Okkar á milli - 01.01.1987, Side 7
SMÁ HLATUR KÆMI EKKI AÐ SOK I SKAMMDEGINU!
Sannkallaöar skammdegisbœkur — 3 saman í pakka.
LITLA KONUBÓKIN
Litlu skrýtlurnar hennar Gunillu eru ómetanlegar í amstri daganna, af
því að þœr eru svo kvenlegar og saklausar. Þœr hafa öðlast ótrúlegar vin-
sœldir á örskammri stund og höfundurinn snertir svo skemmtilega lífog
kenndir okkar allra.
,,Hann skal ekki halda að hann geti keyþt mig með gjöfum. Þó gœti hann
reynt með nokkrum rósurn."
,,Utan heimilis er matreiðsla heil starfsgrein, en á heimilinu er hún þrœl-
dótnur."
GROGGI VINUR MINN
Robert Storm var fjölhœfur, hann var líka rithöfundur, leikari og lát-
bragðssnillingur. Frœgar eru Flugur hans, daglegar skrýtlur og sögurnar
af Grogga vini hans. Það er hundurinn Groggi sem segir sjálfur frá, en
hann er þó œði mannlegur, þegar hann lýsir heiminum og veltir fyrir sér
allri tilverunni.
,,Nú kom Hrollur þaufandi til mín — hann var hundblautur — en samt í
ágcetu skaþi — hann leggst á gömlu mottuna við hliðina á tnér og segist
hafa verið að leita í öllu hverfinu að einhverjum sálufélaga — en hann
fann ekki eitin einasta alminlegan hund á götunni. Og þaðfannst honutn
nokkuð undarlegt — af því að svona veður var einmitt kallað hundaveður."
HEILSUSAMLEG HEILABROT
Fáðu þér hressilega hugarhreyfingu og glímdu við talsvert erfiðar en gam-
ansamar þrautir.
,,Tóti litli talnafrík var oft að velta fyrír sér ýmsum tölurn, sem fyrir komu
í daglega lífinu. Til dcemis sagði hann einu sinni: ,,Ég og afi erum sam-
tals 81 árs, en þabbi og afi eru samtals 107 ára." Og nú sþyr Tóti litli
talnafrík: — Hvað erutn við gatnlir hver utn sig?"
y---------- ----------------V
Bókapakki Nr.: 1464
Venjulegt verð: 894.- kr.
Klúbbverð: 759.- kr. y
ÁTT ÞÚ KÖTT EÐA ÆTLAR ÞÚ
Ef svo cr, þá er þetta bókin sem þú þarft að eiga.
Bókin gefur svör við öllum hugsanlegum spurningum um
köttinn: Á hann að vera venjulegur húsköttur eða af hrein-
ræktuðu kyni? Hvaða mat étur hann og hvaða sjúkdóma fær
hann? Hvað á að gera við köttinn í sumarleyfinu?
Margar góðar ráðleggingar með 80 Iitljósmyndum og teikn-
/----------^------------
Nr.: 1465
Venjulegt verð: 550.-
Klúbbverð: 439-- kr.
kr.
AÐ FÁ ÞÉR KÖTT?
NÆRMYNDIR KOMA Á ÓVART
Nærmyndir Helgarpóstsins af fimmtán þjóðkunnum íslendingum, sem skráðar voru á árunum
1980—1983, hafa vaxið að gildi á þeim tíma sem síðan er liðinn. Þessir opinskáu palldómar veita
sjaldgæfa en fróðlega innsýn f líf og starf áhrifamikilla einstaklinga. Nánir samstarfsmenn, vinir
og kunningjar segja sína meiningu og er óhætt að lofa lesendum því að margt kemur þar á óvart.
Fjörlegur blaðamannastíll gefur frásögnunum líf. Þessi kjaftfori, beinskeytti stíll nýtur sín hér
afar vel. Allir sem kunna vel að meta bragðmiklar persónulýsingar og vilja geyma á bók vitnisburð
samtímans ættu að eignast Nærmyndlr.
Úr Nærmynd af Davíð Oddssyni borgarstjóra:
,,Þegar Davíð kom inn á eina kosningaskrifstofu Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík
laugardaginn fyrir kosningar hringdi sími á borði. Davíð greip tólið: ,,Kosninga-
skrifstofa Sjálfstceðisflokksins, góðan dag," svaraði hann hressilega.
í símanum var gömul kona, sem bar sig ekki vel. Þannig var mál með vexti, að
hún vildi gjaman kjósa Sjálfstœðisflokkinn, því húti
vceri svo mikil Albertskona, en hún vildi
ómögulega kjósa strákinn þarna með mikla hárið
Hvað átti hún að gera? /
Davíð var fljótur til, segir sagan: Nr.: 1466
,,Hvers vegna gerir þú ekki eitt. . . Venjulegt verð: 987.- kr.
I Klúbbverð: 639.- kr.