Eining - 01.07.1969, Síða 7
EINING
7
Ávarp Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra
við setningu norræna bindindisþingsins í Neskirkju 19. júlí 1969
Mér er það ánægjuefni, að flytja hér
við þingsetninguna kveðjur frá höfuð-
borg íslands, Reykjavík, sem nú nýtur
þess heiðurs að fagna fulltrúum á bind-
indisþingi Norðurlanda.
Við metum það mikils, að slíkt þing
er nú háð hér öðru sinni og teljum það
bera vitni um, að íslendingar eru full-
gildir þátttakendur á þessu mikilvæga
sviði norrænnar samvinnu.
Þegar gestir okkar hafa Reykjavík nú
fyrir sjónum, má benda á, að nær öll
hús hér eru reist á þessari öld og meiri-
hluti þeirra reistur eftir heimsstyrjöld-
ina síðari. Hér hefur þannig á nokkrum
áratugum orðið þróun, sem tekið hefur
aldir á hinum Norðurlöndunum. Það er
að vísu satt, að allar borgir eru áþekkar,
en eigi að síður hafa þó margar sín sér-
kenni eða sitt sérstæða yfirbragð. Ég
vona, að Reykjavík hafi slík sérkenni —
ekki þó af þeirri ástæðu einni, að okkur
skortir trjágróðurinn, en hann gegnir
þörfu hlutverki víða um heim til að
hylja þau mistök, sem geta orðið á sviði
húsagerðar.
En Reykjavík hefur að minnsta kosti
tvö sérkenni, sem nefna ber. Annað eru
jarðhitasvæðin, en þaðan er úr 200 m
dýpi dælt meira en 100° heitu vatni og
njóta nú 90% húsanna slíkrar upphit-
unar, sem er miklu ódýrari en upphitun
með olíu. Hitt sérkennið er það, að þrjár
* af hverjum fjórum fjölskyldum búa í
eigin íbúðum. Það teljum við mikilvægt
til að treysta fjárhagslegt og félagslegt
öryggi og sjálfstæði fólksins.
Reykjavík nýtur að sjálfsögðu sér-
stöðu, þar sem hún er höfuðborg — og
þótt íbúafjöldinn sé yfir 80 þúsund og á
höfuðborgarsvæðinu séu rúmlega 100
þúsund íbúar, eru þó margar borgir
stærri á Norðurlöndum. Þó held ég, að
Reykjavík virðist stærri en jafnfjöl-
mennar borgir á hinum Norðurlöndun-
um, og því veldur höfuðborgarhlut-
verkið.
Einmitt á þingi sem þessu er ástæða
til að benda á, að uppbyggingin hér á
landi frá aldamótum hefur valdið því,
að íbúafjöldinn, sem þá var í Reykjavík
6—7% af heildaríbúafjölda landsins, er
nú yfir 50% og hefur næstum tuttugu-
faldazt. Af þessari þróun hefur leitt fé-
lagsleg vandamál með svipuðum hætti
og á öðrum Norðurlöndum og þá ekki
sízt í höfuðborgunum.
Við, sem fjöllum um þessi vandamál,
komumst fljótlega að raun um, að þar
er áfengisvandamálið efst á blaði, bæði
sem sj úkdómseinkenni og orsök annarra
félagslegra vandamála.
Þetta stuðlaði ásamt fleiru að því, að
borgarstjórn Reykjavíkur ákvað að
koma á nýrri skipan um meðferð félags-
mála, m.a. með hliðsjón af því, sem gerzt
hefur á hinum Norðurlöndunum. —
Áherzla er lögð á ráðstafanir til að
koma í veg fyrir vandamálin og reynt
er að samræma starf að framfærslumál-
um, barnaverndarmálum og áfengismál-
um, ekki eingöngu með tilliti til ein-
staklingsins,heldur og með tilliti til fjöl-
skyldunnar í heild.
Opinberir aðilar verða og eiga að fást
við vandamál, sem stafa af áfengis-
neyzlu, en ég ætla, að þær framfarir,
sem hafa og við væntum, að verði í starfi
opinberra aðila á þessu sviði, ber ekki
sízt að þakka frumkvæði og starfi bind-
indishreyfingarinnar og það er ljóst, að
ef árangurs á að vænta af starfi opin-
berra aðila, hlýtur til að koma samstarf
þeirra við bindindishreyfinguna og
„samtök sem á einn eða annan hátt
starfa í samvinnu við bindindishreyf-
inguna eða vinna gegn ofnotkun áfengis,
fyrir útbreiðslu bindindis eða heilbrigð-
um lífsháttum yfirleitt," eins og segir í
boðsbréfinu til þingsins.
Nýlega heyrði ég þá sögu, að flug-
stjóri á stórri farþegaflugvél hafi sagt
í hátalarakerfi flugvélarinnar, að hann
hefði tvær fréttir að flytja, aðra slæma,
en hina góða.
Hann tók svo til orða:
„Fyrst verð ég því miður að skýra
farþegunum frá því, að við höfum villzt
og vitum ekki, hvar við erum. En svo er
góða fréttin: Við erum búin að fara
miklu lengri vegalengd, en við gerðum
ráð fyrir á þessum tíma, og erum því
komin langtum lengra."
Ég held, að þessi saga gefi okkur til-
efni til íhugunar á öld tækniframfara
og hraða, þegar við einmitt þessa dag-
ana stöndum sennilega við upphaf nýrr-
ar aldar í sögu mannkynsins.
Er ekki brýnni nauðsyn en nokkru
sinni fyrr, að einstaklingar, félög, þjóð-
ir og raunar mannkynið allt geri sér
þess grein, hvar það er statt og hvert
það hyggst stefna.
Og er ekki brýnni nauðsyn en nokkru
sinni fyrr, að hver einstaklingur og við
öll saman ráðum yfir öllum skilningar-
vitum okkar og neytum allra hæfileika
okkar einmitt til þess á þann hátt að
njóta lífsins og þeirra nýju sjónarsviða,
sem opnast sífellt fyrir okkur, svo að
við getum tekið þátt í uppbyggingunni,
hver í sínu landi og sinni borg, þannig
að Norðurlöndin verði öllum heimi til
sannrar fyrirmyndar.
Ég trúi og ég veit, að norræna bind-
indisþingið færir okkur stóru skrefi nær
þessu marki og skilar góðum árangri
þátttakendum til ánægju, en Norður-
löndum og mannkyni öllu til farsældar.
Ég býð ykkur öll velkomin til Reykja-
víkur.
-K * *
Einhvern tíma hljótum við (Svíar) að
lögleiða áfengisbann,“ segir dr. Carl Carls-
son, sem nú er mjög umtalaður á Norður-
löndum og bók hans um áfengisbölið. Hann
er læknir, sérfræðingur sem fæst við að
hjálpa drykkjumönnum. Hann veit um
hvað hann talar og skilur, hvert er eina og
sjálfsagða bjargráðið, það, að einangra
sýkilinn — stöðva áfengissöluna. í þessu
máli hæfir það eitt heilvita mönnum.
Bindindismenn! Eflill ÁBYRGÐ — tryggingafélag
ykkar, og fiari mnn efla samtök ykkar.
HKBKBKBKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHÍHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHÍ