Okkar á milli - 01.12.1987, Page 14

Okkar á milli - 01.12.1987, Page 14
Verðlaun til félagsmanna Eins og í fyrra, verölaunum viö þá 10 félagsmenn sem verslaö hafa fyrir hæstu upphæöirnar á árinu. Hér er um að ræða glæsileg bókaverðlaun: 1. VERÐLAUN: 12 MÁNAÐARBÆKUR AÐ EIGIN VALI 2. VERÐLAUN: 11 MÁNAÐARBÆKUR AÐ EIGIN VALI 3. VERÐLAUN: 10 MÁNAÐARBÆKUR AÐ EIGIN VALI 4. VERÐLAUN: 9 MÁNAÐARBÆKUR AÐ EIGIN VALI 5.-10. VERÐLAUN : 8 MÁNAÐARBÆKUR AÐ EIGIN VALI Skfðalþróttin hér heima og eriendis Skídakappar fyrr og nú er mikil bók aö vöxtum, um 430 blaðsíður aö stærö og prýdd 360 myndum. Hér er rakin ýtarlega saga skíöaíþróttarinnar, ekki aöeins hér á landi heldur einnig erlendis. Þetta er bók, sem allir skíðaunnendur þurfa aö eiga í bókaskápnum sinum. Efni bókarinnar skiptist í þrjá meginkafla. ( fyrsta kaflanum er fjallaö um skíðaíþróttina erlendis, tilgátur um upphaf hennar og þróun og stuöst við margs konar heimildir. í öörum kaflanum er greint frá skíðaíþrótt- inni á íslandi og í hinum þriðja birtast frá- sagnir þekktra skíðamanna. Þar segja hvorki meira né minna en 50 íslandsmeist- arar frá. Höfundur bókarinnar er Haraldur Sigurðs- son, en hann hefur unniö mikiö aö íþrótta- málum á Akureyri síðastliðin fjörtiu ár; var meöal annars í stjórn Skíöaráös Akureyrar og Skíöasamþands íslands. Haraldur ritar meginþættina f erlendri og innlendri skíða- sögu, en auk hans rita einstakar greinar þeir Einar B. Pálsson, Þorseinn Einarsson og Hreggviður Jónsson. Skiðakappar fyrr og nú hlýtur aö vera kær- komin bók öllum íþróttaunnendum og áreiðanlega er víöa oft til hennar gripið, þegar rifjaöir eru upp gamlir viöburöir úr sögu skíðaíþróttarinnar. Nr.: 1659 Okkar verð: 490 kr. Öðruvísi jólagjöf Fiskihnífapör Þaö eru ekki margir sem eiga fiskihnífapör og því eru þau skemmtileg og óvenjuleg jólagjöf. Fiksihnífapörin, sem koma í smekklegri gjafapakkningu, eru einstak- lega vönduö (18/10 gæðastál) enda frá vestur-þýska fyrirtækinu WMF, en það framleiðir hnífapörin vinsælu sem boöin hafa verið sem bónustilboð. Fiskihnífapörin eru fyrir sex manns. - Athugið að panta sem fyrst því viö fáum ekki aðra sendingu fyrir jól. Nr.: 2042 Fullt verð: 2.791 kr. Okkar verð: 2.550 kr. Greiða verðurmeð krítarkorti eða gegn póstkröfu 14

x

Okkar á milli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.