Okkar á milli - 01.12.1987, Síða 4
Kæru félagsmenn!
Ég vil byrja á því að óska ykkyr öllum
gleðilegra jóla. Jólablaðið hjá okkur í
ár er svo yfirfullt af spennandi tilboð-
um á góðu verði að allir ættu aö geta
fundið jólagjafir við hæfi.
Fyrst vil ég nefna mánaðarbókina
sem er ein af perlum íslenskra bók-
mennta enda önnur skáldsaga sem
út kom á íslandi, samkvæmt heimild-
um frá Landsbókasafninu. Bókin
fjallar um íslenskt samfélag á 19.
öld: baráttu fátæklinga við andsnúin
yfirvöld og mannleg samskipti þess
tíma. Mannamunur hefur verið gefin
út alls fjórum sinnum (fyrst 1872) og
ávallt selst upp og hefur hún verið
ófánleg síðan 1961 þartil nú. Það er
því okkur mikið ánægjuefni að geta
boðið hana sem bók desembermán-
aðar áður en hún fer á almennan
markaö.
Af öðrum bókatilboðum vil ég
nefna bókina um Grímsá ásamt alm-
anaki, íslandseldana ásamt alman-
aki fyrir alla sem hafa áhuga á land-
inu okkar, Ijóðmæli Jónasar Hall-
grímssonar sem ættu að vera til á
hverju heimili, Nýju Fjölfræðibókina
sem börn á öllum aldri munu hafa
ómælt gaman af, að ógleymdum
barnabókapakkanum sem mun al-
veg örugglega koma sér vel fyrir
margar fjölskyldur.
Af öðrum tilboðum vil ég nefna
grafíkmyndina sem Rut Rebekka
Sigurjónsdóttir útbjó sérstaklega
fyrir Veröld, því hér er á ferðinni sér-
stætt verk eftir mikilsmetna listakonu
og það á mjög góðu veröi. Plötutil-
boðin ættu aö gleðja alla þá sem
hafa áhuga á tónlist því að nú eru í
boði margar af þeim plötum sem
eiga eftir að verða hvað vinsælastar
um jólin. Nú ekki má gleyma bað-
sloppunum, handklæðunum, bað-
línunum, sængurfötunum, jóladúk-
unum, ostahnífunum og fiskihnífa-
pörunum, því hér eru á ferðinni ein-
staklega fallegar og vandaðar vörur
á lægra verði en finnst annars stað-
ar.
Gleðileg jól
Með bestu kveðjum,
v»v*»cLo fVC. v
Kristín Björnsdóttir
framkvæmdastjóri
■H
Almanak
Háskólans
150 ára
Veröld býður félagsmönnum sínum að
eignast Almanak Háskólans á hagstæðu
verði, en það mun vera elst þeirra rita, sem
gefin eru út hér á landi, þegar Skírnir er
frátalinn. Almanakið kemurnú út í 150. sinn.
Hafnarárin
Fyrsta almanakið kom út 1837, en fyrstu
86 árin var það gefið út í Kaupmannahöfn
á vegum Hafnarháskóla, sem svo lengi var
háskóli íslendinga. Fyrstu árgangarnir
voru í mjög litlu broti og hafa gengið undir
nafninu ,,kubbar“ eða ,,stubbar“. Alman-
akið var í upphafi sniðið eftir danska alm-
anakinu, sem er elst almanaka á Norður-
löndum, en það á aftur rætur að rekja til
þýskra almanaka.
Myndir Thorvaldsens
Umgerðin sem prýtt hefur forsíðu íslenska
almanaksins síðan 1861 er einnig á for-
síðu þess danska. í hornunum má sjá hin-
ar þekktu árstíöamyndir Bertels Thorvald-
sens, en hvort hann hefur teiknað umgerð-
ina sjálfa er ekki vitað. Allar heimildir um
uppruna hennar virðast nú glataðar.
Almanak Þjóðvinafélagsins
Með útkomu almanaks fyrir árið 1923
verða tímamót í sögu þess, því að þá fær-
ist útreikningur og útgáfa þess inn í landið.
Háskóli íslands hefur alla tíð annast út-
reikningana, en Hið íslenska þjóðvinafélag
annaðist útgáfuna, þar til nú.
Nauðsynleg handbók
Saga almanaksins er löng og merkileg, en
verður ekki rakin hér. En félagsmönnum
Veraldar skal að lokum bent á, að Alman-
ak Háskólans er nauðsynleg handbók öll-
um þeim, sem vilja vita um flóð og fjöru,
tunglið og ótalmargt fleira.
Nr.: 1650
Fullt verð: 315 kr.
Okkar verð: 275 kr.
4