liðin 25 ár frá því að þetta „mán-
aðarblað um áfengismál, bindindi og
önnur menningarmál" hóf göngu sína.
Pétur Sigurðsson, fyrrv. erindreki, hef-
ir frá upphafi verið ritstjóri blaðsins,
og lengi séð um útgáfu þess að öllu leyti
og borið ábyrgð á henni. Mun það rétti-
lega almennt álit manna, að hann hafi
leyst ritstjórnina af hendi með mikilli
prýði, og að ritið hafi í höndum hans
náð tilgangi sínum í ríkum mæli. En
eins og hann tekur fram í ritstjórnar-
grein sinni í umræddu hefti, á hann
mörgum góðum samstarfsmönnum
þakkarskuld að gjalda, enda verðskuld-
ar málstaður sá, sem ritið er helgað,
vissulega víðtækan stuðning þeirra sem
láta sig skipta bindindis- og önnur
menningarmál.
Þeir 25 árgangar „Einingarinnar,“
sem út eru komnir, yrðu umfangsmikið
rit í bókai'formi, og efnismiklir að sama
skapi. Kennir þar bæði margra grasa
og góðra, því að fjarri fer því, að ritið
hafi einskorðað sig við bindindismálin,
þó að þau skipi þar eðlilega mikið rúm.
Það hefir einnig flutt fjölda athyglis-
verðra greina um menningarmál á
breiðum grundvelli, og sæg afmælis-
greina og æviminninga, sem mikið er á
að græða, bæði sem mannlýsingar og frá
ættfræðilegu og mannfræðilegu sjónar-
miði. Margar ritfregnir, og sumar ítar-
legar, hefir „Einingin“ að geyma, og
hugþekk og vekjandi ljóð, frumort og
þýdd, eftir ritstjórann og aðra.
Skal þá horfið að jólahefti blaðsins
1967 (þess síðasta er þetta var skráð).
Má þar sérstaklega nefna hina efnisríku
og ágætu ritgerð séra Páls Þorleifsson-
ar, „Maðurinn með luktina,“ sem er að
öðrum þræði jólahugleiðing og túlkar
með eftirminnilegum hætti eilífan kær-
leiks og friðarboðskap jólanna og fyrir-
heit þeirra mönnunum til handa.
Pétur Sigurðsson og séra Kristinn
Stefánsson, áfengisvarnaráðunautur,
rita prýðilegar og maklegar afmælis-
greinar um Pétur Björnsson, erindreka
Áfengisvarnaráðs, og frú Guðlaugu
Narfadóttur, sem bæði urðu nýlega sjö-
tug, og eiga sér að baki langt og mikið
starf í þágu bindindismálanna. En vit-
ur maður hefir sagt, að þakkarskuldin
sé eina skuldin, sem göfgar manninn.
Einar Hannesson, einn af tveim rit-
stjórum æskulýðssíðunnar í ritinu,
skrifar eftirtektarverða grein um frum-
varp það til laga um æskulýðsmál, sem
lagt hefur verið fyrir Alþingi. í nafni
íslenzkra ungtemplara flytur hann Pétri
Sigurðssyni einnig heillaóskir í tilefni
af 25 ára afmæli „Einingarinnar,“ og
vottar honum þakkir fyrir ágætt sam-
starf og hið mikilvæga starf hans á
sviði bindindis- og menningarmála.
Balletsýning. Ævmtýraleikurinn Þyrnirósa.
Ævintýraleiksýning. (Börnin bjuggu sjálf til búningana.