Okkar á milli - 01.12.1987, Qupperneq 7
Vegleg jólagjöf á einstöku verði
Myndlist á okkar dögum
Nr.: 1653
Fullt verð: 2.250 kr.
Okkar verð: 1.795 kr.
Veröld býöur nú hina miklu Nútíma lista-
sögu Fjölva á ótrúlega hagstæöu verði fyr-
ir jólin. Hér er á ferðinni alveg einstök bók
og óvenju glæsleg; á sjötta hundrað síður
að stærð í stóru broti með yfir 370 litmynd-
um.
Fjársjóöur
Nútíma listasaga Fjölva er sannkallaður
fjársjóður þeim sem unna listum eða vilja
fræðast um hina miklu list nútímans. Les-
andanum er boðið í stórkostlega könnun-
arferð um hugarlendur hinna merkustu
listamanna okkar tíðar. Þarna eru verk eftir
alla meistara myndlistarinnar á okkar dög-
um: Paul Klee, Paul Gauguin, Vincent van
Gogh, Pablo Picasso, Salvador Dali - og
íslendinginn Erró, svo að örfá nöfn séu
nefnd.
Fegursta bókin
Valtýr Pétursson sagði í ritdómi í Morgun-
blaðinu:
„Líklegast er þessi bók, sem ég er að
rita hér um, ein fegursta bók, sem komið
hefur hér á markað um lengri tíma. Hún er
auk þess afar þörf fyrir þekkingu og menn-
ingu okkar. Þarna er nútíminn lagður fyrir
mann á þann hátt, að enginn getur lengur
sagt með sanni, að hann hafi ekki haft að-
gang að því, sem gert hefur verið í listum
um víða veröld.“
Salatspaðar og
matreiðslubók
Salatspaðar eru eitt af því sem oft gleymist
að kaupa, og auðvitað uppgötvast þaö ekki
fyrr en rétt áður en hátíðlegur málsverður á
að hefjast. Hér gefst tækifæri til að koma í
veg fyrir óþægindi af þeim sökum. Við bjóð-
um félagsmönnum tvo salatspaða úr ryð-
fríu eðalstáli frá Vestur-Þýskalandi. Og
með í kaupunum fylgir matreiðslubókin
Léttirog Ijúffengirréttir, sem BáraMagnús-
dóttir þýddi og staðfærði.
Nr.: 2032
Okkar verð: 730 kr.
7