Eining - 01.07.1969, Qupperneq 13
EINING
13
mjög ítarlega fjallað í kaflanum „Húsnæði
og stofnanir Góðtemplarareglunnar á Akur-
eyri,‘ sem jafnframt tekur yfir miklu lengra
tímabil hvað snertir húsnæðismál Reglunn-
ar þar í bæ. En eitt af afrekum hennar
snemma á árum var bygging glæsilegs sam-
komuhúss, er enn stendur, og Reglan átti í
10 ár, en seldi það þá Akureyrarbæ. Fundi
sína héldu stúkurnar þar þó þangað til um
áramót 1926, að þær fluttu í samkomuhúsið
Skjaldborg.
Við vígslu hins ofannefnda og stórmynd-
arlega samkomuhúss templara á Akureyri
23. janúar 1907 var flutt snjallt kvæði eftir
þjóðskáldið Matthíast Jochumsson, og hitt-
ir skáldið ágætlega í mark, er hann segir:
Sjaldan á Fróni er fegurri höll
í fegurri tilgangi smíðuð.
Tvö önnur falleg kvæði eru tekin upp í
ritið, hið fyrra eftir frú Ingibjörgu Bene-
diktsdóttur, sungið við vígslu samkomu-
hússins Skjaldborgar 10. janúar 1926, og
„Er sunna hlær.. .,“ eftir Stefán Ág. Kristj-
ánsson, sungið á bindindismóti á Laugum
1939. En Stefán Ágúst hefir um langt
skeið komið mjög við sögu Reglunnar á
Akureyri, einkum í byggingarmálum henn-
ar, og hefir einnig um undanfarin ár verið
umboðsmaður hátemplars á íslandi.
En eins og þegar hefur verið vikið að,
lýsir umræddur kafli ritsins sérstaklega
hinum mörgu og merku stofnunum Regl-
unnar á Akureyri, er að framan voru tald-
ar. Ber þar hátt rekstur Borgarbíós, Hótel
Varðbog, og æskulýðsstarfið í ýmsum
myndum, en ekki getur þarfari starfsemi í
þjóðar þágu en það starf, sem unnið er
æskunni til andlegs og aukins manndóms.
Skylt er einnig í þessu sambandi að taka
upp eftirfarandi ummæli úr sama kafla rits-
ins:
„Tvær aðalstofnanir Reglunnar á Akur-
eyri, Borgarbíó og Hótel Varðborg, eru sér-
stæðar í starfi Reglunnar hér á landi. Hótel-
reksturinn er aðallega að sumrinu, en að
vetrinum er meiri hluti hótelsins vistheim-
ili fyrir námssveina úr Menntaskóla Akur-
eyrar síðan 1965.“
í kaflanum „Visnaðar greinar“ er getið
þeirra Góðtemplarastúkna á Akureyri, er
áttu sér lengri eða skemmri sögu, en hættu
starfi af ýmsum ástæðum. En, eins og fram
kemur í frásögnunum um þær, lögðu þær, í
mismunandi mæli að vísu, sinn skerf til
bindindis- og menningarmála í Akureyrar-
bæ.
Næsti kafli ritsins, „Æðri stigin,“ grein-
ir frá starfsemi Stórstúku fslands á Akur-
eyri, Umdæmisstúku Norðurlands og Þing-
stúku Eyjafjarðar, og hefst á þessari at-
hyglisverðu og réttmætu staðhæfingu:
„Þegar rætt er um störf Góðtemplara-
reglunnar á Akureyri, ber að minnast þess,
að þar átti yfirstjórn Reglunnar, Stórstúka
íslands, heima í þrjú ár, 1924—1927.
Fyrstu tvö árin, 1884—1885, voru höfuð-
stöðvar Reglunnar á Akureyri, unz Stór-
stúka íslands var stofnuð 24. júní 1886.“
Stórstúkuþing hafa 8 sinnum verið háð á
Akureyri, seinast 1964 í tilefni af 80 ára
afmæli Reglunnar á íslandi.
Frásagnirnar um Umdæmisstúku Norður-
lands og Þingstúku Eyjafjarðar bera því
vitni, að þær hafa báðar unnið mikið og
merkilegt starf bindindismálinu til eflingar.
Hugþekkur lestur er kaflinn „Unglinga-
reglan,“ þar sem rakin er stofnsaga og
starfssaga barnastúknanna á Akureyri, og
er það að vonum getið ítarlega hinnar elztu
þeirra, en það er Sakleysið nr. 3, aðeins
tveim árum yngri en móðurstúkan ísafold.
Hún var stofnuð 10. júlí 1886, er enn starf-
andi, og sér því að baki meir en 80 ára
sögu, og hana merkilega að sama skapi. En
allar hafa barnastúkurnar, og sérstaklega
þær, sem enn eru starfandi, auk Sakleysis,
en það eru Von nr. 75 og Samúð nr. 102,
átt sinn drjúga og heillaríka þátt í þróun
og starfi Góðtemplarareglunnar á Akureyri.
í kaflanum „Brautryðjendur" er getið
sérstaklega þeirra Friðbjörns Steinssonar,
bóksala, Bjarna Hjaltalín, fiskimatsmanns,
og Jnós Chr. Stephánssonar, timburmeist-
ara, er allir mega vissulega teljast frum-
herjar í starfi Reglunnar á Akureyri. í
kaflanum „í fararbroddi“ er jafn maklega
sérstaklega getið þeirra Brynleifs Tobías-
sonar, menntaskólakennara, er var stór-
templar í Stórstúku íslands tvisvar, á
Akureyri 1924—1927 og svo aftur í Rvík
1955—1957, Guðbjörns Björnssonar, húsa-
smíðameistara, og Halldórs Friðjónssonar,
ritstjóra. Guðbjörn var gjaldkeri í Stór-
stúku íslands 1924—1927, en Halldór stór-
ritari í stórstúkunni sömu ár.
Fróðleg mjög er skráin yfir „Bindindis-
blöð, gefin út á Akureyri," er öll eiga sitt
sgöulega gildi, og þá sérstaklega „Bind-
indistíðindi,“ en um þau fer höf. afmælis-
ritsins þessum orðum í upphafskafla rits-
ins:
„Það sýnir bezt áhuga brautryðjendanna
fyrir útbreiðslu Reglunnar, að á fyrsta ári
hennar hófu þeir útgáfu á fyrsta bindindis-
blaði á íslandi. Það voru „Bindindistíðindi“
undir ritstjórn Ásgeirs Sigurðssonar. Alls
komu út fimm blöð á árunum 1884—1885.
Nú eru þessi blöð mjög fágæt og eftirsótt.“
Hér hefur þá verið drepið á nokkur at-
riði í þessu merkilega afmælisriti. Það er
mjög skilmerkilega samið og læsilegt vel.
Höf. segir í eftirmála sínum: „Ég hef sam-
ið þetta rit fyrst og fremst sem sögulega
heimild, sem eitthvert gildi hefur fyrir
seinni tímann.“ Það hefur honum tekizt
ágætlega. Rit þetta er eigi aðeins merkur
skerfur til sögu Akureyrarbæjar, heldur
einnig til sögu Góðtemplarareglunnar á ís-
landi, og jafnframt til sögu íslenzkra fé-
lagsmála í heild sinni.
Það er einnig hið vandaðasta og snyrti-
legasta að frágangi, og hlutaðeigendum til
sóma hvað það snertir. Margar myndir auka
á gildi þess. Varð mér sérstaklega starsýnt
á myndirnar frá stórstúkuþinginu á Akur-
eyri 1964, 80 ára afmælisþingi Góðtempl-
arareglunnar á íslandi, og rifjuðu þær
myndir upp hugljúfar minningar um komu
okkar hjónanna á það söguríka stórstúku-
þing 1 ógleymanlegri íslandsferð okkar í
sumar. Um leið og ég þakka ykkur Reglu-
systkinum mínum á Akureyri ágæt störf og
kynni, sendi ég ykkur hugheilar kveðjur
frá konu minni og mér í eftirfarandi Ijóð-
línum:
Fögur rís mér feðraströnd,
fékk ég þaðan dýran arf.
Höf ég brúa bróðurhönd,
blessa ykkar göfugt starf.
Fréttir hafa verið yfirleitt góðar af
bindindismannamótunum í þriggja daga
fríinu í ágústbyrjun. Þau voru að þessu
sinni fjölmennari en nokkru sinni áður,
um 20 þúsundir í Húsafellsskógi, 8—10
þúsundir í Vaglaskógi, á sjöunda þúsund
í Galtalækjarskógi, í Hallormsstaðaskógi
á þriðja þúsund, alls um 40 þúsund,
sögðu fréttablöð. — Góðtemplarareglan
átti frumkvæðið að þessum mótum, og
enn sér Umdæmisstúka Suðurlands um
eitt þeirra árlega, það sem síðustu árin
hefur verið í Galtalækjarskógi. 1 baksýn
á myndinni sést skálinn, sem þangað var
fluttur frá Reykjavík.
(Ljósm. Mbl. Kr. Ben.)