Eining - 01.07.1969, Qupperneq 8
8
EINING
■nyKTTVrp Máuaðarblað UIII áfengismál, bindindi
0g önnur menningarmál.
Ritstjóri og ábyrgðamiaður: Pétnr Sigurðsson.
Blaðið er gefið út með nokkrum fjárhagsstyrk frá ríkinu og Stórstúku
íslands og kostar 100 kr. árg, 10 kr. hvert eintak.
Utanáskrift til blaðsins og ritstjórans er: Pósthólf 982. Reykjavík.
Sími: 41956.
ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON,
biskup
Fæddur 6. október 1888 — Dáinn 29. maí 1969.
Á þessu sumri kvaddi okkur einn af mætustu og merkustu
sonum þjóðarinnar, Ásmundur Guðmundsson biskup, mikill
kirkjuhöfðingi.
Starfsdagur hans var orðinn langur og ævistarf hans
mikið og margþætt: Prestur, skólastjóri, háskólakennari, guð-
fræðiprófessor, biskup og afkastamikill rithöfundur, svo að
nefnt sé aðeins hið helzta.
Kominn var hann af traustu sæmdarfólki. Foreldrar: Séra
Guðmundur Helgason prófastur í Reykholti í Borgarfirði og
kona hans Þóra Ágústa Ásmundsdóttir prófasts í Odda Jóns-
sonar. Séra Guðmundur var bróðir hinna kunnu Birtingar-
holtsbræðra, séra Kjartans í Hrnua og séra Magnúsar Helga-
sonar, skólastjóra Kennaraskóla Islands, og bændahöfðingj-
ans Ágústs í Birtingarholti.
Stúdent varð Ásmundur Guðmundsson í Reykjavík árið
1908. Lauk prófi í heimspeki og hebresku í Háskóla Kaup-
mannahafnar 1909, guðfræði í Háskóla Islands árið 1912.
Stundaði svo framhaldsnám í Þýzkalandi og Englandi, var
prestur í byggðum íslendinga í Canada árin 1912—1914, og
þar næst prestur í Stykkishólmi 1915—1919.
Hefst svo mjög merkur kafli í ævisögu séra Ásmundar
Guðmundssonar. Um það tímabil skrifaði Þórarinn Þórarins-
son, fyrrv. skólastjóri Eiðaskóla, ágæta minningargrein í
Mbl. 4. júní sl. og hefur Eining fengið leyfi hans til að birta
nokkra kafla úr þeirri grein. Fara þeir hér á eftir:
Snemma árs 1919 barst austur á land sú frétt að búið væri
að velja hinum nýja Eiðaskóla hinn fyrsta forstöðumann.
Hinn 11. jan. var séra Ásmundur Guðmundsson í Stykkis-
hólmi, sóknarprestur í Helgafellsprestakalli skipaður til að
vera skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum, eins og hinn nýi
skóli var kallaður að lögum, og heitir enn.
Mönnum gekk erfiðlega að átta sig á því í fyrstu hvað því
gæti valdið, að mikilsvirtur prestur tæki sig upp frá ágætu
brauði og miklum vinsældum, — til að takast á hendur starf,
óþekkt með öllu, í afskekktum vega- og símalausum lands-
hluta, starf, sem óhjákvæmilega hlyti að verða erfitt braut-
ryðjendastarf. Að móta nýjan skóla, án fordæmis hérlendis,
forstaða stórs ríkisbús við erfiðar aðstæður og vonlítil barátta
við skilningslítið ríkisvald fyrir nauðsynlegri uppbyggingu á
skólastaðnum.. .
Einn kom hinn ungi skólastjóri austur á land vorið 1919,
en þá um haustið átti skólastarf að hefjast. Fjölskyldu sína
hafði hann orðið að skilja eftir. Frú Steinunn kom ekki aust-
ur fyrr en að ári liðnu með þrjú ung börn þeirra hjóna, það
yngsta hafði fæðzt í ágúst árið áður.
Um sumarið var skólastjórinn á sífelldum þönum í síma,
oft daglega, ýmist í þarfir skólans eða hann var kvaddur í
símann af stjórnarvöldunum, því sýnt var þegar á fyrsta ári,
að skólinn varð miklu stærri í sniðum en áður hafði þekkst
eða við hafði verið búizt. Ekki veit ég til að meira erfiði eða
áhyggjur hafi hvílt á herðum annars skólastjóra á Eiðum en
séra Ásmundar þetta sumar og þegar svo við bættust áhyggj-
ur og óvissa um fjölskyldu í fjarlægð.
Eitt er víst, að nú misskildu menn ekki framar barnslegt
bros hans. Þeir sem til þekktu höfðu þegar komizt að raun
um, að að baki þess bjó ekki aðeins mildur hugur, sáttfús og
velviljaður, heldur einnig ákveðinn vilji, mikil útsjónarsemi,
hyggindi og ótrúleg seigla.
Og séra Ásmundur þurfti á öllu þessu að halda í skóla-
stjóratíð sinni áður en lauk.
Séra Ásmundur kynnti sér sumarið 1920 störf helztu lýð-
háskóla á Norðurlöndum, m.a. Sigtúnsháskóla í Svíþjóð undir
forystu Mannfreds Björkquists, tæplega mun þó skólastjór-
ana hafa órað fyrir því, að þeir ættu báðir eftir að verða
biskupar. Séra Ásmundi fannst Sigtúnaskólinn bera af hin-
um og nemendur hans taka miklu fastari tökum á náminu.
Varð hann hrifinn af einbeittu starfi þessa skóla og afréð
að sníða sínum nýja skóla líkan stakk. Hefur það skólaform
og sá skólaandi, sem séra Ásmundur innleiddi verið í heiðri
hafður á Eiðum fram á þennan dag. Þrír skyldu þeir horn-
steinar vera, er skólastarfið hvíldi á: Markvisst nám, guðstrú
og ættjarðarást. Þegar Alþýðuskólinn var settur í fyrsta
skipti, 20. okt. 1919 byrjaði skólasetningarræðan með þess-
um orðum: „Ó, Guð vors lands, ó, lands vors guð. Með þeim
orðum hefur hinn nýstofnaði skóli göngu sína. Og ég vona
að þau hafi verið meira en orð í hugum okkar meðan þau voru
sungin, vona að þau hafi verið lifandi bæn, sem alltaf síðan
mætti verða einkunnarorð þessa skóla og marka stefnu hans.“