Okkar á milli - 01.01.1987, Qupperneq 12
NÍU LYKLAR, Nýtt smásagnasafn
eftir Ólaf Jóhann Ólafsson,
býðst nú Veraldarfélögum
Lyklar Ólafs Jóhanns Olafssonar
ljúka upp dyrum að tilfinningalífi
hversdagsmannsins
Lítilmagninn, einstæðingurinn, utangarðsmaðurinn, leitandi ungl-
ingurinn, konan aðbaki manninum: Nafnlaus almúginn. Allt áþettafólk
sér sínar eigin tilfinningar, sína sögu, óskir og þrár, harma, örvæntingu
og gleðistundir. Hinum nafnlausa er þó sjaldnast gefinn gaumur. Á frið-
lausum stundum í hraða og streitu fjölmiðlaaldar situr sjálfsrýnin og eig-
in órói í öndvegi — ásamt með yfirborðsinnliti í líf fræga fólksins og
misvitra stjórnun þess á hinum sem heima sitja og „skipta ekki máli.“
í Níu lyklum Ólafs Jóhanns Ólafssonar eru höfð hausaskipti á þessari
heimsmynd. Þar er með hávaðalausum og varfærnislegum hætti opnað-
ar gáttir að hugsunum, tilfinningum og þrám þeirra sem utan eigin lífs
hafa hvorki heimilisfang né heiti. Ólafur Jóhann raðar saman brotum af
örlögum þessa fólks og undirstrikar um leið að lífið býr í hverjum og
einum, óháð stað og stund; ástir og örvæntingar eru síst veikari meðal
þeirra sem aldrei bera þær á borð.
Nærfærnislegur og þroskaður stíll
í Níu lyklum eru níu smásögur, innbyrðis ótengdar, en þó
allar skrifaðar af sömu natni og vandvirkni. Mál sagnanna er
kjarngott og fallegt, stíll Ólafs nærfærnislegur og furðu
þroskaður af svo ungum höfundi að vera. Alúðleiki við
tungumálið og nostursamleg vinnubrögðin í þessum sögum
minna óneitanlega á föður höfundarins, Ólaf Jóhann Sigurðs-
son skáld og er það ekki leiðum að líkjast. Hann á það og
sameiginlegt með föður sínum að nota náttúrulýsingar og
táknfræði af mikilli íþrótt.
Aðlaðandi og afslappandi lestur
í einfaldleika sínum og ljóðrænni hógværð eru sögur Ólafs
Jóhanns Ólafssonar í senn aðlaðandi og afslappandi lestur.
Þær eru fullar af hlýju og meðlíðan og minna okkur á að
manneskjan er allsstaðar hin sama en þó búa í hverju brjósti
mikil einstaklingsbundin örlög sem aðrir fá aldrei skilið til
fulls — enda flestir of sjálfsuppteknir til að leggja sig eftir
því.
Á þessi mikilvægu sannindi bendir Ólafur Jóhann í bókinni
Níu lyklar, sem er fyrsta bók höfundar.
Góð meðmæli
Fjölmargir lásu Níu lykla Ólafs Jóhanns Ólafssonar yfir í
handriti. 1 þeim hópi er að finna einhverja ágætustu rithöf-
unda þjóðarinnar og aðra ótvíræða smekkmenn á íslenskt
mál og íslenskar bókmenntir. Fóru þeir undantekningarlaust
lofsamlegum orðum um sögur Ólafs, kváðu vinnubrögð hans
sérstaklega snyrtileg og bókina í heild einkar þroskað byrj-
andaverk. Ummæli þessara manna eru vissulega bestu með-
mælin.
í Sviðsljósi, þætti Jóns Óttars Ragnarssonar, lýsti hann því yf-
ir að Níu lyklar væri besta verk nýs höfundar sem út hefði
komið mörg undanfarin ár. Jafnframt voru ummæli gagnrýn-
enda fyrir jólin mjög lofsamleg um þessa hrífandi bók.
Nr.: 1475
Venjulegt verð: 1.396.- kr.
Klúbbverð: 1.256.- kr.
Svarseðill
(Einnig er hægt að panta/afpanta allan sólarhringinn í síma 29055)
Ég óska að greiðsla verði
ávallt □ / núna □ skuldfærð
á Visa □ Eurocard □
Gildistími:
□ □ / □□
Kort nr.
Þeir sem skipt hafa um heimilisfang fylli út þennan reit:
Heimili:_________________________________Sími: -----------
Póstnr.: ______________Staður: ---------------------------
Getraun barna
2.
Vinsamlegast sendið mér eftirfarandi aukatilboð: (setjið 1,2,3 o.s.frv. fyrir pantað magn)
1459 1466 1472
1460 1467 1473 _
1461 1468 1474
1462 1469 4050
1463 1470 3080
1464 1471 1475
1465
Þeir sem ekki vilja setji kross hér □ bók mánaðarins