Okkar á milli - 01.12.1987, Síða 8
Jack Nicklaus
fer á kostum
Nr.: 1654
Fullt verð: 550 kr.
Okkar verð: 495 kr.
Bókin Má gefa yður ráð? er eftir Jack
Nicklaus, sem er einn þekktasti golfleikari
okkar tíma. Þetta er vinsæl bók, sem hefur
verið endurprentuð oft, enda er hún mjög
aðgengileg og prýdd skemmtilegum skýr-
ingateikningum.
Erfið íþrótt
í formála segir Jack Nicklaus meðal ann-
ars: ,,Þar sem augljóst er, að golf er hreint
ekki auðveldust íþrótta, tel ég mig hafa
fulla ástæðu til að koma á framfæri þeim
kenningum og lögmálum, sem leikur minn
hefur grundvallast á, allt frá þeirri stundu,
er ég hóf golfleik sem tíu ára snáði í Scioto
golfklúbbnum í Columbus í Ohio...
Krefst þjálfunar
Golfleikur krefst þjálfunar, íhugunar og
réttrar útfærslu. Sá tími, sem þið verjið til
lestrar og könnunar ráðlegginganna, sem
þessi bók reifar, gerir ykkur ekki að golf-
meisturum í einu vetfangi. Ég er þó sann-
færður um, að þig getið hagnýtt ykkur
kenningar þessarar bókar.“
Má b jóða þér í veiðferð?
Með því að fá í hendur bókina Grímsá,
drottning laxveiðiánna er lesendum í raun-
inni boðið í skemmtilega veiöiferð í Grímsá
og Tunguá í Borgarfirði. Þeir munu njóta
þess í máli og myndum að kynnast þess-
um frægu laxveiðiám, og ef þeir munu ein-
hvern tíma fá tækifæri til að veiða í þeim,
kemur lestur bókarinnar að góöu gagni.
Stemning og fróðleikur
Höfundar bókarinnar eru tveir: Björn J.
Blöndal og Guðmundur Guðjónsson.
Björn J. Blöndal er kunnur rithöfundur og
hefur skrifað margar snjallar bækur um
dýr, veiðiskap og útilíf. Sagnaþættir hans
og frásagnir líkjast mjög smásögum. Björn
er upp á sitt besta í þessari bók, og lýsing
hans á Grímsá er í senn hugljúf og eftir-
minnileg. Saman við stemningu Björns J.
Blöndals blandast svo margs konar annar
fróðleikur, sem Guðmundur Guðjónsson
hefur tekið saman.
Þekktir veiðimenn
Guðmundur Guöjónsson hefur einnig átt
viðtöl við nokkra þekkta veiöimenn. Þeir
sem segja frá reynslu sinni af Grímsá eru
Steingrímur Hermannsson, Kristján Fjeld-
sted, Sigurður Fjeldsted, Viðar Pétursson,
og auk þess segir Sturla Guðbjarnarson
frá leyndardómum Tunguár.
Þetta er bók sem veiðimenn mega ekki
missa af.
Bókinni Grímsá, drottning laxveiðiánna
fylgir Almanak fyrir ísland 1988, sem kynnt
er á öðrum stað hér í blaðinu.
Nr.: 1655
Fullt verð: 2.010 kr.
Okkar verð: 1.565 kr.
■I
8