Reykvíkingur - 23.05.1928, Side 2

Reykvíkingur - 23.05.1928, Side 2
34 REYKVIKINGUR Fréttir frá Englandi. — Áttræður maður að nafiri Smith, í borginni Bedford, reyndi að drepa konu sína, og síðan sig sjáltan. Petta skeði tyrir liðlega mánuði.' Pað var farið með hami á vitlausraspítala; en par tókst honum um daginn, að stökkva frá tveimur varðmönnum, og henda sér út af háum vegg. Beið hann bana við fallið. — Við Salisbury sló niður eld- ingu 5. maí, og brtimni fimm hús. — Lögreglupjónn að nafiii Simpson, sem var að stjórna um- ferðinni á götu rétt hjá Thames- fijóti sá dreng detta í fljótið. Vatt hann sér samstundis að fljótinu og steypti sér í pað; en pað var 25 feta hæð af götunni niður að vatns- fletinum. Drengnum skaut aldrei upp aftur, og lögreglumaðurinn fann hann ekki pegar hann kafaði, svo að pessi hreystilega björgunar- tilraun varð árangurslaus. — Frá Englandi fluttu síðast- liðið ár liðlega 150 pús. manns, og fóru 122 pús. peirra til brezkra nýlendna. Til Canada fluttu 30 pús. manns, og viðlíka margir fluttu til Ástralíu. — Brotist var inn í dýragarð- inn í Cardiff, eina nótt í byrjun maí, og voru drepin par ýms sjald- gæf dýr og fuglar, að pví er virtist tilgangslaust. — GufUskipið Bacchus, sem er 3500 smálcstir, og er vista- og forða- skip brezka flotans, rakst 4. p. m. á grískt skip Ioannis Fafalio, og sökk hið síðarnefnda undir eins. Af skipverjum á gríska skipinu, sem voru 22, björguðust 11 af sundi upp í Bacchus. Nokkru síðar kom ákafur leki að Bacchus, og var hann hætt kominn, pegar skip komu til aðstoðar. Petta var ekki langt undan landi. — I London var fornmunum frá Bolivíu í Suður-Ameríku stol- ið úr bifreið, er skilin var eftir sem snöggvast við fjölfarna götu. Fornminjar pessar voru taldar 18 til 20 pús. króna virði. Ráöagóður. Maður, sem altaf var níðst á með neftóbak, fann upp á pví að bera á sér tvennar dósir. Kallaði hann aðrar dósirnar „Veröldina11, og lét pær altaf vera tómar, en hinar dósirnar skýrði hann „For- sjónina“, og hafði tóbak í peim. Pegar einhver bað um í nefið, sagðist hann ekki eiga tóbakskorn í allri veröldinni, en að hann reiddi sig á forsjónina, að haim fengi sjálfur í nefið.

x

Reykvíkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.