Eining - 01.07.1969, Qupperneq 11
EINING
11
Eitt hið mesta áfengismálaþing var
háð í Washington D. C. dagana 15.—20.
september 1968. Eining kynnti það lítils-
háttar í janúar-febrúarblaðinu sama ár,
en er nú nokkuð síðbúin með frásögn af
því. Því miður átti Island þar engan
fulltrúa héðan að heiman og verður því
þessi frásögn lítilfjörleg.
Þingið sátu fjöldamargir fulltrúar og
áhugamenn frá mjög mörgum löndum
víðs vegar um heim, þar á meðal margir
sérfræðingar og vísindamenn. Undir-
búningur hafði verið mikill og höfðu
skráð sig til þátttöku mörg félagasam-
bönd þar vestra og stofnanir, eins og t.d.
landssambönd heilbrigðismála, lækna,
sjúkrahúsa, hj úkrunarkvenna, sálfræð-
inga, dómara, rannsóknaráð afbrota-
mála, landssamband lögreglustjóra, geð-
verndar, berklavarna, AA samtökin, svo
að nokkur séu nefnd.
Fyrsta þing þessa Alþjóðaáfengis-
málaráðs var háð í Antwerpen árið 1885.
Höfuðstöðvar þess hafa verið Sviss og
framkvæmdastjóri starfseminnar hefur
verið um margra ára skeið Archer Ton-
gue, en forseti nú seinni árin Ruben
Wagnsson, fyrrv. landshöfðingi í Sví-
þjóð, báðir mestu dugnaðar og ágætis-
menn. M.a. er þetta alþjóðaráð að ein-
hverju leyti í sambandi og samstarfi
Ii. Brinkley Smithers.
við heilbrigðismálastofnun Sameinuðu
þjóðanna, og það skipuleggur fræðslu-
starfsemi og félagsleg samtök til
áfengisvarna.
Hin mörgu landssambönd, sem áður
var minnst á, og ýmsar stofnanir höfðu
kappkostað að gera allt í sambandi við
þetta merka þing sem glæsilegast og
mest virði fyrir hina fjölmörgu þing-
gesti. Hótel Shoreham í Washington var
tilvalinn þingstaður. Fundarsalir þar
sem rúmuðu tvö þúsund manns eða
meira, skreyttir og vistlegir og þar leið
fundarmönnum vel. Þau beztu samtök
manna víðs vegar um heim, sem mest
fást við rannsóknir á áfengismeinsemd-
inni, höfðu átti sinn þátt í að skipu-
leggja þingið.
Hér verður ekki birt dagskrá þings-
ins, hún var auðvitað mjög margþætt og
áfengismeinið rætt og meðhöndlað frá
sem flestum hliðum, frá sjónarhóli
heilsufars, félagsmála, menningar, þjóð-
arvelferðar, einstaklings- og fjölskyldu-
lífs. I Ameríku eru mörg samtök manna,
og sum mjög öflug, sem vinna gegn
áfengisbölinu. Vonandi eflizt sú starf-
semi ár frá ári um heim allan, þar til
þjóðir og ríkisstjórnir láta sér skiljast,
að þriðja eða fjórða mesta heilbrigðis-
vandamál flestra þjóða er ekki hægt að
láta afskiptalaust, og þar nægir ekkert
nema róttækar aðgerðir. Smitberann
verður að einangra, líkt og við berkla-
varnirnar, eiturbrunninn þarf aðbyrgja.
Kenning sú, sem skáldið Einar Bene-
diktsson flytur í einu ljóða sinna: „Lífið
frá dufti til drottins myndar dafnar í
frelsi við skaraðar glóðir," getur hljóm-
að fallega í eyrum manna, en hvorki
skáldinu sjálfu né milljónum annarra
manna hefur tekizt að búa við slíkt
frelsi, að sitja við „skaraðar glóðir," án
þess að skaðbrenna sig. Glóðirnar verð-
ur að slökkva. Aðeins blindaðir menn af
flokkshyggju eða einhverjum skaðvæn-
legum hvötum geta fleiprað um að „öll
bönn séu til bölvunar." — Eiturbrunn-
inn þarf að byrgja og banna. Allar
menningarþjóðir launa hundruð og þús-
undir þingmanna til að sitja árum sam-
an við að lögleiða boö og bönn, og svo
mjög fjölmenna lögreglu til að sjá um
að boðum og bönnum sé hlýtt. Án slíks
geta þjóðir ekki lifað menningarlífi. Og
bann við versta meininu er sannarlega
ekki síður sjálfsagt, en öll önnur bönn
þjóðfélaganna. Hættum að berja höfð-
inu við steininn og glápum ekki með
krónuaugu, dollaraaugu, eða sljóvum
augum gegnum einhverja girndarhulu, á
skaðvaldinn versta.
Komum nú aftur að þinginu. Endur-
kjörnir voru þeir Ruben Wagnsson, for-
seti, og Archer Tongue, framkvæmda-
stjóri, en Wagnson fékk 11 varaforseta
sér til aðstoðar. Þessir menn eiga að
hafa forustuna við að undirbúa næsta
þing, en það verður í Ástralíu.
Greinarstúf þessum fylgja myndir af
tveimur mönnum. Annar þeirra heitir
R. Brinkley Smithers. Hann er forustu-
maður í mannúðarmálum í New York
og hefur verið sæmdur gullmerki áfeng-
isvarnaráðsins í Bandaríkjunum (Nati-
onal Council on Alcoholism) æðsta
heiðursmerki sem ráðið veitir. Hann er
fyrrv. forseti ráðsins og enn ráðgjafi
þess. Hann er og forseti stofnunar, sem
heitir „the Christopher D. Smithers
Foundation,'- og víða annars staðar hef-
ur hann verið eða er í forustu, en það
yrði of langt mál hér upp að telja. Að-
eins 4 aðilar hafa hlotið nefnt heiðurs-
merki á undan honum.
Hinn maðurinn, Luther A. Cloud,
M. D., sem er læknisfræðilegur leiðbein-
andi tryggingarsamtaka í Bandaríkjun-
um (the Equitable Life Assurance Soci-
ety of the United States), var nýlega
kjörinn forseti þjóðarráðsins, sem fjall-
ar um áfengissýkina (the National
Framhald á 12. bls.
Luther A. Cloud, M.D.