Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 9

Okkar á milli - 01.09.1988, Blaðsíða 9
Sex knattspyrnubækur Nr.: Fullt verð: Okkar verð: 2.885 króna afsláttur! 2255 5.833 kr. 2.948 kr. ANNAR BÓKAPAKKI Við bjóðum félagsmönnum okkar annan bókapakka í þetta skiptið: sex góðar knattspyrnu- bækur, ómissandi fyrir hina fjöl- mörgu fótboltaunnendur. Þrjár þeirra fjalla um fræg lið ensku knattspyrnunnar, tvær um ein- staka leikmenn, sem skarað hafa framúr, og loks er bók um heimsmeistarakeppnina 1982. Bækurnar eru þessar: Arnór, bestur í Belgíu, bók um Arnór Guðjónsson eftir Víði Sigurðsson. Arnór hefur unnið einstakt afrek í íslenskri íþrótta- sögu; hann varð belgískur meistari með liðinu Anderlecht, markakóngur fyrstu deildarinn- ar þar í landi og kjörinn besti leikmaður hennar. Glenn Hoddle, leiðin á toppinn, í þýðingu Víðis Sigurðssonar. Þetta er saga Glenns Hoddles, sem um skeið var skærasta stjarna ensku knattspyrnunnar, en leikur nú með franska liðinu Monaco, sem væntanlegt er hingað til lands í haust. Liverpool, alltafá toppnum; hér er rakin í máli og myndum sag- an af Liverpool, sem er eitt allra þekktasta og besta knatt- spyrnulið heims á okkar dög- um. Arsenal, skemmtileg bók um liðið, sem var ósigrandi í bresku knattspyrnunni um árabil. Víðir Sigurðsson hefur þýtt bókina og skrifar jafnframt íslenskan kafla, þar sem eru viðtöl við Albert Guðmundsson og Bjarna Felixson. West Ham; lifandi frásögn um þetta gamalgróna breska lið, sem átt hefur í erfiðleikum und- anfarin ár og ekki tekist aö blanda sér í baráttuna um efstu sætin, en á eflaust eftir að ná sér aftur á strik. Baráttan um heimsbikarinn, Spánn '82 eftir Sigurð Sverris- son. Formáli er eftir Paolo Rossi, markakóng HM-keppn- innar 1982. I bókinni eru 24 stórar litmyndir og á þriðja hundrað aðrar myndir. OKKAR Á MILLI 9

x

Okkar á milli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Okkar á milli
https://timarit.is/publication/846

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.