Safnaðarblaðið Geisli - 25.03.1958, Blaðsíða 13

Safnaðarblaðið Geisli - 25.03.1958, Blaðsíða 13
XIII, árgangur------Safnaðarlolsðið Geisli-------Hvítasunna 1958 ------ 13,---- í i E I I A R ’’ E R t T T I R Ú R H E I M A H Ö G U M. April, VIBRÁTTA var yfirleitt mild og góð mestan hluta mánaðarins._Mikill snjór var kominn a láglendi, en enn meiri á fjöllum, í mánuðinum tók snjó að mestu af láglendi, nema 4 einstaka djúpu gili undan sól. BÍlvegir út í Ketildali og inn i Suðurfirði urðu færir je]ppum. - Leit vel út með það, að serstaklega vel ætlaði að vora og sauðfjarhagar yrðu hinir heztu. - Gæftir voru yfirleitt góðar og afli því með meira móti eftir vetrarver- tíðina. - En í lok ménaðarins Þrá til norðanáttar. Gerðist þa veðrátta ó- hagstæð til lands og sjávar. Snjóaði talsvert á fjöll, en slydduveður var í hyggð. Snjó festi ekki á láglendi nema stuttan tíraa, eða hluta ur dögum. En þessi veðrahrigði kipptu úr gróðri. SKÓGRÆKTAKFÍLAG BÍLBDÆLIHGA hált aðalfund sinn sunnudaginn 13. Þ.m. Auk stjórnar og félagsmanna var mættur á fundinum Guðmundur Sveinsson frá Tálknafirði. - JÓn S. Bjarnason, sem verið hefir formaður félagsins frá stofnun þess, (25. marz 1945), setti fundinn og stjórnaði honum. Las hann endurskoðaða reikninga felagsins, skýrði ein- staka liði þeirra og gat í því samha.ndi um starfsemi felagsins á liðnum árum. Reikningarnir voru síðan samþykktir samhljóða. - Á fundinum^vorft síð- en rædd framtiðarverkefni fálagsins. Urðu miklar umræður um þau mál,- Þá kom fram á fundinum til umræðu lagahreyting, sem gerð^hafði verið á lögum Skógræktarfelags Bestur-Barðastrandarsýslu, þar sem felögum innan þess var gert að greiða nokkru hærra tillag en áður. Til þess að mæta þeirri hækkun varð að hækka felagagjaRd í Skógræktarfél.Bílddælinga,en til þess þurfti lagahreytingu. En tií þess að gers hana, þurfti að hoða til framhaldsfund- ar með tilskildum fyrirvara. Var fundarfrestun samþykkt samhljóða. En áður en fundi var frestað, fóru fram kosningar. JÓn S. Bjarnason hafði óskað eftlr að verða ekki kosinn í stjórnina. Kosningu hlutu í aðalstjórn: Eorm, Sksrpheðinn GÍslason, gjaldkeri Guðríður Sigurðardóttir,^ritari Jón Kr. ísfeld. Varastjórn: Eorm. Hjálmar Ágústsson, gjeldkeri Fetur Brynjólfsson, ritari ósk Hallgrímsdóttir. Endurskoðendur voru kosnir: jón S. Bjarnason og Ásgeir Jónasson.- - Framhalds-aðalfundur felagsins var haidinn 27.þ.m. Þar var samþykkt tillaga þess efnis, að felagsgjald skuli framvegis vera 20 kr. árlega í stað 10 kr, áður. Var þessi hreyting gerð í samræmi við lög Skógræktarfel. V.Barð. - Á fundinum voru kosnir fulltrúar til að mæta á,aðalfundi Skógræktarfel. V.Barð. Aðalfulltr,: Jon Kr. ísfeld, Ásgeir Jonasson og Eheneser Ehenesersson. Til vara: JÓn S. Bjarnason og Guðríður Sigurðardóttir. - 7 Her skal vakin^athygli á því, að undanfarin ár hefir verið groðursett allmikið^af trjáplöntum í skógræktargirðingu félagsins, og ætlunin er að halda því starfi áfram, eftir því sem geta leyfir, Þyí miður hefir nokkuð horið á. því á undanförnum árum, að talsvert af trja- plöntunim hefir orðið fyrir svo miklu hnjaski vegna umferðar manna, að þær hafa eyðilagst. Girðingin hefir einnig orðið fyrir allmiklum skemmd- um af kærulauslegri meðferð þeirra, sem hafa rut.t sér leio inn á skóg- ræktarsvæðið,-Nú eru það vinsamleg tilmæli þeirra, sem starfa að því að gera sem fegurstan reitinn innan skógræktargirðingarinnar, að allir geri ■ sér að skyldu að ganga vel um þennan reit, hvort sem þeir eru í Skóg- ræktarfélagi Eílddælinga eða ekki. Ef almenningur verður við þessum til- mælum, verður þess vonandi ekki langt að híða, að þarna í skógræktargirð- ingunni verði þroskamikill og fagur skógur.

x

Safnaðarblaðið Geisli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Safnaðarblaðið Geisli
https://timarit.is/publication/851

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.