Reykvíkingur - 23.05.1928, Blaðsíða 4

Reykvíkingur - 23.05.1928, Blaðsíða 4
36 REYKVÍKINGUR Safamýri. I fyrra var víða kvartað undan grasleysi á votri jörð, og furðaði engan, svo miklir sem þurkarnir voru. En tíðindum þótti pað sæta, þegar pað iréttist, að mikið bæri á pví hvað Safamýri væri víða illa sprottin, pví par hafði jafnan reynst ágætlega sprottið pó gras brigðist annarsstaðar. Mörg slægnalönd hafa hlotið utansveitar frægð, svo sem Forin í Ölfusi, upp af Arnarbæli, Sorti norðan til í Flóa, Pollengi hjá Bræðratungu í Biskupstungum, Staðar- og Víkurmýrar og Vall- hólmurinn í Skagafirði o. fl., en en lang frægust er Safamýri, og er hennar frægð pó yngst. Flin engjasvæðin er nefnd voru, hafa verið slægjur frá landnámstíð, en svo er ekki um Safamýri. Meiri hluti hennar var ekki slægt fyrir tveim öldum, og má pví vel segja, að hún hafi ekki verið til pá. Safamýri er milli Pjórsár og Ytri-Rangár; að Þjórsá nær hún ekki alveg, en alla leið að Rangá. Ekki vita menn með vissu hve- nær grasið tók að aukast á pessu svæði, en pað varð eftir að Mark- arfljót braust vestur í Þverá, (sem fellur í Rangá) pví pá tók að auk- ast vatnsrenslið, par, sem nú er Safamýri. Á landnámstíð rann engin kvísl úr Markarfljóti í Þverá; pað var ekki fyr en á átjándu öl<^, að pað varð, en fram að peim tíma hafði engin „ólgandi Þverá“ oltið yfir sanda. En hvenær pað var á 18. öldinni, sem Markarfljót braust vestur í Þverá, vita menn ekki. Kvíslin úr Markarfljóti er fyrst sýnd á landsuppdrætti Sæmundar Hólm, er hann gerði 1777. Aðal grasvöxturinn í Safamýri myndaðist pó ekki fyr en Rangá myndaði Djúpós, og braust yfir í Þjórsá, pað var um 1800. Það er pví ekki fyr en á 19. öld, áð Safa- mýri verður fræg, og eiginlega ekki fyr en eftir grasleysisárin 1877 og 1881 (ísaárið), pví hún var bæði pau ár sprottin eins ogj vana- lega, pó víðast hvar annarsstað- ar væii illa sprottið. — Komu menn pá langt að til að heyja í mýrinni, og var heyið flutt alt upp undir Heklu. Þessi tvö ár var hún slegin öll og fengust 40 pús. heyhestar í hvert skifti, p. e. pús- und kýrfóður, (en grasið er mest gulstör og kúgæft). Eftir að hlaðið var fyrir Djúp- ós, árið 1923, svo Rangá tellur ekki lengur í Þjórsá, pornaði Safa- mýri mikið, og var pægilegra að heyja par en áður haföi verið. En brátt fór að bera á að hún óx ekki alstaðar jafn vel og áður, og hefur borið meira á pví með ári

x

Reykvíkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykvíkingur
https://timarit.is/publication/854

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.