Leo - 01.12.1979, Qupperneq 15
LEO- 15
frá honum. Siðast þegar hann
hafði skrifað, hafði hann verið i
góöri stöðu I verksmiöju, og þau
höfðu verið alveg viss um, að
hann myndi hjálpa þeim. En nii
var hann ekki lengur þar, og eng-
inn vissi, hvert hann hafði fariö. 1
Sviþjóð var fólk ekki alltaf að
flytja á milli staða eins og hér i
Bandarikjunum. Og nú vissu þau
ekki, hvað þau áttu til bragðs að
taka. Þaö litilrsði af peningum,
sem þau höfðu átt, hefði veriö
iöngu þrotið, ef Karl hefði ekki
farið að selja blöð og móðir hans
tekið að sér gólfþvott á skrifstof-
um á kvöldin, eftir að börnin voru
sofnuð. Af þessum litlu tekjum
tókst þeim að lifa sómasamlega.
Karl hafði alls ekki leitt hugann
að jólunum þetta árið. En nú,
þegar tréð stóra var komið á
torgiö, fór jólastemning aö læðast
inn i hjarta hans.
Jól! Jól! Hvnik hátiö. Háir stig-
ar voru reistir upp viö tréö, svo
hægt væri að koma marglitum
ljósunum fyrir. Þeim fjölgaði dag
frá degi, og Karl fylgdist með
þessu, fullur eftirvæntingar.
Brátt var allt tréð skrýtt ljósum,
sem glóðu eins og gimsteinar.
— Mikið verður Anna litla hrif-
in, sagði Karl upphátt við sjálfan
sig.
— Já, þetta er fallegt, var sagt
við hlið honum. Þaö var halti
maðurinn. KarlJeit á hann og sá,
að það var glampi 1 augum hans.
En kannski voru það bara marglit
ljósin* sem endurspegluöust i
augunum.
— Ekki á morgun heldur hinn
koma jólin, sagði Karl.
— JóHn eru ekki dagur, sagði
maöurinn. — Þau eru eitthvaö,
sem maður hefur I sér sjálfur. Eg
hélt, að ég ætti ekki eftir að finna
jól I mér framar, en þetta hreina
tré úr skóginum hefur fært mér
þaíi á ný.
Karl skildi þetta ekki alveg, en
hann var glaður að sjá, að mann-
inum virtist liða betur.
— 1 gamla landinu borða þeir
hrisgrjónagraut og „potatiskorv”
á abfangadagskvöld, sagði mað-
urinn. Siðan fór hann að hlæja og
hélt áfram: — Þeir setja möndlu i
grautinn, og sá, sem fær
möndluna, veröur hamingjusam-
ur allt árið.
— Hvernig veistu það? spurbi
Karl.
— Vegna þess að ég var sá,
sem aldrei fékk möndiuna.
— Kannski færðu hana núna.
Maðurinn hló og benti á tréð: —
þetta eru jólin min, sagði hann,
1 þvi að hann sneri sér viö og
haltraði I burtu. ,
Karl hélt áfram að hugsg um
manninn, og þvi meira sem hann
hugsaði um hann, þvi ákveðnari
varð hann að bjóða honum að
boröa með þeim jólagrautinn.
Móður hans leist ekki mjög vel á
að bjóða ókunnugum manni að
deila meö þeim þvi, sem ekkert
var. Loks tókst Karli þó að fá
hana til að fallast á það. Nú var
vandinn aðeins sá að finna mann-
inn.
A aðfangadag fór að snjóa,
hvitum, mjúkum snjó. Þegar
móðir Karls leit út um gluggann
sagði hún, að englarnir væru aö
gera borgina hreina, áður en
Jesúbarniö kæmi. Anna litla tók
þetta svo bókstaflega, aö hún
þoröi varla að vikja frá gluggan-
um til að missa ekki af englunum,
ef þeir skyldu fljúga framhjá Þó
varð hún aö skjótast öðru hverju
yfir að eldhúsborðinu til að lita á
hrisgrjónagrautinn og gá, hvort
hún sæi ekki glitta i möndluna.
Hún varð lika aö anda að sér ilm-
inum af kjötinu og kartöflukökun-
um, sem suðu I stórum potti.
Þegar dimmt var orðið fóru
Karl, móöir hans og Anna litla I
yfirhafnirnar og gengu niður að
torginu til að horfa á treð. Hvitur
snjórinn hafði hulið reykinn og
sótið i borginni, og tréö virtist
teygja greinarnar út til að ná I
snjóinn og halda yfir honum hlifi-
skildi.
Karl laumaöist til að lita á andit
móöur sinnar. — Mikiö vildi ég,
að ég gæti gefiö henni jólagjöf,
sagöi hann við sjálfan sig. — Hún
er svo döpur, þvi pabbi er ekki
lengur hjá okkur og hún finnur
ekki Jón frænda.
Ljósin glitruðu á hvitum grein-
unum eins og gimsteinar. Þau
vóru eins og ávextirnir, sem
Aladdin farin i ævintýragarðin-
um. Við rætur trésins stóð hópur
fólks og söng gamalkúnna jóla-
söngva. Karl hafði lært flesta
söngvana i skólanum og fannst
gaman að fá tækifæri til aö syngja
þá. Móðir hans brosti og kinkaði
kolli I takt við tónlistina, en samt
var einhver dapurleiki i augum
hennar, sem jafnvel jólatréð gat
ekki máö.
Meðan Karl var að syngja
reyndi hann að koma auga á
manninn, sem aldrei hafði fengið
möndluna I grautnum og sem nú
átti ekki önnur jól en tréð á torg-
inu. Söngnum var að verða. lokiö,
þegar Karl sá hann. Hann stóð
hinum megin á torginu og horföi
upp i trjágreinarnar, og það var
einhver þrá i augum hans, eins og
I augum mömmu.
Karl var enga stund að hlaupa
yfir torgið til mannsins. Hann tók
I ermi hans og spuröi: — Viö eig-
um hrisgrjónagraut og „pota-
tiskorv” heima. Viltu koma og
boröa með okkur? Kannski færðu
möndluna.
Stundarkorni siöar stóðu
mamma og halti maðurinn og
horfðust i augu yfir höfuö barn-
anna.
— Selma, sagði maðurinn.
— Ö, Jón, við erum búin að
leita þin svo lengi. Hvar hefurðu
verið?
— Ég varö fyrir slysi og missti
vinnuna. Ég hélt aö það væri
betra, aö enginn vissi, hvar ég
værj.
— Það var rangt hjá- þér, Jón.
— Já, ég veit það nú. Ég gerði
mér grein fyrir þvi, þegar ég
horfði á tréð. En Seima ég er blá-
fátækur og get ekki hjálpab ykk-
ur.
— Viö getum öll hjálpast að.
Það er betra, aö við séum saman.
KarJ og Anna fylgdust með
þessu undrandi, en undrunin
breyttist brátt I gleöi. Nú vissi
Karl, að hann hafði gefið móður
sinni þá jólagjöf, sem hún hafði
þráð mest af öllu, og að þau höfðu
fundið frænda til að gleöjast með
þeim á jólunum.
Ljósin á jólatrénu héldu áfram
að lýsa upp torgiö, eftir að
söngvararnir og áhorfendurnir
voru farnir. Það voru engir eftir á
torginu nema dúfurnar, sem
flögruðu ánægbar á milli grein-
anna.
BARNAGAMAN
Spilaþraut
Fjögur spil liggja á hvolfi
á borði. Spilin eru laufás og
lauftvistur, spaðaás og
spaðatvistur. I hvaða röð
liggja spilin ef gefið er:
A: Milli laufa og til
hægri við laufa liggur
spaði.
B: Laufás liggur við hlið-
ina á spaðatvisti.
C: Spaðaás liggur ekki
við hliðina á laufás.
Talnaleikur
Setjið tölur í auðu reitina
þannig að bæði láréttar og
lóðréttar útkomur verði
réttar.
Lausnirnar eru á bls. 27.
í naglakassanum eru naglar, skrúfur, krókar o.íl. í
einum graut. En hvað eru naglarnir margir?
Sparibaukar
Nonni, Manni, Gunni og
Finni ætluðu að keppa um
hver gæti sparað mest á
einni viku. Aðeins mátti
spara krónupeninga. I
vikulokin höíðu þeir spar-
að samtals 100 kr.
I Nonna bauk var 10 kr.
minna en í Manna bauk.
Ef það hefði verið einni
krónu minna í Manna
bauk þá heíði hann sparað
tvöfalt meira en Nonni, en
helmingi minna en Nonni
og Gunni til samans.
Gunni hafði látið þrjár
krónur í sinn bauk í hvert
sinn sem Nonni setti eina í
sinn.
I bauknum hans Finna
var 10 kr. minna en í
baukum hinna þriggja til
samans.
Hvað var mikið í hverj-
um?
í jólakörfunni, hjartanu og kramarhúsinu eru
samtals 13 konfektmolar. Hvað eru margir í hverju
fyrir sig, þegar gefið er að í hjartanu er einum mola
minna en í körfunni og í kramarhúsinu eru tvöfalt
fleiri en í hjartanu?
Naglasúpa
13 konfektmolar