Eining - 01.07.1969, Blaðsíða 12
12
EINING
Dr. RICHARD BECK:
Merkur skerfur til
sögu íslenzkra félagsmála
Eitt af þeim kærkomnu ritum, sem mér
hafa nýlega borizt heiman um haf, er af-
mælisritið Góðtemplarareglan á Akureyri
80 ára, en það er gefið út af því tilefni, að
10. jan. 1964 átti Góðtemplarareglan í
höfuðstað Norðurlands óslitinn 80 ára
starfsferil sér að baki. Eiríkur Sigurðsson,
skólastjóri á Akureyri, er árum saman og
með mörgum hætti hefir komið við sögu
Góðtemplarareglunnar þar í bæ, hefir tekið
saman afmælisritið. En rit þetta er ennþá
merkilegra fyrir það, að það er eigi aðeins
saga Góðtemplarareglunnar á Akureyri,
heldur jafnframt saga stofnunar og fyrstu
starfsára Góðtemplarareglunnar á íslandi,
því að vagga hennar stóð á Akureyri. Um
þann merkisviðburð fer höf. ritsins eftir-
farandi orðum í upphafi þess, um leið og
hann í stuttu máli bregður upp glöggri
mynd af starfsemi Reglunnar og félags-
málalegum áhrifum hennar:
,,Tvær merkar félagsmálahreyfingar hafa
fest rætur sínar á Akureyri og borizt þaðan
út um landið. Þær eru Góðtemplarareglan
og Ungmennafélagshreyfingin. Báðar komu
þær frá Noregi, eins og landnámsmennirn-
ir. Báðar hafa þær haft mikil og heillarík
áhrif á íslenzkt þjóðlíf.
Fyrir aldamótin síðustu var félagslíf fá-
breytt hér á landi. Góðtemplarareglan varð
brautryðjandi í félagsmálum víða um land.
Hún var lýðræðislegur félagsskapur, sem
kenndi fólki að vinna saman. Hún byggði
fyrstu samkomuhúsin í kaupstöðum og
kauptúnum víðs vegar um landið.
í Góðtemplarareglunni nutu konur fyrst
jafnréttis við karlmenn, og flýtti það ef-
laust fyrir því, að þær fengu síðar almenn-
an kosningarétt.
Þeir templarar, sem kynnzt höfðu lýð-
ræðislegum félagsstörfum í Góðtemplara-
reglunni, stóðu oft fyrir stofnunum ýmissa
annarra félaga, t.d. verklýðsfélaga, kvenfé-
laga, leikfélaga og sjúkrasamlaga. Góð-
templarareglan hefur þannig í reynd verið
víðtækur og merkur félagsmálaskóli í land-
inu.“
Hálf öld er nú liðin síðan ég gekk í Góð-
templararegluna, er ég stundaði mennta-
skólanám í Reykjavík, og get ég því um
það borið af eigin reynd, að hún var mér á
Framhald af 11. bls.
Council on Alcoholism). Síðustu fimm
árin var hann í stjóm NCA og er líka
félagi í samtökum lækna um áfengis-
vandamálið. Hann er doktor í læknis-
fræði og í stjórn ýmissa stofnana og fé-
lagsmálasamtaka, sem hér verða þó ekki
talin.
þeim árum góður skóli í fundarsköpum og
fundarstjórn, jafnhliða því og hún glæddi
mér hugsjónaást og félagshyggju.
Skal nú horfið aftur að afmælisritinu
sjálfu. í fyrsta hluta þess fjallar höf. um
Góðtemplararegluna á Akureyri almennt,
starf hennar og þróun, og er sú saga um
margt glæsileg og eftirtektarverð, þótt þar
hafi skiptzt á skin og skúrir, sigrar cg
ósigrar eins og löngum vill verða í öllum
félögum, og í þjóðlífinu sjálfu. En merki-
legast og ánægjulegast til frásagnar er þó
það, hve starfsemi Reglunnar á Akureyri
hefir staðið föstum fótum og fært út kví-
arnar á tímabilinu 1934—1954, en um það
fer höf. þessum orðum:
„Segja má, að síðastliðin þrjátíu ár hafi
verið jafnara starf í Reglunni á Akureyri
heldur en á næsta tímabili á undan. En
framkvæmdir miklu fleiri og fjölbreyttari.
Nú eru stúkufundir ekki einu félagsstörfin,
heldur stjórn og störf í hinum ýmsu fyrir-
tækjum og stofnunum Reglunnar í bænum.
Má þar nefna Borgarbíó, Hótel Varðborg,
Æskulýðsheimili templara, Bókasafn IOGT,
og væntanlegt minjasafn í Friðbjarnarhúsi.
Ekki verður nánar rætt um þessi fyrirtæki
og stofnanir hér, þar sem það er gert á
öðrum stað. Aðeins vakin athygli á því,
hvað störfin eru orðin víðtækari.
Fyrstu 10 árin til 1944 störfuðu fjórar
stúkur í bænum, 3 undirstúkur og ein ung-
mennastúka. En síðustu 20 árin hafa að-
eins ísafold og Brynja haldið uppi merki
Reglunnar hér, og svo barnastúkurnar Sak-
leysið, Samúð og Von. Nú starfa banrastúk-
ur við alla banraskólana.“
Þessu næst er langur kafli og merkilegur
frá sögulegu sjónarmiði: „Fyrsta Góð-
templarastúkan, stúkan ísafold nr. l.“ Er
þar eins og vera ber, getið sérstaklega
Norðmannsins Ole Lied, stofnanda Góð-
templarareglunnar á íslandi. En stofnun
Reglunnar lýsir Eiríkur Sigurðsson á þessa
lei'ð:
„Fyrsta góðtemplarastúkan á íslandi var
stofnuð 10. janúar 1884 í húsi Friðbjarnar
Steinssonar á Akureyri og hlaut nafnið
Isafold nr. 1 .Stofnandi hennar var Ole
Lied, norskur maður frá Álasundi."
Eru þau ummæli byggð á stofnfundar-
gerð stúkunnar Isafold, en fundargerðin er
í heild sinni tekin upp í ritið fyrrgreindum
ummælum til staðfestingar, enda á hún þar
heima. En um stofnendur stúkunnar fer
Eiríkur meðal annars þessum orðum:
„Kunnastir af stofnendunum voru Ásgeir
Sigurðsson og Friðbjörn Steinsson. Ásgeir
var bróðursonur Jóns A. Hjaltalín, skóla-
stjóra á Möðruvöllum. Hann gerðist fljótt
athafnasamur um útbreiðslu Reglunnar og
var um tíma umboðsmaður hátemplars hér
á landi. Friðbjörn var einn af heldri borg-
urum bæjarins, bóksali og bæjarfulltrúi á
Akureyri og reyndist einhver traustasti
maðurinn við málstað Reglunnar, áhuga-
samur templar til dauðadags 1918.“
Annars er þessi kafli afmælisritsins ítar-
leg starfssaga stúkunnar ísafold fram til
1895, en eftir það stúkunnar ísafold—Fjall-
konan, því að 3. febrúar 1895 sameinuðust
þær stúkur með því skilyrði, að nafni Fjall-
konunnar, sem verið hafði kvennastúka,
væri bætt við ísafoldarnafnið, og hefir svo
verið jafnan síðan.
í næsta kafla ritsins eru stúkunni Brynju
nr. 99 og starfsemi hennar gerð sambærileg
skil. Hún var stofnuð af Sigurði Eiríkssyni,
regluboða, 4. júlí 1904, en hann ferðaðist
það sumar um Norðurland á vegum stór-
stúkunnar.
Hér að framan var, með tilvitnunum í
upphafskafla ritsins, vikið að því, hvað
starf Reglunnar á Akureyri hefði á árun-
um 1934—1964 komist í fastar skorður og
orðið fjölbreytt að sama skapi. Um það er
FRÁ AKUREYRI