Okkar á milli - 01.01.1989, Side 8
Nr.: 2328
Fulltverð: 2.480 kr.
Okkarverð: 1.985 kr.
Finnsk
verðlauna-
skáldsaga
Skáldsagan Vetrarstríð er eftir
finnska rithöfundinn Antti Tuuri,
sem hlaut bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1985 fyrir
söguna Dagur í Austurbotni,
sem einnig hefur verið þýdd á
íslensku. Sendiherra Finna hér
á landi, Anders Fluldén, ritar
eftirmála þessarar áhrifaríku
sögu.
Skelfilegur
hildarleikur
Vetrarstríð segir frá því, hvernig
óbreyttur hermaður upplifir hinn
skelfilega hildarleik, þegar
finnska þjóðin þurfti að verjast
innrás sovétmanna veturinn
1939 - 40. Höfundurinn, Antti
Tuuri, er mikill íslandsvinur,
kemur hingað á hverju ári og er
nú að vinna að bók um (slands-
ferðir sínar.
Nr.: 2327
Okkarverð: 850 kr.
Hláturs-
vekjandi
læknislyf
Bókin Læknabrandarar inni-
heldur á þriðja hundrað skop-
sagna um lækna og sjúklinga á
íslandi. Það er Ólafur Halldórs-
son læknir sem safnað hefur
saman efni bókarinnar, og hún
er myndskreytt af Kristni G. Jó-
hannssyni listmálara.
Merkir læknar
Ólafur Halldórsson hefur safn-
að skrýtlum um lækna og sjúkl-
inga alla ævi. Á yngri árum sín-
um kynntist hann persónulega
mörgum merkum læknum af
eldri kynslóðinni, svo s^m
Steingrími Matthíassyni, Guð-
mundi Hannessyni, Vilmundi
Jónssyni og segir af þeim
skemmtilegar sögur. Bókin
Læknabrandarar er hláturs-
vekjandi lyf - og engin þörf á
lyfseðli. Góða skemmtun!
Minninga-
brot og
æviþættir
Örlög og ævintýri er tveggja
binda verk eftir Guðmund L.
Friðfinnsson, rithöfund á Egilsá
í Skagafirði, sem hefur að
geyma safn af æviþáttum,
munnmælum og minningabrot-
um. Þetta eru vandaðar bækur
eftir viðurkenndan höfund, sem
Veröld býður nú á ótrúlega lágu
verði.
Vinsæll höfundur
Guðmundur L. Friðfinnsson er
þekktastur fyrir skáldskap sinn,
til dæmis söguna Leikur blær
að laufi, sem hann las í útvarp
fyrir nokkru við miklar vinsældir.
Á árunum 1984 og 1985 sendi
hann hins vegar frá sér verkið
Örlög og ævintýri, sem unn-
endur þjóðlegs fróðleiks ættu
ekki að láta vanta í bókaskáp
sinn.
Nr.:
Fullt verð:
Okkar verð:
2329
1.757 kr.
980 kr.
8
OKKAR Á MILLI