Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 3
Að þessu sinni býður VER-
ÖLD félagsmönnum sínum
sem BÓK MÁNAÐARINS
spánnýja og forvitnilega bók.
Um Hjarnbreiður á hjara j
heims heitir hún og er eftir Monj
icu Kristensen. Monica erfyrsta
konan sem gerist heimskauta-
fari, og bókin lýsir í máli og
myndum leiðangri hennar til
Suðurpólsins - í slóð Roalds
Amundsens. Lagt var af stað í
þessa ævintýralegu ferð um
miðjan desember 1986, en þá
voru 75 ár liðin frá því að Roald
Amundsen komst á Suðurpól-
inn árið 1911.
Fimm ára vinna
Monica undirbjó þennan ein-
staka leiðangur í fimm ár, og að
vandlega athuguðu máli valdi
hún sér þrjá aðstoðarmenn:
enska jöklafræðinginn Neil
Mclntyre og tvo danska her-
menn, sem höfðu hlotið mikla
þjálfun í notkun sleðahunda á
Grænlandi. Þessir fjórir þátttak-
endur lögðu af stað hinn 17.
desember 1986 í tveggja mán-
aða langa og tvísýna för í átt að
Suðurpólnum, og um allan
heim fylgdust menn með henni
í fjölmiðlum af brennandi
áhuga.
Erfitt sumar
Þegar hávetur ríkir hér hjá okk-
ur og skammdegið er svartast,
þá er sumar á Suðurheim-
skautinu. Á ferð sinni um þessa
stærstu hjarnbreiðu heims
komst Monica að raun um, að
það var galli en ekki kostur að
hafa valið þann tíma ársins til
fararinnar. Hundarnir sukku
vegna snjóbráðar og komust
ekki áfram nema með of miklum
erfiðismunum. Þá greip hún til
þess ráðs að ferðast á nóttunni,
og með því móti gekk ferðin
greiðlega.
Beöiö í ofvæni
Leiðinni var skipt í fimm áfanga,
og þegar á ferðina leið, sá
Monica sér til mikillar skelfing-
ar, að óvíst væri hvort hún næði
takmarki sínu, áður en siglinga-
leiðin lokaðist vegna íss. Skip-
stjórinn á Aurora, sem átti að
flytja leiðangursmenn heim,
beið í ofvæni eftir ákvörðun
Monicu. Ætlaði hún að taka þá
áhættu, að skipið frysi inni?
Heimsathygli
Meira verður ekki sagt frá þess-
um óvenjulega atburði, en leið-
angur Monicu Kristensens hef-
ur vakið heimsathygli, og bók
hennar er nú verið að þýða og
gefa út í mörgum löndum. Hún
hefur hvarvetna hlotið góðar
undirtektir; þykir spennandi af-
lestrar og skrifuð af listfengi og
einlægni.
Ég varð strax hrif inn af þessari bók
,,Mér finnst sérstaklega
ánægjulegt að geta gefið
út þessa bók á íslensku,“
sagði Björn Eiríksson, for-
stjóri bókaútgáfunnar
Skjaldborgar, þegar við
báðum hann að segja örfá
orð varðandi bók mánað-
arins. „Hún er gullfalleg,
og ég varð strax hrifinn af
henni. Frásögnin er í senn
áhrifarík og forvitnileg, og
henni til stuðnings eru
stórar og óvenju glæsileg-
ar litmyndir.
Bókin er skrifðð á norsku,
og það er Grondahl & Son
Forlag, sem gaf hana út á
frummálinu fyrir
skemmstu. Síðan hefur
Gyldendal gefið hana út á
dönsku og mörg fleiri kunn
bókaforlög víða um heim
hafa tryggt sér útgáfurétt-
inn á henni. íslensku þýð-
inguna gerði Gissur Ó.
Erlingsson, en hann er
einn af reyndustu og af-
kastamestu þýðendum
okkar.
Mér finnst afrek Monicu
Kristensen einstakt, enda
hefur það vakið heimsat-
hygli, þótt lítið sem ekkert
hafi verið fjallað um það í
fjölmiðlum hér á landi. Ég
mæli því hiklaust með
þessari bók og vona, að
hinir fjölmörgu félags-
menn Veraldar hafi
ánægju af henni, en hún
er eingöngu boðin þeim
núna og verður ekki sett á
almennan markað fyrr en
síðar.“
OKKAR Á MILLI
3