Eining - 01.06.1971, Side 11

Eining - 01.06.1971, Side 11
EINING 11 ar,“ eins og' Káinn orðaði þetta eitt sinn um ræður þar vestanhafs. Meðan á þessu stóð, skemmtu börnin sér við dans og leiki í samkomusal hússins. Þegar Unglingareglan varð 60 ára, árið 1956, fékk blaðið Eining Ingimar Jóhannesson kennara, sem þá var gæzlumaður unglingastarfs Stórstúku íslands, til að skrifa um Unglingaregl- una og birtist sú grein í júníblaðinu 1956, fróðleg grein, fullar tvær blað- síður. Geta þeir, sem halda blaðinu sam- an nú rifjað upp þá grein, ef þeir vilja. Þar segir Ingimar m. a. orða eftirfar- andi: „Markmið unglingadeildanna var fyrst og fremst að veita yngri kynslóð- inni fræðslu um hugsjónir Góðtempl- arareglunnar, sem eru bræðralag allra manna, efling bindindis og útrýming áfengisnautnar. Einkunarorð hennar eru trú, von og kærleikur. Unglinga- reglunni voru valin einkunnarorðin: Sannleikur, kærleikur, sakleysi. Börnin lofuðu að forðast áfengisnautn, tóbaks- naunt og peningaspil. Þau skildu og forðast ljótt orðbragð, en temja sér háttprýði, hjálpsemi gagnvart félögun- um, hlýðni og skyldurækni í skólum og heimilum. Þetta er markmiðið, sem stefnt er að með unglingareglustarf- inu.“ Um þetta sagði þá Hannes J. Magn- ússon, sá ágæti skólamaður og æsku- lýðsleiðtogi, eftirfarandi orð: „Störf þeirra er að vísu hvorki hægt að mæla né meta, en ég fullyrði, að 60 ára starf Unglingareglunnar á Is- landi hefur markað dýpri spor í menn- ingu þjóðarinnar en nokkurn grunar. Auk þess sem Unglingareglan hefur bjargað óteljandi mönnum frá hættum eiturnautnanna, hefur hún verið hinn bezti skóli í félagslegum efnum, sem völ hefur verið á í þessu landi. ... Ég fullyrði, að þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við þennan yfirlætislausa og hljóða féagsskap.“ Orð þessara tveggja .skólamanna eru góð staðfesting á því, sem ég var búinn að segja framar í þessari grein, sem sannfæringu mína um uppeldisgildi barnastúknanna. Að því var ég sjónar- vottur árum saman. Núverandi gæzlumaður unglinga- starfs stórstúkunnar er Hilmar Jóns- son, bókavörður í Keflavík. Næstur á undan honum var Sigurður Gunnars- son, kennari, um níu ára skeið, að minnsta kosti. Þar var sívökull áhuga- og eljumaður að verki, sem vann mikið og gott starf. Eitthvað svipað mætti segja um ýmsa fyrirrennara hans í þessari stöðu. Hafi þeir allir beztu þakkir fyrir góð og óeigingjörn störf, og blessun fylgi árangrinum og fram- haldinu. Ekki get ég stillt mig um að geta þess, að í þessu afmælishófi vildi Æskan nr. 1 kjósa Finnboga Júlíusson heiðursfélaga sinn, því að hann hefur unnið mikið verk fyrir æskulýðsstarf- semina og bindindismálið yfirleitt, en hann var nægilega hlédrægur til að af- þakka þetta, að minnsta kosti að þessu sinni. — Þetta er nú orðið mikið mál og hefði þó verið gaman að segja fleira um barnastúkustarfið. Þá hugsjónir fæðast, fer hitamagn um önd, þá hugsjónir sigra, fer þrumurödd um lönd, því gæt þess vel, sem göfgast hjá þér finnst, og glæddu vel þann neista, sem liggur innst. Svo kvað Jón Trausti, og það er þetta hitamagn, sem við þörfnumst og þráum. P. S. Þjóðsöngur Canada Gjarnan mættu íslendingar kunna þjóðsöng Canada, því að svo marga Islendinga hefur það mikla land fóstrað. Fyrsta stefið er á þessa leið: 0, Canada, our home and native land, True patriot love in all thy sons command. With glowing heart we see thee rise The True North strong and free. And stand on guard, o, Canada, We stand on guard for thee. 0, Canada. Glorious and free. 0, Canada, we stand on guard for thee. 0, Canada, we stand on guard for thee. Burt með miðsterka ölið Slík er krafa sterkra æskulýðssam- taka í Svíþjóð og var hún samþykkt á þingi þeirra. Þetta unga fólk er búið að sjá afleiðingarnar af þambi mið- sterka ölsins og krefst þess nú, að eitt- hvað róttækt verði aðhafzt í þessu máli. TILKYNNING Einingin hefur verið beðin að flytja eftirfarandi: I tilefni af 75 ára afmæli stúkunnar ARBEIT nr. 29 í Olten (Sviss), efnir stúkan til alþjóðlegs bréfakvölds 6. nóv. 1971. Er þess vænzt, að bréf, bréfkort og kveðjur berist frá góðtemplarastúkum hvaðanæfa að úr heiminum. Myndi það þakksamlega þegið og þakkað. Utanáskrift er: Br. Robert Liisher Dorfstr. 197, CH 4612 Wangen bei Olten, Schweiz. Hjálparstarf Gott er aðra að gleðja, góðverk bezt að kunna, sælt er að fá að seðja soltna, litla munna. P. S. Islenzk þýðing. 0, Canada, vor fagra fóstur jörð, um fremd og lán þitt glöð vér stöndum vörð. Vor hjartans gleði hefð þín er, þú hrausta, frjálsa þjóð. Á verði vak, ó, Canada, þér vígjum líf og blóð. 0, Canada, vor fagra fósturjörð, um fremd og lán þitt glöð vér stöndum vörð. Um fremd og lán þitt glöð við stöndum vörð. Hreinsun Hreinsið þið loftið og hreinsið þið sjó, hreinsið af mengun sérhverja kró, en hreinsið þó umfram allt hugarfar manna, og helgið það göfgi, því fagra og sanna. P. S.

x

Eining

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.