Eining - 01.07.1969, Síða 14
14
EINING
Fas± kveðið að orði.
Fréttabréf um heilbrigðismál, sem
Krabbameinsfélag íslands gefur út, er mjög
ágætt rit. Að þessu sinni ætlar Eining að
hnupla aðeins örfáum línum úr því, en hef-
ur þó hug á fleiru. 1 2. tbl. Fréttabréfs
þessa árs — 1969, er lítil klausa, sem
heitir:
Ofdrykkjan.
,,Á steinhellu í prestssetursveggnum í
Kimford, vestur Sussex í Englandi eru
þessi miskunnarlausu varnarorð undir fyr-
irsögninni: „Niðurlæging ofdrykkjunnar.-'
„Engin synd afskræmir meira ímynd guðs
en drykkjuskapur. Hann dulbýr persónu-
leikann og gerir hann jafnvel að ómenni.
Af ofdrykkjunni fær hann nautsháls, svíns-
vömb og asnahaus. Ofdrykkjan svívirðir
mannseðlið, drepur vitið, er skipbrot skír-
lífsins og morðingi samvizkunnar. Of-
drykkjan eitrar líkamann, bikarinn er
mannskæðari en fallbyssan, hann veldur
vatnssýki, slímhúðarbólgum, heilablæðing-
um, fyllir augun eldi og fæturna bjúg og
sendir líkamann á sjúkrahús.“
Mörg eru þau sannleiksvitnin, sem fyrr
og síðar hafa vitnað gegn skemmdarverk-
um áfengispúkans, en hann hefur alla vasa
fulla af krónum, dollurum, rúblum, pund-
um og öðrum gjaldeyri þjóða, sem hann
veifar framan í peningagráðuga einstakl-
inga og ríkisstjómir. Fyrir það peninga-
magn getur hann alltaf fengið milljónir
sálna í vítispott sinn.
Foreldrablaðið.
Foreldrablaðið 1969, 1. tbl. er sjálegt og
vandað að frágangi, og í því ýmislegt gott
lesmál. Sem sýnishorn skulu birtar hér að-
eins nokkrar línur úr forustugrein blaðsins,
en hana skrifar Eiríkur Stefánsson, kenn-
ari. Hann ræðir þar m.a. um ættjarðarást
íslendinga á áratugunum fyrir og eftir síð-
ustu aldamót, og segir:
„Þá var blómaskeið ljóðagerðar, og varla
kom svo út lítið ljóðakver, að ekki væri þar
kvæði um ættjörðina og stundum mörg. Og
allir kunnu meira eða minna af ættjarðar-
kvæðum hinna þekktu skálda. Þjóðin söng
þessi ljóð, — söng þau inn í sig, eignaðist
þau, elskaði þau og naut þeirra. Þannig
höfðu þau áhrif á hvem íslending. Þarna
var um gagnverkanir að ræða. Þjóðartil-
finningin örvaði skáldin, en þau glæddu
síðan loga ættjarðarástarinnar í brjóstum
einstaklinganna."
Þetta þyrfti þjóðin að festa sér í minni,
nú á árum afskræmingarinnar, þegar margt
æpir hástöfum ræktarleysið, eins og t.d.
rímlausa, efnislausa og fáránlega ljóða-
þruglið, klæðnaður, hár og höfuðbúnaður
unga fólksins á götum úti, svo að eitthvað
sé nefnt. Það liggur við, að við gömlu
mennirnir hlökkum til að deyja frá allri
þeirri andstyggð, sem þau niðurrifsöfl, sem
vilja uppræta ættjarðarást og alla góða og
gamla siði, hafa steypt yfir þessa kynslóð.
Hér eru svo enn nokkrar úrvalssetningar
úr Foreldrablaðinu:
„Séra Magnús Helgason, fyrsti skóla-
stjóri Kennaraskóla íslands, var sannur ís-
lendingur í beztu merkingu þeirra orða. 1
erfðaskrá sinni farast honum þannig orð:
„Ég hef unnað íslandi frá barnæsku. Þá
ást kveiktu þeir hjá mér Jónas með ljóðum
sínum, Páll Melsted með fornaldarsögu
sinni og Jón Sigurðsson með baráttu sinni.
ísland hefur verið unun mín. Gefið mér allt,
sem ég á. Það er því einsætt, að það njóti,
ef eitthvað verður eftir mig látinn.“
Ekki megum við vera blindir á auðlegð
þjóðarinnar, sem hún enn á í mannvali og
menningu. Sem betur fer á hún margan
kjarnakvist í röðum bæði yngri og eldri
kynslóðarinnar. Yfir því má gleðjast, þótt
margt sé það, sem miður fer, en það á
mannræktin og menningin að uppræta. og
slík þörf á að kveikja áhugaeldinn í brjóst-
um allra ættjarðarvina og unnenda sannrar
menningar.
Eld þarf að tendra.
Uppi er fáninn. — Orð á vörum.
Er það kannski nóg?
Skal þá una okkar kjörum?
Eitthvað skortir þó:
Eldinn bæði í hug og hjarta,
hverfur slénið þá,
helga logann, heita, bjarta,
hugsjón menn þá sjá.
Getur gagnvart heimsins hrylling
hjartað verið kalt?
Nægja orð við ógn og trylling?
Að því hyggja skalt.
Þjáðum, hrjáðum, þeim til bjargar
þú átt sterka hönd,
getur brotið gildrur margar —
grimma oksins bönd.
Vöknum. Tendrum trúarelda,
tröðum straumsins röst.
Hrekjum ánauð vondra velda,
váleg iðuköst.
Látum sólar ljómann skína
lífs um myrkvað hjarn.
Vertu þeim, sem vond öfl pína,
vorsins glaða barn.
Glæð þá eldinn. Lát þar loga,
lýsa orð og mál.
Eldsálirnar öllu voga,
eldur vermir sál.
Jafnan kveikir eldur elda,
upp af trú vex trú.
Læknismáttar ljóssinsvelda
ljósberi ver þú.
Sívert Meldal, norskur.
P.S. þýddi.
Leiðrétting.
Af óafsakanlegri vangá ritstjóra blaðs-
ins hafði í síðasta tölublaði þess lent mynd
af Operuhöllinni í París, þar sem vera átti
Tivoli í Kaupmannahöfn. Þeir sem safna
blaðinu ættu að leiðrétta þetta, merkja við
myndina: Skökk mynd.
Þá vantar eitt 0 á 14. bls. í upphafi 4.
málsgreinar, þar sem talað er um eiturlyf ja-
neytendur í Bandaríkjunum, á talan að
vera 50.000.
STERKA ÖLIÐ
Sænskur sjúkrahúslæknir skrifar í
fræðiritið Alkoholfrágan um ölneyzluna.
Hann bendir á, að almennt geri fólk sér
ekki ljóst, hve skaðleg hin daglega öl-
drykkja sé. Neyzla sterku drykkjanna í
ofdrykkju manna á laugardagskvöldum,
sé miklu meira áberandi og afleiðingar
hennar oft raunalegar, en þessir menn
séu þó oft lausir að mestu leyti eða alveg
við eiturverkanir áfengisins hina 5 eða
6 daga vikunnar, en með daglegri öl-
drykkju séu menn á hægfara leið niður
í áfengissýkina. Við ölneyzluna bætizt
svo oft einhver neyzla sterkari drykkja
eða annarra eiturefna. Þetta geri ástand-
ið yfirleitt miklu verra en það var, áður
en sterka ölið (mellanölet) var gefið
f rj álst.
Islenzka þjóðin ætti að vera vel á
verði gegn lævísum brögðum manna, að
bæta á áfengisvandræðin hér með því að
leyfa gerð og sölu sterka ölsins. Það
hlyti að leiða til þess, að það yrði þamb-
að á vinnustöðum, mannfundum og
skemmtunum, og verða einnig æsku-
mönnum ill gildra.
-k -k -k
Umdœmisstúkuþing
Vorþing Umdæmisstúkunnar nr. 1 var
háð í Templarahúsinu í Reykjavík 31. maí
sl. Fulltrúar og aðrir þinggestir f jölmenntu.
Kærkomnir gestir voru þar, dr. Richard
Beck og frú hans, sem fluttu okkur hlýjar
kveðjur frá íslendingum vestan hafs og
samherjum okkar þar. Það var hressandi
að hlusta á spjall dr. Becks, sem enn er
hinn óþreytandi, áhugasami og trausti liðs-
maður bindindishreyfingarinnar, eins og
reyndar allra góðra málefna. Þau hjónin
hafa verið hér á landi síðan í maí vor og
fram til í haust, ferðast um landið, tekið
þátt í fagnaði þjóðarinnar 17. júní og
einnig í norræna bindindisþinginu, verið
ágætir fulltrúar íslendinga og Þjóðræknis-
félags þeirra í Bandaríkjunum og Canada.
Þau hafa hvarvetna og á mörgum stöðum
verið kærkomnir gestir og flutt kveðjur og
ávörp. Við færum þeim alúðar þakkir fyrir
heimsóknina til föðurlandsins, nú eins og
áður. Þau eru miklir íslandsvinir, og allra
heilla og blessunar biðjum við þeim.
Umdæmisþinginu stjórnaði umdæmis-
templar Ólafur Jónsson, flutti skýrslu um
síðasta starfstímabilið, en frá því starfi
flestu hefur blaðið sagt áður, eftir því sem
það hefur verið framkvæmt. Skýrsla Páls
Kolbeins um Barnaheimili templara að
Skálatúni, er mjög merk og athyglisverð,
en hana ætlar Eining að geyma sér og sem
betza frásögn af þessu barnaheimili, þar
til í september-október-blaðinu.
Á þinginu ríkti góður áhugi og eindrægni
og fóru þingstörf fram að venjulegum
hætti.