Eining - 01.07.1969, Qupperneq 15
E I N I N G
15
Áfengisneyzlan er
þjóðinni dýr
ólafur F. Hjartar bókavörður, sem er
fræöslustjóri Stórstúku Islands, sendi
stúkunum í landinu eftirfarandi upplýs-
ingar laust fyrir árslokin 1966 og hefur
látið blaðinu þær í té.
„Skýrsla Áfengismálanefndar, sem
prentuð hefur verið sem fylgiskjal með
frumvarpi til laga um breyting á áfengis-
lögum nr. 58 24. apríl 1954, gefur nokk-
uð glögga mynd af nútíma ástandi í
áfengismálum Islendinga.Við höfum því
miður enga stofnun, sem vinnur að
gagnasöfnun um þessi mál. Af þeim sök-
um er oft erfitt að benda á haldnýt rök,
þegar þessi mál eru rædd.
Ég vil leyfa mér að nefna nokkur at-
riði í umræddu fylgiskjali Áfengismála-
nefndar. Tölur sýna, að áfengisneyzla
þjóðarinnar hefur farið vaxandi síðan
bannlögin voru að fullu afnumin 1935.
Þá ber þess einnig að gæta, að drykkju-
skapur unglinga fer vaxandi, eins og
skýrsla frá Barnaverndarnefnd Reykja-
víkur gefur til kynna.
Einnig kemur í ljós ábyrgðarleysi
hinna fullorðnu í afstöðu til unglinga og
áfengis. Á einum stað er skráð í fylgi-
skjalinu: „Svo virðist sem unglingum sé
bókstaflega kennt aö drekka á vinnu-
stööunum.“
Tafla sýnir, að ölvun á aukinn þátt í
umferðarslysum síðustu ára.
Dr. Tómas Helgason yfirlæknir telur,
að tala ofdrykkjumanna í landinu sé um
2300.
Þessi tala er ábyggilega hærri en flesta
grunar. Það er fróðlegt að gera sér í
hugarlund, að 2300 einstaklingar, sem
hafa um kr. 175.000.oo meðal árstekjur,
vinna samanlagt fyrir kr. 402.500.000. -
(402 milljónir). Þegar það er haft í
huga, að selt var áfengi árið 1965 fyrir
um kr. 400.000.000.oo (400 milljónir),
hlýtur að vakna sú spurning, hvort ekki
hefði verið heilbrigðara, að þessar tekj-
ur hefðu komið fjölskyldum, sveit (eða
bæjarfélagi) til góða.
I fylgiskjalinu er minnzt á 2300 of-
drykkjumenn, en ótaldir eru þeir, sem
ekki sækja vinnu dag og dag sökum of-
neyzlu áfengis. Erfitt er í tölum að telja
allt það tjón, sem hlýzt af völdum
áfengis.
Fylgiskjal við þetta frumvarp ættu
bindindismenn að kynna sér, því að þar
er að finna ýmsar staðreyndir, sem okk-
ur bindindismönnum þurfa að vera
kunnar.“
Ölafur F. Hjartar.
Sœlir eru hiartahreinir.
Himinn hreinn og fagur
heimi opnar sýn,
þegar dýrðardagur
dásamlegur skín,
birtast ótal undur,
augu verða skyggn.
Sér þá efans andi
alvalds mátt og tign.
Ljóssins andar einir
æðstu mörkum ná.
Aðeins hjartahreinir
himna drottinn sjá.
Trúarauga ávallt
opnast himinn hver.
Sérhvert guðs barn greinir
Guð í hjarta sér.
P. S.
Albjóðaregla IOGT í vexti.
Nú eru um 600.000 félagar í alþjóða-
reglu Góðtemplara í 40 þjóðlöndum, og
horfur eru sagðar á að félögum hennar
muni halda áfram að fara fjölgandi. Víða
er þessum samtökum manna vel tekið, því
að þau efla friðsamlega sambúð manna og
allra þjóða, án þess að trúar-, stjórnmála-
skoðanir, þjóðerni eða litarháttur komi þar
til greina. Við tilheyrum öll mannkyninu og
eigum að lifa í sátt og samlyndi, athafna-
söm við það að bæta sem bezt kjör og líðan
allra manna.
Geium við slökki
eldinn?
Hvaða eld ? -—• Eldinn sem veldur heilsu-
tjóni og mengar andrúmsloftið á heimilum
manna, mannfundum og í veizlum, eldinn í
sígarettunni og reykpípunni.
Ekki hefðum við, sem hófum baráttu
gegn tóbaksreykingum fyrir nokkrum tug-
um ára, þorað að vænta þess, að okkur
myndi veitast slík liðveizla margra mætra
áhrifamanna víða um lönd, sem nú er orðin
raunin.
Fréttir frá Noregi greina frá því, að fé-
lagsmálaráðuneytið þar hafi í hyggju að
vinna gegn tóbaksreykingum, og það með
lagaboði. Reynt verði að vinna gegn tóbaks-
auglýsingum og svo verði menn skyldaðir
til að láta prenta á sígarettupökkunum við-
vörun við heilsutjóni því, sem tóbaksreyk-
ingar geti valdið. Það tjón verður stöðugt
meira og meira ábeiandi og er sums staðar
orðið allgeigvænlegt. — Norska kirkjan
beitir líka áhrifum sínum gegn tóbaksreyk-
ingum, og er þá þörfin ekki minni, að
herða baráttuna gegn áfengisdrykkjunni.
Tóbaksauglýsingarnar í íslenzku blöðun-
um eru reginhneyksli. Getum við ekki feng-
ið unga fólkið í lar.dinu til að vinna gegn
tóbaksplágunni ? Það væri mikill sigur.
ÁFENGISSALAN
1. apríl til 30. júní 1969.
Heildarsala:
Selt í og frá Reykjavík ..kr. 131.702.104
- - - - Akureyri.....— 13.935.110
- - - - ísafirði ....... — 4.771.115
- - - - Siglufirði ......— 2.323.880
- - - - Seyðisfirði .... — 2.573.930
- - - - Keflavík ........— 10.136.830
- - - - Vestm.eyjum .. — 6.978.635
kr. 172.421.604
Áfengissalan á sama tíma 1968:
Selt í og frá Reykjavík .... kr. 111.775.088
- - - - Akureyri......— 11.916.675
- - - - ísafirði ..........— 4.142.775
- - - - Siglufirði .......— 1.904.950
- - - - Seyðisfirði .... — 2.011.965
- - - - Keflavík ........ — 7.241.630
- - - - Vestm.eyjum . . — 5.990.405
kr. 144.983.488
Áfengissalan fyrstu sex mánuði þessa árs
varð kr. 300.870.648, en var á sama tíma 1968
kr. 266.291.695. —- Söluaukning um 13%.
Áfengisvarnaráð.
(Heimild: Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins).
Sá eitri — uppskera dauða
Með áfengissölunni sá þjóðir eitri og upp-
skera svo eymd, glæpi, slys og dauða.
Norska blaðið Folket skýrir frá því 15.
marz 1969, að 47 ára sölumaður og 23 ára
ungmenni hafi setið saman í hótelherbergi
og stundað áfengisdrykkju kappsamlega.
Þeir urðu missáttir og leikslokin urðu þau,
að ungi maðurinn sló hinn eldri með öl-
flösku í höfuðið, tók hann svo kverkataki
og slengdi honum í gólfið. Nokkru síðar
fannst hann liggjandi þar dauður og blóð-
ugur. Algáður hefði ungi maðurinn ekki
drýgt þenna glæp. Hann var handtekinn og
játaði glæp sinn. Dáni maðurinn var með
sár á enni, hnakka og hálsi.
Sama blað segir frá öðrum ungum manni
19 ára, sem stakk mann á fimmtugsaldri
og varð það hans bani. Einnig þar var
áfengisdrykkja að verki.
Og enn segir blaðið frá ölvuðum manni,
sem ók á 100 km hraða, tók nokkuð krappa
beygju og ók á þessum hraða inn í hús. í
bílnum voru tveir farþegar, 15 og 49 ára
og fórust þeir báðir, bíllinn að mestu eyði-
lagður og skemmd á húsinu var metin á 17
þús. norskar krónur. Slík er uppskeran af
því að sá eitri í líf manna, en slíkt leika
þjóðir og telja jafnvel menningaratriði.
■X -K -k
Áminning
Hæð ei neinn, þó hrynji tár
heims er stormar buga;
það er að bera salt í sár
sorgarmæddum huga.
Richard Beck.