Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 4

Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 4
BÓK MÁNAÐARINS Við fundum vörðuna sem Amundsen hlóð árið 1911 Viðtal við Monicu Kristensen heimskautafara E ftir á að hyggja undrast ég, að við skyldum yfirleitt komast af stað í þennan leiðangur, því að forsjónin virtist svo sannar- lega reyna að koma í veg fyrir það,“ segir Monica Kristensen, höfundur bókarinnar Um hjarn- breiöuráhjara heims, sem fjall- ar um för hennar í slóð Amundsens á Suðurheim- skautinu. Skipið sökk „Hvert óhappið rak annað,“ heldur hún áfram. „Allur helsti útbúnaður leiðangursins skyldi fluttur með ensku skipi, sem sigla átti til Suöurheimskauts- landsins. Viö fréttum ekki um ferð skipsins fyrr en seint og um síðir og tókst rétt naumlega að koma tækjum okkar og tólum um borð í það. En við hefðum getað sparað okkur það ómak, því að skipið sökk, þegar það átti aðeins 40 sjómílur ófarnar til Suðurskautsins. Þar með voru glötuð rúmlegafjögurtonn af rándýrum útbúnaði. En ekki nóg með það. Litlu síðar lenti ég í bílslysi og slasaðist svo illa á fæti, -að ég var hölt í margar vikur. Þetta ásamt fleiri smá- vægilegri óhöppum gerði það aö verkum, að leiðangrinum seinkaði um heilt ár. En eftir fimm ára áætlanagerð og und- irbúning komumst við loks af stað.“ Almenn tortryggni Þegar Monica er að því spurð, hvernig mönnum hafi litist á, að kona skyldi ætla að hafa forystu í slíkum leiðangri, svarar hún: 4 OKKAR Á MILLI

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.