Eining - 01.06.1971, Qupperneq 17
EINING
17
eru af áfengissölunni verði þá ekki létt-
vægar fundnar, þegar allt þetta er haft
1 huga.
Það er á þessum grundvelli, sem þarf
að byggja sóknina gegn áfengisneyzl-
unni, sýna fram á, hve ógurlegt afhroð
þjóðin geldur vegna áfengisnautnar-
innar, fjárhagslega og menningarlega,
allt það böl og ógæfu, sem hún veldur,
og hvert stefnir, vei*ði ekki tekið í taum-
ana. Þennan áróður þarí að styðja rök-
um úr öllum fáanlegum skýrslum um
þetta efni, og umsögnum þeirra manna,
sem með þessi mál hafa að gera. Mætti
í því sambandi nefna lögreglu, lækna,
presta, barnaverndamefndir, forstjóra
á vinnustöðum, forstöðumenn alls konar
hæla, og fleiri og fleira. Þennan áróður
mætti byggja upp á ýmsan hátt, studd-
an dæmum og rökum.“
Allt er þetta rétt og satt, og sumt af
þessu erum við búnir að gera áratugum
saman, en þakka þér, góði íslenzki
bóndi, Stefán Kr. Vigfússon, fyrir þinn
skelegga og hiklausa vitnisburð og inn-
legg þitt í þetta mikla baráttumál okkar.
Því miður er ég undirritaður orðinn
áttræður og lítt til stórra átaka hæfur,
en ekki skal ég letja ykkur, sem sækja
viljið fram.
Pétur Sigurðsson.
Avarp flutt á fundi
Þegar stúkan Morgunstjarnan í
Hafnarfirði kom í heimsókn til stúk-
unnar Víkings í Reykjavík 19. apríl
1971, flutti ritstjóri blaðsins þetta
stutta ávarp, auðvitað blaðlaust, en var
þá beðinn að birta það eftir minni, næst
þegar blaðið kæmi út. Þótti rétt að
verða við þeirri beiðni.
Kæru gestir úr Hafnarfirði. Gjarnan
hefði ég viljað segja við ykkur eitthvað
gott og notalegt, en viljinn einn nægir
ekki, til þessa þarf einnig getuna.
Stúkan ykkar heitir Morgunstjarn-
an. Það er fallegt nafn. Kunnið þið
bamavers, sem ég lærði á barnsaldri?
Það hefst á þessa leið:
Morgunstjarnan, geislum glaða,
Guðs og dýrðar ljóminn skær.
Ég fer ekki með meira af barnaversi
þessu. Stjörnurnar stafa geislum. Þær
prédika ekki. Þær skína. Meistarinn
sagði við lærisveina sína: „Þér eruð
ljós heimsins.“ Ljósið prédikar ekki.
Það lýsir, og leiðbeinir þannig. Um
þetta segir spámaðurinn Jesaja undur-
fögur og ódauðleg orð:
„Statt upp, skín þú, því að ljós þitt
kemur og dýrð Drottins rennur upp yfir
þér! Því sjá, myrkur grúfir yfir jörð-
inni og sorti yfir þjóðunum, en yfir þér
upp rennur Drottinn, og dýrð hans
birtist yfir þér.“
Á dögum spámannsins grúfði myrk-
ur yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum,
og enn grúfir myrkur og sorti yfir
mannkyni. þess vegna er hrópað til
okkar enn í dag: Statt upp, slcín þú.
Ég hef fengizt allmikið við prédik-
unarstarf og oft fengið fyrir það gott
orð í eyra. Því hef ég jafnan svarað
á þessa leið: Það er minnstur vandinn
að tala, hitt er vandaverkið mikla, að
skínci, breyta rétt, lifa vel, vera skín-
andi fyrirmynd annarra. Þetta hef ég
þráð alla ævina, en lánast misjafnlega,
en alltaf hvetur spámaðurinn mig og
okkur öll: Statt upp og skín þú.
Hvað, sem okkur einstaklingunum
líður, þá er eitt víst, að stúkan Morgun-
stjaraan í Hafnarfirði hefur gert þetta
um margra áratuga skeið. Hún hefur
skinið og lýst mörgum ungum og ó-
reyndum, og vísað vel til vegar. Hún
hefur skinið og lýst þannig mörgum,
sem hrasað hafa á hálli braut, og stutt
þá til manndóms og sigurs. Slíkt verk
vinna þeir, sem svara kalli spámanns-
ins: Statt upp, skín þú. — Fyrir þetta
mikla og góða verk um langan aldur
á stúkan Morgunstjarnan í Hafnarfirði
skilið miklar þakkir þjóðar og einstakl-
inga. Ekkert er veglegra en það, að
geta verið ljós heimsins, lýst og skinið
og vísað til vegar í vandrötuðum heimi.
— Eitt sinn hnoðaði ég saman ljóði,
sem nefnist Vitinn og læt það nú vera
mitt niðurlagsorð hér:
Þar sem berast er land út á
bjargtanga köldum,
einatt barinn af stormum og
rjúkandi öldum;
þar sem brimið er mest, þar sem
brotsjóar rísa
er þér boðið að standa, að vaka og lýsa.
Þú átt bjargfasta lund, þú er byggður
á kletti,
þaðan bifast þú aldrei, þig
meistari setti,
til að beina þeim leið fram hjá
boðum og strandi,
sem á brothættu fleyjunum sigla
að landi.
Upp úr kólgunni lyftir þú höfðinu háa,
yfir hraunið og flúðir og sandana gráa.
Þannig verða þeir allir, sem langt
vilja lýsa,
upp af lágmennsku auðinni sterkir
að rísa.
Engin bölsýni kæft getur blossana þína,
þú ert bjartsýnn á lífið og þolinn
að skína,
þú fer aldrei að vilja þíns umliverfis
svarta,
sem er andstæða verst þínu
Ijóselska hjarta.
Þó að óstjórn og lausung og ofbeldi ríki,
þó að ægilegt náttmyrkur huga
manns sýki,
þó að stormarnir tryllist, er
stjörnurnar hylja,
ekkert sturlar þinn frið og þinn
bjargfasta vilja.
Víða sendir þú geisla að leita og leiða,
miklu Ijósmagni þarft þú að
dreifa og eyða
út í myrkur og auðn, þó að engan
þú finnir,
þessu eilífðar starfi þú trúfastur
sinnir.
Þótt aldrei þú spyrjir frá eyjum
né veri,
hvort árangur starf þitt í heiminum
beri,
þá lama ekki áhyggjur ljósiðju þína,
því að líf þitt og yndi er þetta —
að skína.
Þakka ykkur svo, góðu gestir, systur
og bræður, fyrir komuna. Guð blessi
framtíðar starfið og gefi stúku ykkar
enn hæfileikann til að lýsa og skína.
Pétur Sigurðsson.
!<&»♦■♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦
Horf þú ekki á vínið, hversu
rautt það er, hversu það
glóir í bikarnum og rennur
Ijúflega niður. Að síðustu
bítur það sem höggormur og
spýtir eitri sem naðra.