Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 5
EINING
engu síður mannkostir hans, almenn
framkoma hans og starfsemi á öðrum
sviðum. Bindindismaður, sem nýtur virð-
ingar og álits þeirra, sem til þekkja,
vinnur málefni sínu, bindindinu, virð-
ingu og álit. Það er tekið meira mark á
orðum hans og skoðunum en ella. Það
er tekið betur eftir fordæmi hans. Hann
vinnur bindindinu mest gagn með því
að vera sem mestur og beztur maður
sjálfur. Það er ekki að ófyrirsynju, að
það liggur í eðli bindindishreyfingarinn-
ar að meta einstaklinginn og gildi hans
mikils.
En fáum einstaklingum er það gefið
að standa einir, ef vel á að fara. Flestir
erum vér þannig gerðir, að oss er nauð-
syn að finna, að aðrir hafi skilning á
áhugaefnum vorum, beri sömu málin
fyrir brjósti, hugsi svipað og vér, gleðj-
ist með oss, þegar vel gengur. Þetta er
oss flestum ómetanlegur styrkur. Vér
bindindismenn erum hér engin undan-
tekning. Og sá er einn tilgangur þessa
bindindisþings að veita þeim, er það
sækja og sitja, þennan styrk, láta þá
finna enn einu sinni, að þeir standa ekki
einir í starfi, samhugur og árnaðaróskir
margra manna bæði í þeirra eigin landi
og öðrum fylgir þeim í baráttu þeirra
fyrir aukinni bindindissemi, fyrir meiri
menningu, fyrir betra og hollara lífi. Og
þessi styrkur endist þeim miklu lengur
en þingið varir. Þeir miðla öðrum af
honum, eftir að þeir eru komnir heim til
sín. Þessi áhrif þingsins á tilfinningar,
á hugrekki og andlegt þrek þinggesta
verða ekki mæld í metrum né vegin á
vog, en þau eru ekki minna virði fyrir
því. Þau verðmæti, er mestu varða í líf-
inu, verða hvort eð er aldrei handfjölluð
eða skoðuð dauðlegum augum.
Bindindishreyfingin á íslandi er ekki
öflug. Hún er það reyndar hvergi, —
ekki sízt sé miðað við þörfina. íslenzkir
bindindismenn vona — og eru reyndar
vissir um — að þinghaldið verði til þess
að styrkja hreyfinguna hér á þrennan
hátt.
í fyrsta lagi eiga erindi og umræður
á þinginu að skerpa skilninginn á mál-
efninu, bæta við þekkinguna á efninu og
leiða hugann að aðferðum, sem að gagni
mega koma í baráttunni fyrir aukinni
bindindissemi.
í öðru lagi er þess vænzt, að sá per-
sónulegi styrkur, sem menn sækja í sam-
vistir við skoðanabræður sína og áðan
var drepið á, verði ekki lítill, og þar
verður þáttur samræðna og kynningar
utan þingfunda efalaust ærið drjúgur.
Loks gerum vér, íslenzkir bindindis-
menn, oss vonir um, að þingið veki at-
hygli landsmanna á bindindisstarfsem-
inni. Þeir eru margir hér á landi, sem
telja sér og öðrum trú um, að bindindis-
hreyfingin sé vanmegna, hún sé hreyf-
ing örfárra manna, sem reyni að láta
líta svo út sem þetta sé lifandi hreyfing,
þótt svo sé raunar ekki. Og jafnvel sum-
ir bindindismenn óttast, að þetta kunni
að vera rétt. Nú er það reyndar víðs
fjarri öllum sanni. Bindindishreyfingin
hér á landi er vel lifandi og hún vinnur
sitt verk og gerir sitt gagn, miklu meira
en sést á yfirborðinu, þótt hvort tveggja
sé minna en ætti að vera og þyrfti að
vera. Og ég get fullyrt, að hún nýtur
virðingar og álits margra manna, sem
ekki eru sjálfir bindindismenn. Þannig
vænti ég að það sé einnig í yðar löndum,
erlendu vinir.
En þrátt fyrir þetta er það mikils
virði fyrir bindindishreyfinguna hér á
landi, að norræna bindindisþingið fer
hér fram að þessu snni. Þingið opnar
augu margra fyrir því, að bindindis-
hreyfingin er öflugi'i en þeir höfðu hald-
ið. Þingið færir þeim heim sanninn um
það, að bindindisstarfsemi er ekki úrelt
íslenzkt fyrirbæri, heldur alþjóðlegt og
s-------------------------------------
5
á ekki hvað minnstu fylgi að fagna með-
al þeirra þjóða, sem fremst standa að
menningu og virðingu fyrir gildi ein-
staklingsins, svo sem hinar norrænu
þjóðir gera.
Þér sjáið af þessu, góðir gestir, að
vér höfum beðið þessa þings með mikilli
eftirvæntingu og að miklar vonir eru
við það tengdar. Og verið þess vissir, að
um leið og þér leggið íslenzkri bind-
indisstarfsemi lið með komu yðar hing-
að og dvöl yðar hér, þá gerið þér sam-
tímis bindindishreyfingunni í löndum
yðar gagn.
Með von og ósk um, að þingið verði
bindindissemi og bindindisstarfi á
Norðurlöndum til blessunar og heilla og
þá um leið menningu og lífshamingju
þeirra þjóða, er þau lönd byggja, býð ég
yður enn velkomin til setu og starfa á
hinu 24. norræna bindindisþingi.
Jeg vil til slut frembringe en varm
tak til alle de, som pá en eller anden
máde har ydet eller vil yde sit bidrag
for at give denne kongressens ábnings-
fest en hojtidelig stemning, være sig
talere, musikanter, sangere eller de
mange gæster, som har vist kongressen
den ære at deltage i ábningsfesten med
sin nærværelse. Tak, hjertelig tak.
---------------------------------------ö
*
Avarp Jakobs Pettersen,
formanns norrœnu bindindisnefndarinnar:
Herra forseti.
Góðir tilheyrendur.
Sextán ár eru liðin frá því er nor-
ræna bindindisþingið var háð hér í
Reykjavík 1953. Nokkrir þeirra, sem
hér eru komnir, sátu það þing, en lang-
flestir ekki, en koma nú í fyrsta skipti
til íslands.
Við útlendingarnir biðum þess í eftir-
væntingu að koma hér til fundar á land-
inu, sem er okkur öllum land sagnanna,
hvort sem við höfum komið hér áður eða
komum hér nú í fyrsta skiptið. Hér
spratt upp megnið af okkar fornu bók-
menntum, en nútíma bókmenntir virðast
dafna hér einnig vel, jafnvel betur en í
öðrum löndum, og við lesum gjarnan all-
mikið af hinu nýja, þótt það séu að
mestu leyti þýðingar.
Svipur heimsins er nú annar en fyrir
16 árum. Vissulega ríkti þá angist og
kvíði, en bjartar vonir vöknuðu, þegar
lauk Ragnarökum heimsstyrjaldarinnar,
en árin þar á eftir létu ekki þær vonir
rætast, það sáum við þegar fyrir 16 ár-
um, og nú er meira uppnám í heiminum
en nokkru sinni áður. Allt færst nær-
orðið svo nærgöngult.
Flugþotu-tímabilið hefur gert allar
fjarlægðir svo ótrúlega litlar, og geim-
rannsókna- og fjölmiðlunarkunnáttan
hefur gert okkur auðvelt að fylgjast
með á hverri stundu í öllu því, sem við
ber um víða veröld. Við erum allir orðn-
ir nánustu nábúar. Það gefur okkur áð-
ur óþekkt margvísleg tækifæri. Tæki-
færi til betri skilnings, tækifæri til að
kynnast vanda og erfiðleikum annarra,
tækifæri til að gera okkur Ijóst, að við
erum hluti af heiminum og þá sérstak-
lega hinu hlutfallslega rólega Norðrinu
og á margan hátt blessunarríka, og að
það er siðferðileg skylda okkar að hjálpa
öðrum, sem enn eru mjög fjarlægir vel-
ferðar lífskjörum okkar. En — einnig
þá þrengja erfiðleikar annarra þjóða
sér nær okkur. Svo er um áfengismein-
semd þeirra og einnig eiturefnaneyzlu.
Allt verður þetta nærgöngult.
Pramhald á 6. bls.