Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 13

Safnaðarblaðið Geisli - 01.03.1954, Blaðsíða 13
I -----------G E I S L I............53-------------IX.ÁRGANGUR.--------- GREINAGERE Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands, Bíldudal, fyrir árið 195 3. í saratandi við 20 ára störf Kvennadeildarinnar hefir verið rainnst þeirra. kvenna, sem staðið hafa í fylkingarhrjósti við stofnun deildarinnar og önnur störf. í þvx tilefni var Guðný S.Guðmundsdóttir kjörin heiðursfelagi Kvenna- deildarinnar fyrir þau störf,er hún atti við stofnun deildarinnar og forustu- störf,unnin á fysstu árum hennar. í tilefni þess fylgdi skrautritað ávarp. Fjárframlög Kvennadeildarinnar til S.V.E.Í. yfir árið 1953 er sem hér segir: Minningargjöf um frú Kristjönu Jensdóttur frá Glaiimhæ, kr.500,oo? en hún var ein af þeim konum,sem stóðu að stofnun deildarinnar.- Tlllag fra Kvennadeildinni kr,1250,oo.- Merkjasala kr.350,oo. Þar við hætist Söfnunar- sjóður - Minningarsjóðs Þorhjargar Guðmundsdóttur ljósmóður,að upphæð kr. 4125,oo. í því samhandi voru flutt nokkur minningerorð á fundinum um ljcsm. Þorhjörgu Guðmundsdóttur. i samhandi við stofnun sjóðsins þakkar stjórn Kvenna- deildarinnar fálagskonum góð samtök og einlægan vilja um að styðja slysavarna- starfið. Þar með ^ökkum við öllum þeim, sem fyrir utan félagsheild okkar lögðu lið þessu mali til eflingar slysavarna. Það er hverjum manni hugþekkt mál að styrkja og efla þá aðstöðu, er veitir öruggari hjörgunarskilyrð 1 í lífsnauðsyn. Þar fyrir er hvert tillag, sem lagt^er fram til slysevarna,gleði- gjafi, sem stuðlar að því að upphyggja og endurlífga gleðivonir^þeirra, sem liða nauð fyrir áhrif slysahættu á vegum atvinnumrla sjómannastéttarinnar. Við þökkum félegskonu okkar frú ArnhjÖrgu Sveinhjörnsdóttur fyrir hennar á- gætu framgöngu við stofnun sjóðsins,en þar vann hún fyrir minning góðrar vin- konu, um leið og hún veitti góða þjónustu fyrir göfugt líknarstarf, það er slysavarnastarfið.- Að ósk Arnhjargar flytur hún þakkir sínar öllum,fyrir þá ógleymanlegu góðvild,er lýsti frá hverju heimili, ásamt góðri fyrirgreiðslu á erindi hennar. Erá aðalfundi 21. marz 1954. Etjóm Kvennadeildarinnar skipa þessar konur: •Aðaletjórn: Eorstöðukona frú Kristín Petursdcttir; gjaldkeri frú íristin Hannesdóttirj ritari frú Svandís Ásmundsdóttir. Varastjórn: Eorstöðukona^frú Margrét Magnúsdóttir,Jaðri; gjaldkeri frx Árndís Árnadóttir; ritari frú Ósk Hallgrímsdóttir. Eulltrúi við Minningarsjcð Þormóðsslyssins: Frú Kristín Hannesdóttir. Endurskoð endur reikninga: Erú Lilja Jörundsdóttir,frú Rehekka Þiðriksd, Eulltrúar á landsþing S.V.E.Í.:Eru Martha Ólafía Guðmundsdóttir og frú Árndís Árnadóttir. Forstöðukona Kvennadeildarinnar,frú Kristín Péturaáótti'r, flutti fráfarandi forstöðukonu þakkarorð fyrir unnin störf,og tilnefndi að heiðurs* félage Kvennadeildarinnar. Því var vinsamlega tekið af konum, sem sóttu fundinn.- Ég undirrituð þakka forstöðukonu,frú Kristínu Fétursdóttur,hennar góðu orð og tillögu um þessa miklu viðurkenningu. Þar með þakka ég félags- konum þa miklu velvild,er mér var þar með sýnd, Að síðustu þakka ég féla.gskonum Kvennadeildarinnar starfið, og þar með allt traustið, er þær hafa synt mér á 16 ára starfstíma mínum. Ég óska eð gæfa og hlessun mættu uppfylla störf Kvennadeildarinnar, og sterkur og stöðugur vilji styrkja framkvæmdir. Með félegskveðju.

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.