Eining - 01.06.1971, Qupperneq 13

Eining - 01.06.1971, Qupperneq 13
EINING 13 Ráðstefna um norrænt samstarf um bindindisfræðslu og fíknilyf. (Framh. sjá síðasta blað)* láni að fagna að kynnast þessu ágætis fólki. Þá gekk ég vetur eftir vetur yfir mörg Vestfjarðarfjöllin, flutti fyrir- lestra í kauptúnunum kvöld eftir kvöld og heimsótti oft Núpsskóla, og urðu komur mínar þangað mér ógleymanleg- ar. Varð það mér því mikill fengur að lesa um margþætt menningarstörf þessa fyrirmyndafólks eins og Snorri Sigfússon segir frá því. Eldmóðurinn og áhuginn á framfara- og velferðar- málum manna, þjóðhollustu, félagsmála- starfi og allri menningu yfirleitt var svo einstakur og blátt áfram smitandi. Á einum stað segir Snorri: „Þing- og héraðsmálafundirnir áttu frumkvæði að og studdu fjölmargt, sem til heilla horfði í menningarlífi sýsl- unnar, m. a. um bindindismál, sam- komuhald, svo sem minningarhátíð Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri 1911 og full- veldisfagnað 1918, og margt fleira af slíku tagi. Þá studdu þeir jafnan mjög eindregið starfsemi Núpsskólans.“ Vitnisburðurinn, sem Snorri gefur ýmsum þessara manna, er ekki slóða- legur. Um séra Þórð segir hann t. d.: „Hann hafði jafnan mikil áhrif á fram- gang mála á fundum, vegna rökvísi sinnar og góðvildar. Er sr. Þórður Ól- afsson, einn hinna beztu íslendinga, sem ég hef kynnzt.“ Um Kristin Guðlaugs- son á Núpi þetta: Hann var „afburða ræðumaður. Lék sér að því oft og ein- att að flytja ræður, meitlaðar í efni og orðfæri, án þess að skrifa þær... Hef aldrei þekkt slyngari fundai*mann.“ Um héraðsmálafundina segir Snorri ennfremur: „Þessir fundir munu lík- lega vera einstæðir í sinni röð hérlendis, og merkilegt menningarfyrirbrigði þess- arar aldar.“ Hér með hef ég ekki gert þessari bók þau skil, sem hún á skilið, en fall- egur er formáli hennar, sem skrifað hefur Ásgeir Ásgeirsson, fyrrv. forseti Islands. Þar eru m. a. orða eftirfar- andi línur: „Ekki lýsir Snorri sjálfum sér bein- um orðum, en svipur hans sjálfs er Ijóslifandi bak við lýsingu hans á mönn- um, málefnum og landsháttum. Hóf- semi hans í dómum um samferðafólkið er áberandi, góðvild í umgengni, áhugi á öllu sem mannlegt er. Kjarkur og dugnaður í þeim störfum, sem lífið hef- ur lagt honum í hendur, skín út úr hverri línu. Og jafnan var svo, að meir var eftir honum sótzt en að hann sækt- ist eftir flutningum. I skólamálum hef- ur hann fyllt sitt rúm í fremstu röð.“ Dómi þessa merka manns getur STEFNUMIÐ KERFISBUNDINNAR NORRÆNNAR SAMVINNU VARÐ- ANDI FRÆÐSLU UM ÁFENGI OG EITURLYF. VERKEFNI: 1. Að veita gagnkvæma vitneskju um kennsluáætlanir og höfuðatriði kennsluskipulags. 2. Að fjalla um notkun kennslugagna - bæði að því er varðar nemendur og kennara — í öðrum norrænum lönd- um en heimalandinu, svo og um sameiginlega framleiðslu slíkra gagna. 3. Að efla upplýsingastarfsemi og gagnkvæm skipti reynsluþekkingar, er aflað hefur verið með kennara- menntun og framhaldsmenntun, m. a. vitneskju um, hvernig háttað er menntun og framhaldsmenntun þeirra, er annast eiga fræðslu um áfengi og eiturlyf. 4. Að stuðla að því að haldin séu nor- ræn námskeið varðandi fræðslu um áfengi og eiturlyf svo og ráðstefn- ur um kennslutæki. 5. Að miðla upplýsingum milli viðkom- andi landa um það, sem áhugavert er á sviði áfengis- og eiturlyfja- rannsókna og komið gæti að gagni við fræðslu í skólum. 6. Upplýsinga má afla með skýrslum, námsferðum og þátttöku í nám- skeiðum og ráðstefnum í grannlönd- unum. SAMVINNUFORM 7. Annað hvort ár verði haldnar ráð- stefnur, og séu þær einn þáttur hins norræna samstarfs. 8. Til þess að sameina hina norrænu skiptistarfsemi, framkvæma tillögur, sem samþykktar hafa verið á ráð- stefnum, hafa forgöngu á ýmsum sviðum og til þess að undirbúa næstu Snorri Sigfússon vel unað. Og nú að síðustu aðeins þetta, Snorri minn elsku- legur. Einhvern tíma þyrfti ég að geta gert bókum þínum betri skil, því að það áttu skilið, en hjartans þökk fyrir þessa bók og öll ómetanleg kynni um áratuga skeið, og fyrir allt þitt mikla og mannbætandi starf. Péibur Sigurðsson. norrænu ráðstefnu, skal skipa sam- bandsnefnd, þar sem hvert hinna norrænu landa tilnefnir einn full- trúa. Meðlimir sambandsnefndar- innar skulu sitja milli starfsráð- stefna. 9. í hverju landi um sig er sambands- nefndarmaður ábyrgur aðili gagn- vart samvinnu um áfengis- og eitur- lyfjafræðslu. KENNSLUGÖGN OG GAGNKVÆM SKIPTI ÞEIRRA INNAN NORÐUR- LANDA 1. Mikill hluti þeirra kennslugagna, sem framleidd eru á Norðurlöndum, eru hlutgeng í hverju landi fyrir sig. Áríðandi er, að fundnar verði leiðir til þess að auðvelda skiptistarf- semina. Æskilegt væri að skiptast á lýsingum kennslugagna, og það ætti að vera unnt að panta þau kennslugögn til skoðunar og athug- unar, sem til greina kæmu í slíkri skiptistarfsemi. Myndaefni ætti að vera vandalaust að nota á öllum Norðurlöndunum. Hugmyndum um mótun og inntak kennslu og kennslutækja ætti á ein- hvern hátt að vera fært að koma á framfæri milli landanna. Ýmis vandamál geta skotið upp kollinum, sem leysa verður að einhverju leyti í eigin landi og að einhverju leyti sameiginlega. Um höfundarrétt og aðrar væntanlegar hindranir fyrir beinum skiptum verður að athuga frá lögfræðilegu sjónarmiði. 2. Ljóst er, að vissir vankantar eru á þeim kennslugögnum, sem fyrir hendi eru, þau fjalla t. d. ekki nógu vel um það sem liggur að baki neyzlu og misnotkun, hópatferli og tegundir meðferðar (hvað einstakl- ingurinn getur gert og hvað þjóð- félagið getur gert). Auk þess sér kennslugagnaframleiðslan ekki fyr- ir öllum þörfum: Kennslugögn um þefun (sniffing) eru af mjög skorn- um skammti. Framleiðsla slíkra gagna ætti að vera ákjósanlegt við- fangsefni, þegar hafizt verður handa um fyrstu samnorrænu fram- leiðslutilraunina. Þá er alltof lítið til af fræðslugögnum varðandi öl- vandamálið. Sérstök gagnasöfnun

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.