Leo - 01.12.1979, Side 7

Leo - 01.12.1979, Side 7
LEO Einar á Einarsstöðum er orðin þjóðsagnapersóna, auk þess að vera þingeyskur bóndi og dag hvem umsetinn af sjúku fólki Hjá Bókaútgáfunni Skjaldborg er nýlegakomin út bókin Miðilshendur Einars á Einarsstöðum og veitti útgáfan Leo góðfúslega leyfi sitt til birtingar á tveimur þáttum úr bókinni. - Erlingur Davíðsson skráði méginefni bókarinnar, en séra Sigurður Haukur Guðjónsson ritar merka grein um Einar og störf hans í bókina. —JÓN E. ASPAR: --------------------Myndin hvarf af veggnum_ Jón E. Aspar, skrifstofu- sljóri hjá Útgerðarfélagi Akureyringa hf., sagði mér eftirfarandi sögu fyrir mörgum árum og var hún þá birt í tima- ritinu Súlum. Hinn 28. mars 1979 hafði hann engu öðru við frásögnina að bœta en því, að lcekn- ingin hefði dugað til þessa. En hann sagði þannig frá: Ég var búinn að vera á tólfta ár á sjó, loftskeytamaður, allt til ársins 1958, en nokkur síðustu árin hafði ég þjáðst af munnangri, sem smám saman jókst. Sár, stundum mjðg mörg, mynduðust í munni og á tungu og þjáðu mig um þriggja vikna skeið í einu, en tóku þá að gróa, svo ég var sæmilegur aftur í aðrar þrjár vikur og þannig gekk þetta koll af kolli. Mest fann ég til í þessum sárum þegar ég talaði eða mataðist. Ég þreyttist svo mikið á þessu, að ég hætti loks sjómennskunni og fór í land. Á þessu árabili hafði ég leitað til átta lækna og meðal annars til tveggja sérfræðinga, en þeir gátu ekkert fyrir mig gert. Atmar sérfræðingurinn gaf mér nokkra von, sagði að 50% líkur væri á bata með meðölum, sem þá voru að koma á markaðinn. En þessi nýju meðöl bættu mér ekki. Svo var það eitt sinn er ég kom í land að kona mín Margrét Oddsdóttir bað mig að gera bón sína. Ég játaði því strax og vissi það af reynslunni, að hún færi ekki að biðja mig að gera neina óhæfu, eða neitt það, sem mér væri alveg þvert um geð að gera. Bón hennar var sú, að ég færi austur í Einarsstaði í Reykjadal, til Einars Jónssonar, í fylgd með veikri konu, sem þangað væri að fara til lækninga, og biðja Einar um leið að lækna mig. Ég hafði enga trú á svokölluðum yfimáttúrulegum lækningum, og það vissi konan mín auðvitað. Fómm við svo austur, þr jú saman. Þegar austur kom, fór veika konan fyrst inn á lækningastofu Einars og var þar um þrjá stundar- fjórðunga. En á meðan var ég að reyna að brynja mig gegn hverskonar „kukli“. Enginn straumur eða skjálfti skyldi um mig fara, hvað sem hver segði! Svo kom röðin að mér og Einar tók mig með sér inn í lítið herbergi og bauð mér sæti. Hann skrifaði nafn mitt og heimilisfang í bók hjá sér, settist svo við hliðina á mér, og yið vorum þögulir um stund. Eftir nokkra bið spurði hann mig, hvort ég hefði áður kynnst dulrænum lækningum. Ég neitaði því, sem satt var. Þá bað hann mig að leyfa sér að leggja hönd sína á mína hönd sagði það væri betra að snerta mig til þess að samband næðist. Það var svo sem sjálfsagt. Svo var þögn í langa stund. Mér var skapi næst að hlægja að þessu öllu saman, því mér fannst þetta svo fáránlegt. Ennfremur var ég á varðbergi, vildi hvorki verða var við „eitthvað" og heldur ekki að viðurkenna það, þótt svo yrði. Þá hafði ég það ríkt í huga að skella ekki uppúr, svo sem mér hættir stundum til af litlu tilefni. Á einum veggnum var málverk og horfði ég á það. Ég ætlaði að horfa á þetta málverk með mikilli athygli, svo ég yrði mér ekki til minnkunar með hlátri eða öðru. Var ég búinn að einblína á málverkið um stund, en tók þá eftir því, að myndin dofnaði smátt og smátt og síðan hvarf málverkið algerlega, en ég sá að veggurinn undir því bar örlítið annan lit, svo sem oft vill verða undir myndum eða málverk- um. Mér þótti þetta nokkuð undarlegt en lét þó ekki á neinu bera. Þá spyr Einar allt í einu, hvort ég verði ekki var við neitt? Ég neitaði staðfastlega, ákveðinn í því að láta ekkert á mig fá og að verða ekki fyrir neinum áhrifum. Loks spurði ég: „Má tala saman á meðan þetta stendur yflr?“ „Já“, sagði hann, „við getum talað saman um hvað sem er, eftir að ,,þeir“ fengu sambandið“. Eftir það ræddum við um eitt og annað, sem ég man ekki einu sinni hvað var, nema að það var nánast um daginn og veginn, en þó man ég að Einar sagði, að „þeir“ hefðu verið að skoða í mér augun - - ekki furða þótt ég sæi undarlega og að málverkið hyrfi - -! Ekki veit ég nákvæmlega hve lengi ég var inni í lækningastofunni með Einari, kannski hálfa klukkustund, en þó líklega lengur. Áður en ég fór austur taldi ég sárin í munni mér, því ég vildi hafa allt á hreinu, ef eitthvað gerðist. Þau voru 32 um morguninn. Við héldum svo heimleiðis og ég var ennþá mjög vantrúaður á yfímáttúrlegar lækningar, en þó hafði ég fengið eitt og annað um að hugsa. Næsta morgun voru 8 sár í munni mínum, einum eða tveim dögum síðar og þá var mánudagur, voru sárin aðeins 3. Allur sársauki var horfinn og á þriðja eða fjórða degi voru öll sárin gróin og hafa ekki komið síðan. Hér má bæta því við, að þessa sögu sagði Jón E. Aspar Guðmundi Karli yfirlækni á Akureyri nokkrum árum eftir að hún gerðist og sátum við þá allir yfir kaffibolla. Lasknirinn spurði um ýmis smáatriði, sem hér hefur ekki verið frá sagt og voru læknisfræðileg, sagði okkur einnig frá sjúkdómi þessum, sem hann sagði erfitt að lækna. En ég man hann sagði að síðustu. „Það er margt til, sem við ekki skiljum“. — STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR: Hendur hans tóku að vaxa— Steinunn Sigurðardóttir prófasts á Grenjaðarstað Guðmundssonar, er hús- móðir á Akureyri, gift Ingólfi Ingðlfssyni raf- vélavirkja. Hún sagði svo frá 1. september 1979: Veturinn 1971 bjuggum við hjónin með drengina okkar tvo á Svalbarðseyri á meðan við biðum eftir húsnæði á Akureyri. Þá vildi það til að Sigurð son okkar kól á báðum höndum. Hann var þá á fimmta árinu. Böm höfðu búið til snjóhús og drengurinn bjó til stromp, ætlaði að skríða þar í gegn en festist. Sigmar Benediktsson, eldri maður á staðnum, bjargaði drengnum og bar hann inn. Þá voru báðar hendur drengsins stokkfrosnar og bláhvítar. Við leituðum til Baldurs Jónssonar bamalæknis og hann lagði drenginn í sjúkrahús á Akureyri, þar sem hann lá í eina viku. Drengurinn bólgnaði mikið á báðum höndum og fékk stórar blöðmr. Okkur foreldrunum var sagt, að vegna þess að hann hefði ekki misst finguma strax, mundi þetta vera allt í lagi. En síðan gerðist það tvennt, að Sigurður litli var alltaf með bólguþrota í höndum og fingumir uxu ekki. Urðum við mjög áhyggjufull út af þessu. Síðan fór að bera á því, að fremstu kjúkur fingra beggja handa urðu skakkar. Þegar tvö ár vom liðin frá því slysið varð, fórum við með drenginn til skoðunnar á Akureyri. Mér fannst læknar sýna málinu frem- ur lítinn áhuga og sögðust álíta, að þetta mundi lagast með tíð og tíma. Mér líkaði þetta ekki alls kostar og fékk ávísun á sérfræðing í Reykjavík, Guðmund Bjamason, bæklunar- sérfræðing og skurðlækni. Hann gaf þann úrskurð, að vinstri hönd drengsins gæti ekki vaxið vegna þess að vaxtarvefinn vantaði. Skýrði hann þetta á röntgenmyndum og við því yrði ekkert gert. Þessi niðurstaða var áfall fyrir drenginn og var hann alltaf að skoða hendur sínar, sem ekki áttu að fá að vaxa eins og á eðlilegum drengjum. Mér leið einnig mjög illa og nagaði mig alltaf í handarbökin fyrir það, að hafa ekki gætt bamsins betur en þetta. Haustið 1973 ákváðum við hjónin, að leita til Einars á Einarsstöðum, ef ske kynni að hann gæti hjálpað drengnum og var það faðir minn á Grenjaðarstað, sem pantaði fyrir okkur tíma hjá Einari. Einar leiddi okkur öll til stofu sinnar þegar við komum austur og það var notalegt að dvelja þar. Sérstaklega leið drengnum vel því hann hálfsofnaði í stólnum og hann hefur ætíð síðan verið mjög fús að hitta Einar, enda oft gert það. Eftir þessa heimsókn brá svo við, að bólgan, sem verið hafði á höndum drengsins í tvö ár, hvarf algerlega tveim eða þremur dögum eftir heimkomuna og kom ekki aftur og fingurnir urðu þá miklu grennri. Rétt er að geta þess, að eina fyrstu nóttina eftir heimsókn okkar til Einars, svaf drengurinn mjög illa. Hann fékk martröð og hljóðaði upp úr svefninum, sem hann hafði aldrei áður gert svo ég viti og ekki síðan. Okkur datt í hug, að þessi martröð myndi e.t.v. vera í einhverju sambandi við Einar á Einarsstöðum og höfðum ekki áhyggjur af henni. Daginn eftir var hann mjög máttlítill í höndunum og töluðum við þá um, að nú hefði líklega eitthvað það verið að gerast, sem boðaði bata. Þetta máttleysi lagaðist fljótlega. Hendur drengsins tóku að vaxa frá þessum tíma. Nú er hann orðinn 13 ára og hendur hans eru honum ekken áhyggjuefni því hann getur notað þær eins og hver annar. Síðari myndatökur staðfestu það sem við sáum sjálf og einnig hitt, að það hafði gerst, sem talið var útilokað að gerðist. Þá er þess sérstaklega að geta, að eftir að við leituðum til Einars á Einarsstöðum, breyttist drengurinn á þann veg, að hann var algerlega rólegur vegna handa sinna og af sjálfri mér er það að segja, að ég fékk ómetanlegan styrk frá Einari, en á honum var mér mikil þörf, því ég gat naumast á heilli mér tekið út af þessu máli, vegna þess að ég ásakaði sjálfa mig svo mikið. Ennþá er vinstri hönd Sigurðar svolítið minni en hægri hönd hans og þumalfingur og vísifingur þeirrar handar eru styttri en eðlilegt er. Þetta er þó ekkert vandamál, og við þökkum Einari á Einarsstöðum öllum öðrum fremur þann bata drengsins, sem talinn var útilokaður.

x

Leo

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Leo
https://timarit.is/publication/847

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.