Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1951, Blaðsíða 9

Safnaðarblaðið Geisli - 24.12.1951, Blaðsíða 9
GEISLI \ \<T - JÖLÁBLAÐ 1951 (1 ^essari kirkju gerðist atvik Það, sem segir fra 1~ ef-tirfarandi frasögn), ingiVsiclur NikUlás6on: HAUSTNÓTT í, KIRKJU. Árið 1895 var ég vinnumaður a Selardal hjá Lárusi presti Benediktssyni og konu hans, fru ólafíu ólafsdottur, Var þar margt fólk í heinrili', hæði karlar og konur, Var venja þar,eins og víða annars staðar,að karlmenn þeir er ókvæntir voru,sváfu í útiskemmu um sláttinn,því að Þeim þótti það sval- ara en 1 haðstofu eða öðrum hí'býlum innanhæjar, Vorum við karlmennirnir fleiri en svo,að við gætum allir sofið í-skemmunni, Hlutu-því fjórir okk- ar að sofa á kirkjuloftinu, Loft var yfir allri kirkjunni og var það eitt gímald,óbiljað sundur, Stigi lá úr framkirkjunni upp á loftið,og var hann vinstra megin dyrajþegar inn var gengið, Enginn hleri var yfir uppgör.gunni, Gluggi^lítill var a austurgafli,en hvergl annars staðar. Var því fremur skuggsýnt á loftinu,nema við sjálfan gluggann,og voru rúm okkar sitt hvoru megin við hann,en koffort undir glugganum í horðs stað. Sváfu tveir kaupa- menn í öðru rúminu,er nú vortí farnir,en í hinu Stefán snikkari Guðmundsson úr Hafnarfirði #g ég, Hafði Stefén verið við smíðar í Selárdal, en var nú á förum. Var hann roskinn maður,drengur hinn hezti,en nokkuð vínhneigður..

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.