Eining - 01.06.1971, Qupperneq 7
EINING
7
Landsmót ÍUT haldið í
Galtalækjarskógi
Helgina 3.—4. júlí var landsmót og
þing ÍUT haldið í Galtalækjai’skógi. Er
þetta í fyrsta skipti, sem aðstaða okkar
templara austur í skógi, er notuð til
þinghalds og móts, sem eingöngu er ætl-
að félögum. Þingið sjálft fór fram í
tjaldi sem Sumarheimili templara á, og
tókst það á allan hátt mjög vel og hin
sérstaka, en þó þægilega aðstaða, setti
mjög skemmtilegan blæ á þingið. Þrír
málaflokkar voru teknir sérstaklega
fyrir í umræðuhópum. Þessir málaflokk-
ar voru: a) Afstaða hinna einstöku
félaga til IOGT, b) Starf (og samstarf)
deilda, c) Framtíðarverkefni ÍUT (við-
nám og sókn). Niðurstaða umræðuhóp-
anna mun kynnt nánar í næsta blaði.
Þingstörf gengu fljótt og vel undir
ágætri stj óm þingforseta, Gunnars
Þorlákssonar.
Stjóm ÍUT næsta tímabil er þannig
skipuð:
Fonnaður: Sveinn H. Skúlason, 27
ára sölumaður.
Varafonn.: Kristján Þorsteinsson, 21
árs háskólanemi.
Ritari: Áslaug Bragadóttir, 18 ára
skrifstofustúlka.
Gjaldkeri: Sigurður Stefánsson, 21
árs skrifstofumaður.
Meðstjórnendur: Valgerður Jónsdótt-
ir, 20 ára kennari og Skeggi Guð-
mundsson, 18 ára nemi.
Formaður alþjóðanefndar: Sigþór
Karlsson, 25 ára húsasmiður.
Formaður fjánnálaráðs: Kristinn
Vilhjálmsson, 59 ára framkvstj.
Formaður útbreiðsluráðs: ísleifur
Jakobsson, 18 ára nemi.
Færeyskir ungtemplarar í heimsókn.
Síðastliðinn vetur kom fram áhugi
hjá félögum Hrannar að enduii:aka
hina margumræddu Færeyjarferð, sem
farin var 1965, og sækja félaga ung-
templarafélagsins Kyndils heim, enn á
ný. Skrifað var til vina okkar í Fær-
eyjum og kom þá í ljós, að áhugi var
hjá þeim að koma í heimsókn til fs-
lands. Samningar tókust að sjálfsögðu
fljótt og vel. Hinn 27. júlí komu níu
stúlkur og tveir fararstjórar, en pilt-
arnir fjórtán að tölu áttu að koma
laugardaginn 31. júlí. Ætlunin var að
láta piltanna koma beint á Galtalækjar-
mótið og áttu þeir að keppa við lið
frá Árvakri og Hrönn. Því miður kom-
ust piltarnir ekki frá Færeyjum, vegna
þoku, fyrr en á mánudeginum, þannig
að öll keppni milli þeirra og íslenzkra
ungtemplara féll niður, en það hefði
orðið mjög skemmtilegt innlegg í mót-
ið. Stúlkurnar kepptu við lið Hrannar
og varð jafntefli.
Ferð Hrannara til Færeyja er fyrir-
huguð um miðjan ágúst og munu um
fjörtíu hafa skráð sig til farar, þegar
þetta er skrifað.
Hranna rskálinn.
Mikið hefur verið unnið við skálann
í sumar. Mikill hugur er í Hrönnurum
að ná því að glerja skálann og loka
honum fyrir veturinn. Ef þetta tækist,
yrði hægt að vinna að innréttingum
og rafmagnslögnum í vetur. Sú hug-
mynd kom fram á þinginu að halda
næsta þing í skálanum, og vonandi
verður skálinn það langt kominn næsta
sumar, að þessi draumur geti ræzt.
Vinnustundir sj álfboðaliða við skálann
í Skálafelli eru nú þegar orðnar 5.500.
Ólafur Jónsson, sextugur.
Þó þessu merkisafmæli þessa mæta
manns verði eflaust gerð skil hér í
blaðinu, viljum við ungtemplarar senda
Óla kveðju á síðu okkar með þakklæti
fyrir samstarfið. Óli er mikill áhuga-
maður um skógrækt og er hrein unun
að sjá hann meðhöndla viðkvæmar
plöntur með nærfærni og skilningi þess
Frá Færeyjaför Hrannar
áiáð 1965.