Eining - 01.06.1971, Blaðsíða 4
4
EINING
En menning- er annars eðlis. Menn-
ingai lærir engin þjóð af annarri. Hún
er ekki háð fjölmenni þjóðar eða stærð
þjóðfélags. Menning þjóðar sprettur af
innstu rót hennar sjálfrar og dafnar
vegna þeirrar orku, sem býr í gömlum
jarðvegi hennar. Menning er ræktun
mannlegra eiginleika. Þá skiptir ekki
máli, hvort maðurinn býr í höll eða
hreysi, hvort hann er hluti af stórri
heild eða smárri. Menning er einkamál.
Islendingar eru nýlega orðnir aðilar
að vestrænni siðun. Það er ekki fyrr en
á þessari öld, að þeir hafa tileinkað
sér tækni og hagkvæmni. En sú menn-
ing, sem þeir skópu fyrir meira en
þúsund árum, lifir enn. Hún breytist,
og svo á að vera. En rót hennar er enn
hin sama. Þess vegna er eðli hennar
óbreytt og mun verða.
Hver er þessi rót, sem íslenzk menn-
ing hefur sprottið af? Hvað yljaði fá-
tæku fólki á löngum kvöldum í köldum
hreysum um margar aldir? Það voru
þær sögur og þau ljóð, sem til forna
höfðu verið skráð á skinn og gengu
mann frá manni. I þeim lifði tunga
forfeðranna. Þar varðveittist það þjóð-
erni, sem orðið hafði til á þeirri eyju,
sem hlaut nafnið ísland.......
Fögnuður íslendinga yfir endurheimt
handritanna er jafndjúpur og sannur
og hann er vegna þess, að okkur finnst
hún styrkja okkur í viðleitni okkar til
þess að varðveita allt íslenzkt.
Við hinn danska starfsbróður minn,
sem nú hefur afhent Islendingum tvo
mestu dýrgripina meðal íslenzkra hand-
rita, við þá fulltrúa danska þjóðþings-
ins og dönsku ríkisstjómarinnar, sem
hér eru staddir, við dönsku þjóðina
segi ég á þessari stundu:
Þið hafið drýgt dáð. Við litla frænd-
þjóð hafið þið komið fram með þeim
hætti, að hún mun aldrei gleyma því.
Þið hafið sýnt þjóðum heims fordæmi,
sem veraldarsagan mun varðveita, Ég
vona, að hér muni það sannast, að hið
bezta, sem maður gerir sj álfum sér,
sé að gera öðrum gott.
Úrdráttur úr rœðu
Helge Larsen,
menntamálaráðherra Dana
»LDREI á þessum löngu árum
hef ég heyrt látna í Ijós óþolin-
mæði á Islandi, en oft hefur komið
fram, af hve lifandi áhuga íslendingar
hafa fylgzt með málinu.
I fljótu bragði gæti vakið furðu, að
óþolinmæði hafi ekki gert vart við sig,
en þannig hlaut þessu að vera farið
á íslandi, því landið, sem hefur elztu
þingræðishefð Norðurlanda, veit ein-
mitt á þeim grundvelli, hvað í því felst
að hafa í heiðri löggjafarreglur og
réttarúrskurði — jafnvel þótt slíkt
verði til þess að draga mál á langinn,
þar sem fylgja verður öllum þingræðis-
og réttarreglum.
•
Hvað Island snertir var málið útkljáð
1961, þegar samin voru ákvæði samn-
ingsins um skiptingu Árnasafns í tvær
deildir og afhendingu handrita og
skjalagagna til varðveizlu við Háskóla
Islands í samræmi við þau dönsku lög,
sem voru samþykkt, og samkomulag
beggja aðila um, að með þeirri skipan,
sem var ákveðin, yrði viðurkennt að
komið yrði að fullu og endanlega til
móts við allar óskir af Islands hálfu
um afhendingu hvers konar þjóðlegi’a
íslenzkra minnismerkja í Danmörku.
Fyrir okkur Dani liðu sem sé 10 ár
áður en við gátum gert ákvæði samn-
ingsins að veruleika, en í dag erum við
komnir til Islands — þingmenn og ráð-
herrar — til þess að afhenda ríkis-
stjórn Islands fyrsta sýnilega vott þess,
að samningurinn hefur tekið gildi:
Flateyjarbók og Konungsbók Sæmund-
ar-Eddu......
Flateyjarbók kom til Kaupmanna-
hafnar 1656, Konungsbók Sæmundar-
Eddu 1662; báðar voru gefnar Friðriki
3., fyrsta einvaldskonungi Dana. Það
fólst í einvaldsskipulaginu, að dýrgrip-
um ríkisins var safnað hjá einvaldskon-
ungi í aðsetri hans í Kaupmannahöfn.
Mörg önnur handrit komu síðan frá
íslandi til höfuðborgar konungsríkis-
ins, og þau voru varðveitt þar.
Miðstjórnarskipulagið var eðlilegt og
rétt samkvæmt skoðunum þeirra tíma.
Á 19. og 20. öld hefur önnur stjórn-
málahugsjón verið hafin til vegs og
virðingar, ekki miðstjórnin, heldur hið
gagnstæða, viðurkenningin á þjóðlegum
og alþýðlegum rétti og sjálfstæði.
Það er þessi leiðandi hugsjón 20.
aldar, sem við gerum að veruleika í
dag gagnvart ósk Islands um afhend-
ingu handritanna.Þar með lýkur loks
löngum umræðum og þeim lýkur eftir
kröfum tímans.
Norðurlönd sem ríki eru klofin í
minni einingar en á einveldistímunum,
en við höfum miklu betri samskipti
okkar á milli en þá og skiljum hver
annan miklu betur.
Og þar með er rúmlega 300 ára út-
legð Konungsbókar Sæmundar-Eddu og
Flateyjarbókar lokið og þær eru af-
hentar til Islands til þess að vera varð-
veittar þar, sem þær urðu til.
Islendingar fá aftur handritin, en
íslendingar verða ekki einir um menn-
ingarverðmæti þeirra. Islendingar unnu
svo stórkostlegt menningarafrek fyrir
mörgum öldum, að til urðu andleg verð-
mæti, sem eru orðin sameiginleg eign
Norðurlandabúa og alls mannkynsins
— og hvemig hefur þetta gerzt?
Því að í þeim menningararfi, sem
íslands hefur gefið okkur, er að finna
mannlega tign og smásálarskap, vizku
og réttsýni, gamansemi og harmleik,
drenglyndi og ódrengskap, nákvæma
sagnaritun og skrum, hamingjusama
og óhamingjusama ást, ástríður og hat-
ur, stolt og þrjósku, lítillæti og tryggð,
hrífandi frásagnarlist og skáldlegt flug,
já miklu meira en þetta. Lýsingar á
fólki, góðu og illu, og þær eru því sí-
gildar og gildi þeirra er sammannlegt.
Þessu verður ísland að deila með öll-
um. Þú, Gylfi Þ. Gíslason menntamála-
ráðherra, komst þannig að orði í Kaup-
mannahöfn 1. api’íl, að þið Islendingar
munduð gæta þessa arfs sem arfs mann-
kynsins, sem mannlegs arfs á tímum
efnishyggju og tækni. Við óskum ykkur
til hamingju, — og er ég nú afhendi
þér sem fulltrúa íslenzku þjóðarinnar
Flateyjai’bók og Konungsbók Sæmund-
ar-Eddu, geri ég það með tilvitnum,
sem er oft notuð í Danmörku:
Deyr fé,
deyja fændr,
deyr sjalfr hit sama;
en orðstírr
deyr aldrigi
hveims sér góðan getr.
Sá orðstír, sem Island vann með
menningarafreki sínu á miðöldum, mun
aldi’ei deyja.