Eining - 01.06.1971, Qupperneq 19

Eining - 01.06.1971, Qupperneq 19
EINING 19 ár í Noregi, heyrði ég oft talað um Hans Nielsen Hauge. Hann orti um hið mikla björgunarstarf: Og hvenn vill gaa og hvenn vill gaa í dag í redningsbaaten ? Og til vor bror og söster gaa og stille hjerte-graaten? Boðskapur þessa mikla vakninga- prédikara fór eins og eldur í sinu um landið og fylgismenn hans urðu mikils- metnir í landinu. Sú hreyfing, sem hann vakti, kveikti eld í skáldum, listmálur- um, myndhöggvurum og tónskáldum, og um hann hafa nú verið gerðar tvær kvikmyndir. Þjóðir skulda hetjum andans miklar þakkir. Uppskera iðju þeiri’a hefur jafnan orðið mikil og glæsileg, og sann- ur þjóðarauður. Svo var um vakningu og siðabótahreyfingu Hans Nielsen Hauge. Þar sem boðskapur hans náði tökum á mönnum, linnti blótsyrðum og ljótu orðbragði, og brennivínið hrakti hann einnig til undanhalds. Guð gefi þjóðunum marga slíka menn. P. S. Vizkan gulli betri Vorblómið Eins og undanfarin ár kom Vorblómið út á réttum tíma. Um útgáfuna sáu kennararnir Sigurður Gunnarsson og Ingimar Jóhannesson og Ólafur F. Hjartar bókavörður. Mun starfið þó að langmestu leyti hvíla á Sigurði. Frá- gangur allur er mjög snotur og efnið við hæfi hinna ungu lesenda. Þar eru smásögur, leiki'it, ljóð og fleira, og er ritið snyrtilega myndskreytt. Þar á S. G (Sigurður Gunnarsson) eftirfar- andi vorvísur og fleiri ljóð: Yndi vorsins eykur mátt, ama burtu hrekur. Heiðskírt loftið himinblátt hrifning allra vekur. Þó að lífsins volk og vos velgi þínu geði, mundu, að sólar blíðubros breytir sorg í gleði. Ritið endar á ljóði Stgr. Th.: „Ég elska yður, þér íslands fjöll." Þetta ljóð ætti að vera þjóðsöngur íslend- inga, en Guð vors lands, hátíðasöngur. Sem sýnishom skal birt hér örlítil saga úr Vorblóminu. Hún heitir Gullepli í skrautlegum silfurskálum - Svo eru orð í tíma töluð. Orðskv. 25.11. Hyggnir væru menn orðnir, hefðu þeir getað lifað samkvæmt leiðsögn spekinganna fyrr og síðar. „Spakmæli dagsins“ í Mbl. 21. apríl 1971 var eftir Th. H. Huxley. Þau orð skulum við hugfesta: Bíblían hefur verið Magna Charta (stjórnarskrá) fátækra og kúgaðra manna. Ekkert ríki hefur fram á þennan dag sett sér stjórnarskrá, þar sem tekið er jafn mikið tillit til hags- muna fólksins né lögð miklu ríkari á- herzla á skyldur en forréttindi stjórn- endanna eins og gert er að því, er varðar Israel í Deuteronomium (5. Móseb.) og Leviticus (3. Móseb.). Hvergi eru þau grundvallarsannindi jafn afdráttarlaust undirstrikuð, að þegar til lengdar læt- ur, veltur velferð ríkisins á réttlæti þegnanna. Biblían er lýðræðislegasta bók heimsins. Th. H. Huxley. SKULDIN MIKLA Siggi litli var orðinn 10 ára. Hann var duglegur og vann mikið fyrir mömmu sína. Hann hafði tekið eftir því, að þeir, sem unnu, fengu kaup. Nú langaði hann til að fá kaup líka. Hann fékk sér því pappírsblað og skrif- aði reikning fyrir það, sem hann hafði unnið um daginn: Fyrir að sækja vatn þrisvar, 15 aurar. Fyrir fjórar sendiferðir, 35 aurar. Fyrir að vera góður og hlýðinn drengur, 25 aurar. Samtals, 75 aurar. Siggi. Þennan reikning lagði hann inn á borðið í svefnherbergi móður sinnar. Næsta kvöld, þegar Siggi ætlaði að fara að sofa, fann hann reikning sinn á borðinu og 75 aura hjá. En þar var líka kominn annar reikningur, og hann var svona: Fyrir 10 ára uppeldi, ekkert. Fyrir að vaka margar nætur yfir drengnum sínum veikum, ekkert. Fyrir að hafa alltaf verið góð við drenginn sinn, ekker{t. Samtals, ekkert. Mamma. Nú fann Siggi litli, að það var hann, sem skuldaði. Honum fannst hann skulda mömmu sinni svo mikið, að hann mundi aldrei geta borgað það. Tárin komu fram í augu hans. Hann flýtti sér inn til mömmu sinnar, lagði hend- urnar um hálsinn á henni og bað hana fyrirgefningar. Úr gamalli lesbók. Fyrir innan Gullna hliðið „Hið guðdómlega sjónarspil." Þessu furðulega nafni heitir ein þeirra bóka sem mér var gefin á síðasta afmæli mínu. Höf- undurinn er Hannes Jónsson. Bókin er aU- furðuleg og í henni margar furðulegar setningar, bæði spaug og alvara. Undir lok bókarinnar lýsir höfundur útför sinni og segir: ”Og þegar Sankti Pétur svo opnar GuUna hliðið segir hann si sona við mig: ”Jæja, þá ertu kominn góurinn, og mikið voru þeir vondir við þig heildsalamir þama í Reykjavík, en þetta er svo sem ekki neitt göfugt slegti. Þú ferð nú samt ekki að erfa þetta við þá, greyin gátu ekki að þessu gert, því þeir vom hrísvöndur for- laganna á þitt synduga bak. Jú, þú verður nú að viðurkenna það, vinurinn, að þú varst hálfgerður syndaselur og pörupiltur og átti flenginguna meir en skilið. Og svo hefur þú bara haft gott af þessu. Hvað ætU hefði orðið um þig, auminginn, ef þú hefðir ekki farið í rúmið 1925 og legið hálfdauður árum saman, tapað öllu og farið í eymd. Þá værir þú nú upp á hundmð milljóna og gætir ekki slitið þig frá því árhundmð- um saman, hrokagikkur, sem ekki tímdir neinu, síhræddur við að tapa auðnum aftur, hræddur við skattalögregluna og hræddur við að fara í neðra. Já, þú varst lánsam- ur, að þá var séð fyrir þér. Hana, farðu þarna innfyrir og gefðu óvinum þínum sáttakossinn, eins og þeir gerðu í Þver- árrétt.“ En guð hjálpi mér, ef ég á að kyssa hann Hermann, það mundi Jónas aldrei gera. Þeim, sem hent geta gaman að sjálfum sér, leyfist sjálfsagt að henda dálítið gam- an að náunganum, og þessi bók kann hvort tveggja og vekur oft hlátur. Er það ekki nokkurs virði? P. S. STJÓRNI EKKI HINIR RÉTTLÁTU HEIMINUM, ÞÁ STEYPA HINIR RANGLÁTU HONUM í GLÖTUN

x

Eining

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eining
https://timarit.is/publication/833

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.