Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 9

Okkar á milli - 01.12.1987, Blaðsíða 9
Vinsældir Bónustilboðsins fara stöðugt vaxandi Vandaður dúkur á jólaborðið Taktu mánaðar- bókina og sparaðu þér 900 krónur Það er alltaf gaman að geta haft rauðan dúk á jólaborðinu og því bjóðum við nú sem bónustilboð Veraldar þennan fallega matardúk. Jóladúkurinn, sem er úr 50% bómull og 50% polyester, er með sérstakri áferð þannig að hann hrindir frá sér. Dúkur- inn er frá breska fyrirtækinu Dorma, sem þekkt er fyrir vandaðar og góðar vörur, og er í stærðinni 132 x 228 cm. Hann má þvo í 50 gráðu heitu vatni.Jafnframt bjóðum við servíettur með dúknum því mörgum finnst gaman að hafa servíettur í stíl. Fyrir þá sem taka mánaðarbókina - kemur á gíróseðli. Nr.: Verð: DÚKUR 2067 1.590 kr. 6 SERVÍETTUR 2068 795 kr. 12 SERVÍETTUR 2069 1.590 kr. Fyrir þá sem ekki taka mánaðarbókina — greiða verður með krítarkorti eða gegn póstkröfu. Nr.: Verð: 2070 2.490 kr. 2071 1.100 kr. 2072 2.200 kr. Vaxtarækt fyrír konur og karla Fjör og frískir vöóvar er bók um vaxtarrækt eftir Andreas Cahling, en Gísli Rafnsson og Sigurður Gestsson hafa séð um ís- lensku útgáfuna. Um 120 Ijósmyndir fylgja æfingunum til skýringar og eru til mikils hagræðis fyrir þá sem notfæra sér bókina. Alhliða fræðslurit Þessi bók er alhliða fræöslurit og hentar jafnt þeim sem vilja byrja að stunda vaxtar- rækt og þeim sem lengra eru komnir. Hún er líka fróðleg fyrir þá, sem hafa í huga að keppa og ná langt. Einnig kemur hún að notum öllum þeim mörgum sem vilja styrkja líkama sinn nú á dögum, og halda sér í góðu líkamlegu ástandi - og skiptir þá ekki máli hvort æft er heima eöa í æfingar- stöð. Atvinnumaður í vaxtarrækt Höfundur bókarinnar, Andreas Cahling, er sænskur að ætt, en býr nú í Bandaríkjun- um og er þar atvinnumaður í vaxtarrækt. Andreas hefur komið hingað til Islands nokkrum sinnum og haldið hér námskeið, fyrirlestra og sýningar. Margir telja, að hann hafi átt stóran þátt í að gera vaxtar- rækt eins vinsæla og hún er nú orðin hér á landi. Nr.: 1656 Okkar verð: 559 kr. 9

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.